Hommar og kellingar Skúli Ólafsson skrifar 26. mars 2019 15:45 Nú á dögunum upphófst nokkur umræða vegna orða fréttakonunnar Eddu Sifjar Pálsdóttur þess efnis að helgarfrí væru „bara fyrir homma og kellingar“. Ekki er að undra að marga hafi rekið í rogastans við þessa yfirlýsingu því hún er ekki alveg í takt við tíðarandann. Einhvern tímann þótti fyndið að taka svona til orða en það á, held ég, ekki við lengur. Menningin hefur breyst og þær breytingar hafa ekki komið fyrirhafnarlaust. Ég held einmitt að hommar og kellingar séu dæmi um fólk sem hefur barist hefur af hörku fyrir réttindum sínum og um leið bættu samfélagi. Til skamms tíma þurfti margur að fara í felur með kynhneigð sína og sjálfsvíg meðal samkynheigðra voru tíðari en tárum taki. Hugrakkt fólk úr þeirra röðum þurfti að takast á við forpokun og illsku sem gegnsýrði samfélag okkar. Það hefur uppskorið ríkulega fyrir þrautseigju sína og elju. Ef ég skil orðið „kelling“ rétt, þá er það sá helmingur þjóðarinnar sem hefur jafnt og þétt risið upp og bætt kjör sín og stöðu á undanförnum áratugum. Konur eru nú í meirihluta í háskólasamfélaginu og breytingar í jafnræðisátt eru örar þegar litið er til stjórnsýslu og viðskiptalífs. Þá er #metoo vakningin ótalin. Hún er lýsandi dæmi um baráttu kvenna og harðfylgi. Það hefði svo sem ekki verið ástæða til að teygja meira á umræðunni um téð orð Eddu Sifjar, hún ætti að hafa runnið sitt skeið. Þó má fullyrða að orðalag sem þetta, sé hluti af því sem undirokaðir hópar hafa þurft að berjast gegn. Það má svo alveg vekja athygli á því að þetta er ekki besta dæmið um fólkið sem tekur sér helgarfrí! Það mætti þvert á móti halda að hommar og kellingar hafi ekki unnað sér hvíldar, allt frá þeim árum þegar það þótti sniðugt að tala með niðrandi hætti um þessa hópa. Blessunarlega eru þeir tímar liðnir, þökk sé þrotlausri vinnu þeirra.Höfundur er sóknarprestur í Neskirkju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Edda Sif veldur uppnámi með glannalegum ummælum Segir helgarfrí bara fyrir homma og kerlingar. 23. mars 2019 16:44 Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Nú á dögunum upphófst nokkur umræða vegna orða fréttakonunnar Eddu Sifjar Pálsdóttur þess efnis að helgarfrí væru „bara fyrir homma og kellingar“. Ekki er að undra að marga hafi rekið í rogastans við þessa yfirlýsingu því hún er ekki alveg í takt við tíðarandann. Einhvern tímann þótti fyndið að taka svona til orða en það á, held ég, ekki við lengur. Menningin hefur breyst og þær breytingar hafa ekki komið fyrirhafnarlaust. Ég held einmitt að hommar og kellingar séu dæmi um fólk sem hefur barist hefur af hörku fyrir réttindum sínum og um leið bættu samfélagi. Til skamms tíma þurfti margur að fara í felur með kynhneigð sína og sjálfsvíg meðal samkynheigðra voru tíðari en tárum taki. Hugrakkt fólk úr þeirra röðum þurfti að takast á við forpokun og illsku sem gegnsýrði samfélag okkar. Það hefur uppskorið ríkulega fyrir þrautseigju sína og elju. Ef ég skil orðið „kelling“ rétt, þá er það sá helmingur þjóðarinnar sem hefur jafnt og þétt risið upp og bætt kjör sín og stöðu á undanförnum áratugum. Konur eru nú í meirihluta í háskólasamfélaginu og breytingar í jafnræðisátt eru örar þegar litið er til stjórnsýslu og viðskiptalífs. Þá er #metoo vakningin ótalin. Hún er lýsandi dæmi um baráttu kvenna og harðfylgi. Það hefði svo sem ekki verið ástæða til að teygja meira á umræðunni um téð orð Eddu Sifjar, hún ætti að hafa runnið sitt skeið. Þó má fullyrða að orðalag sem þetta, sé hluti af því sem undirokaðir hópar hafa þurft að berjast gegn. Það má svo alveg vekja athygli á því að þetta er ekki besta dæmið um fólkið sem tekur sér helgarfrí! Það mætti þvert á móti halda að hommar og kellingar hafi ekki unnað sér hvíldar, allt frá þeim árum þegar það þótti sniðugt að tala með niðrandi hætti um þessa hópa. Blessunarlega eru þeir tímar liðnir, þökk sé þrotlausri vinnu þeirra.Höfundur er sóknarprestur í Neskirkju.
Edda Sif veldur uppnámi með glannalegum ummælum Segir helgarfrí bara fyrir homma og kerlingar. 23. mars 2019 16:44
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun