Körfubolti

Þjálfara langaði að lemja eigin leikmann | Myndband

Helgi Hrafn Ólafsson skrifar
Izzo alveg sturlaður í gær.
Izzo alveg sturlaður í gær. vísir/getty
Það er mikið verið að skamma Tom Izzo, þjálfara körfuboltaliðs Michigan State, eftir að hann brjálaðist út í leikmann síns liðs í gær.

Michigan State ætlar sér stóra hluti í úrslitakeppni NCAA sem nú er í fullum gangi. Það gekk illa hjá liðinu í gær og Izzo tók reiði sína út á Aaron Henry.





Izzo rekur puttann fast í Henry, öskrar á hann og eftir því var líka tekið að hann var með krepptann hægri hnefann. Augljóslega dauðlangaði til þess að lemja leikmanninn.





Aðrir leikmenn urðu svo hreinlega að stíga á milli áður en þjálfarinn missti algjörlega stjórn á skapi sínu. Þessar forneskjulegu þjálfaraaðferðir fara illa í fólk og Izzo skammaður víða.

Þjálfarinn sá enga ástæðu til þess að biðjast afsökunar á hegðun sinni í garð Henry eftir leikinn. Michigan State hafði að lokum ellefu stiga sigur gegn Bradley í leiknum og Izzo verður undir smásjánni í næsta leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×