Skúli hafi „brennt peninga“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. mars 2019 08:00 Það var kuldalegt um að litast á Keflavíkurflugvelli í gær. Vísir/vilhelm Önnur lággjaldaflugfélög ættu að reyna að læra af falli WOW air, að mati kanadísks viðskiptafræðiprófessors. Sem kunnugt er hætti flugfélagið starfsemi í gær, eftir að hafa barist í bökkum mánuðum saman. Síðustu misseri hafa verið lággjaldaflugfélögum erfið, ekki síst vegna hækkandi olíuverðs og síharðnandi samkeppni. Fjöldi þeirra hefur því lagt upp laupana, eins og Primera Air, Monarch Airlines, Air Berlin og Cobalt, á meðan önnur stöndugri flugfélög hafa barist í bökkum. Framkvæmdastjóri Ryanair, spáði því síðastliðið haust að yfirstandandi vetur myndi reynast eftirlifandi lággjaldaflugfélögum erfiður - sem segja má að hafi kristallast í rekstrarvandræðum, og að lokum gjaldþroti, WOW air. Hinn kanadíski Marvin Ryder, prófessor við viðskiptafræðideild McMasterháskóla í Ontario, segir því að fall WOW sé ljóslifandi dæmi um hversu erfiður rekstur lággjaldaflugfélags getur verið. Flugfélagið hafi allt frá því í fyrra sýnt skýr merki þess að reksturinn væri í ólagi.Óarðbærir áfangastaðir „Sem frumkvöðull þá stendurðu og fellur með árangri þínum í þessum geira,“ segir Ryder í samtali við The Star og beinir spjótum sínum að eigenda WOW, Skúla Mogensen, sem hann segir hafa „brennt peninga“ fyrirtækisins með því að viðhalda áætlunarflugi til óarðbærra áfangastaða. „Þeim tókst ekki að auka sætanýtinguna sína. Tekjur þeirra voru ekki að aukast. Þrátt fyrir það hækkuðu útgjöldin þeirra. Það er alltaf áhyggjuefni,“ segir Ryder. Tekur hann þar í sama streng og forstöðumaður greiningadeildar Capacent, sem sagði í samtali við Ríkisútvarpið í gær að þróunin í flugrekstri minnti um margt á það sem viðgekkst á árunum fyrir hrun. „Rekstur fór versnandi ár frá ári. Menn fóru í útrás og ofurvöxt þrátt fyrir að samkeppnisstaðan hafi verið lök. Við sáum að það var innbyrðis samkeppni milli flugfélaga sem var ekki á viðskiptalegum forsendum. Á sama tíma voru launahækkanir langt umfram rekstrarforsendur og það var, hvað eigum við að segja, almennt bruðl og partíhald. Einhvern tímann tekur allt enda,“ sagði Snorri Jakobsson hjá Capacent við RÚV. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Sér fram á kaldan vetur hjá lággjaldaflugfélögum Framkvæmdastjóri Ryanair óttast að komandi vetur geti reynst mörgum lággjaldaflugfélögum erfiður 22. október 2018 11:45 Breiðþoturnar reyndust upphafið að falli WOW WOW-ævintýrið var ótrúleg sjö ára rússibanareið. Ris félagsins var bratt, en einnig fall þess. Saga WOW var rakin í fréttum Stöðvar 2 á tveimur mínútum. 28. mars 2019 21:30 Dýr olía þyngir róður evrópskra félaga Afkoma evrópskra flugfélaga fer versnandi vegna hækkunar á olíuverði og launum. Greinandi segir mörg flugfélög þurfa nauðsynlega á því að halda að flugfargjöld hækki. Fjárfestar og stjórnendur flugfélaga telja sameiningar á evrópskum flugmarkaði óumflýjanlegar. 29. ágúst 2018 08:00 Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Önnur lággjaldaflugfélög ættu að reyna að læra af falli WOW air, að mati kanadísks viðskiptafræðiprófessors. Sem kunnugt er hætti flugfélagið starfsemi í gær, eftir að hafa barist í bökkum mánuðum saman. Síðustu misseri hafa verið lággjaldaflugfélögum erfið, ekki síst vegna hækkandi olíuverðs og síharðnandi samkeppni. Fjöldi þeirra hefur því lagt upp laupana, eins og Primera Air, Monarch Airlines, Air Berlin og Cobalt, á meðan önnur stöndugri flugfélög hafa barist í bökkum. Framkvæmdastjóri Ryanair, spáði því síðastliðið haust að yfirstandandi vetur myndi reynast eftirlifandi lággjaldaflugfélögum erfiður - sem segja má að hafi kristallast í rekstrarvandræðum, og að lokum gjaldþroti, WOW air. Hinn kanadíski Marvin Ryder, prófessor við viðskiptafræðideild McMasterháskóla í Ontario, segir því að fall WOW sé ljóslifandi dæmi um hversu erfiður rekstur lággjaldaflugfélags getur verið. Flugfélagið hafi allt frá því í fyrra sýnt skýr merki þess að reksturinn væri í ólagi.Óarðbærir áfangastaðir „Sem frumkvöðull þá stendurðu og fellur með árangri þínum í þessum geira,“ segir Ryder í samtali við The Star og beinir spjótum sínum að eigenda WOW, Skúla Mogensen, sem hann segir hafa „brennt peninga“ fyrirtækisins með því að viðhalda áætlunarflugi til óarðbærra áfangastaða. „Þeim tókst ekki að auka sætanýtinguna sína. Tekjur þeirra voru ekki að aukast. Þrátt fyrir það hækkuðu útgjöldin þeirra. Það er alltaf áhyggjuefni,“ segir Ryder. Tekur hann þar í sama streng og forstöðumaður greiningadeildar Capacent, sem sagði í samtali við Ríkisútvarpið í gær að þróunin í flugrekstri minnti um margt á það sem viðgekkst á árunum fyrir hrun. „Rekstur fór versnandi ár frá ári. Menn fóru í útrás og ofurvöxt þrátt fyrir að samkeppnisstaðan hafi verið lök. Við sáum að það var innbyrðis samkeppni milli flugfélaga sem var ekki á viðskiptalegum forsendum. Á sama tíma voru launahækkanir langt umfram rekstrarforsendur og það var, hvað eigum við að segja, almennt bruðl og partíhald. Einhvern tímann tekur allt enda,“ sagði Snorri Jakobsson hjá Capacent við RÚV.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Sér fram á kaldan vetur hjá lággjaldaflugfélögum Framkvæmdastjóri Ryanair óttast að komandi vetur geti reynst mörgum lággjaldaflugfélögum erfiður 22. október 2018 11:45 Breiðþoturnar reyndust upphafið að falli WOW WOW-ævintýrið var ótrúleg sjö ára rússibanareið. Ris félagsins var bratt, en einnig fall þess. Saga WOW var rakin í fréttum Stöðvar 2 á tveimur mínútum. 28. mars 2019 21:30 Dýr olía þyngir róður evrópskra félaga Afkoma evrópskra flugfélaga fer versnandi vegna hækkunar á olíuverði og launum. Greinandi segir mörg flugfélög þurfa nauðsynlega á því að halda að flugfargjöld hækki. Fjárfestar og stjórnendur flugfélaga telja sameiningar á evrópskum flugmarkaði óumflýjanlegar. 29. ágúst 2018 08:00 Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Sér fram á kaldan vetur hjá lággjaldaflugfélögum Framkvæmdastjóri Ryanair óttast að komandi vetur geti reynst mörgum lággjaldaflugfélögum erfiður 22. október 2018 11:45
Breiðþoturnar reyndust upphafið að falli WOW WOW-ævintýrið var ótrúleg sjö ára rússibanareið. Ris félagsins var bratt, en einnig fall þess. Saga WOW var rakin í fréttum Stöðvar 2 á tveimur mínútum. 28. mars 2019 21:30
Dýr olía þyngir róður evrópskra félaga Afkoma evrópskra flugfélaga fer versnandi vegna hækkunar á olíuverði og launum. Greinandi segir mörg flugfélög þurfa nauðsynlega á því að halda að flugfargjöld hækki. Fjárfestar og stjórnendur flugfélaga telja sameiningar á evrópskum flugmarkaði óumflýjanlegar. 29. ágúst 2018 08:00