Golf

Sjáðu þriggja metra krókódílinn sem hræddi líftóruna úr kylfingum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þetta er alvöru stykki.
Þetta er alvöru stykki.
Þegar menn spila golf á ákveðnum svæðum í Bandaríkjunum er hætta á því að krókódílar vilji vera með. Það gerðist í Georgíu-fylki í gær.

Þá mætti alvöru krókódíll á völlinn eða rúmir þrír metrar að lengd.





Kylfingunum var eðlilega brugðið og sögðust aldrei hafa séð annað eins. Skal engan undra enda var þetta ekkert smá flykki sem skellti sér inn á flötina hjá þeim.

Krókódíllinn virtist kunna að meta sláttinn á flötinni því hann lá þar aðeins í makindum og nuddaði sér við grasið áður en hann skokkaði aftur ofan í vatnið.

Þetta holl hefur örugglega snúið sér oft við á þeim holum sem eftir voru af vellinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×