Skáldar um stjórnmál Marta Guðjónsdóttir skrifar 29. mars 2019 08:15 Einar Kárason rithöfundur er ósáttur við þá gagnrýni sem rignt hefur yfir borgarstjórann og hans borgarfulltrúa á kjörtímabilinu. Hann telur að minnihlutafulltrúar séu með dylgjur um svik, lögleysu og spillingu meirihlutans. Auk þess hefur hann, mjög skiljanlega, áhyggjur af því að stuðningsfólk borgarstjóra sé farið að týna tölunni. Hann reyndi því að stappa í það stálinu með grein í Fréttablaðinu sl. þriðjudag. Einar kvartar m.a. undan einhverjum ómaklegum ummælum úr pistli í Fréttablaðinu um myglu í skólum. En það breytir engu um kjarna málsins: Þeim frístundamiðstöðvum og grunnskólum borgarinnar fjölgar stöðugt þar sem verulegt rask hefur orðið eða verður á skólahaldi vegna myglu. Myglan verður rakin til óviðunandi úttektar á húsnæði grunnskóla borgarinnar og vísvitandi vanhirðu, þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar og viðvaranir frá minnihlutafulltrúum. Myglufaraldurinn er einsdæmi í skólahaldi í Reykjavík enda eiga hér í hlut töluvert á annað þúsund nemendur.Braggabruðl og ósannindi Um Braggamálið segir Einar m.a.: „ ...jafnframt er það augljóst að mistökin á borð við þau sem þar urðu eiga sér fjöldann af hliðstæðum í opinberum framkvæmdum hér á landi...“ Sú staðreynd afsakar ekkert og breytir ekki þeirri óhæfu að Bragginn er einungis ein af fjölmörgum, nýlegum framkvæmdum borgarinnar sem farið hafa langt fram úr kostnaðaráætlun. Hér má nefna Mathöllina við Hlemm, vitann við Sæbraut, Gröndalshús og viðhald Félagsbústaða á íbúðablokk við Írabakka svo fáein dæmi séu nefnd. En þau eru fleiri. Braggamálið er í raun tvíþætt: Annars vegar er um að ræða óheyrilega framúrkeyrslu á kostnaðaráætlun. Hins vegar er um að ræða alvarlegan áfellisdóm Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á stjórnleysi og ábyrgðarleysi borgaryfirvalda og ótrúleg viðbrögð borgarfulltrúa meirihlutans við málinu þegar í óefni var komið. Innri endurskoðun sá sérstaka ástæðu til að semja minnisblað vegna ítrekaðra ósanninda kjörinna fulltrúa meirihlutans um að engum tölvupóstum hafi verið eytt vegna Braggamálsins. Nú vita allir að svo var gert en það er brot á lögum um opinber skjalasöfn.Ruglar saman orsökum og afleiðingum Einar kvartar auk þess undan því að feikilega aukin svifryksmengun á höfuðborgarsvæðinu sé „útmálað sem trassaskapur borgarstjórnar, þótt það sé eins á öllu svæðinu. ...“ Aukna svifryksmengun ber fyrst og fremst að rekja til andstöðu borgaryfirvalda við samgöngubótum á stofnbrautum. Þessi andstaða lengir ferðatíma, fjölgar umferðarljósum á stofnbrautum og fjölgar þar með tilvikum þar sem ökutæki eru stöðugt að hægja á sér, stöðvast, taka af stað og auka hraðann. Þess vegna bera borgaryfirvöld, öðrum fremur, ábyrgð á aukningu svifryks. Síðan segir Einar: „Þróun íbúðaverðs hefur verið á undanförnum árum í sama takti um mestallan landsfjórðunginn, en samt er hækkunin sett á reikning þéttingarstefnu borgaryfirvalda.“ Hér ruglar Einar aftur saman orsök og afleiðingu. Með nýju aðalskipulagi kom Dagur B. Eggertsson á lóðaskortsstefnu með þeim afleiðingum að hlutfall lóðaverðs af íbúðum í Reykjavík hefur margfaldast frá 2010. Þetta er stefna borgaryfirvalda. Nágrannasveitarfélögin hafa svo því miður þurft að súpa seyðið af þessari röngu stefnu.Ruglast á gagnrýni og níði Hvers vegna hefur gagnrýni hreinlega rignt yfir borgarstjóra og borgarstjórn í þá tíu mánuði sem þau hafa setið að völdum. Svar Einars er einfalt: „Það sem málið snýst um er einfaldlega að borgarstjórnin er eitt af fáum stórum valdakerfum landsins sem hægrimenn geta ekki ráðskast með eins og það sé þeirra eigin eign. Og þess vegna eru þeir svona brjálaðir.“ Svona ódýr samsæriskenning er ekki sæmandi jafn merkum rithöfundi og Einari Kárasyni. Það eru grundvallar skyldur borgarfulltrúa að vinna samviskusamlega að hagsmunum borgarbúa, sinna eftirlitsskyldu sinni og gagnrýna það í rekstri og stjórn borgarinnar sem þeir telja ámælisvert. Þessum skyldum hafa fulltrúar minnihlutans almennt sinnt málefnalega og af rökvísi og háttvísi. En um þessa viðleitni okkar hefur Einar hins vegar orð eins og níð, offors, dylgjur um svik, lögleysu og spillingu, vanstilltan óhróður, ýkjur, lygi, þráhyggju, daglegan róg og brjálaða hægrimenn. Mættum við kannski fá meira að heyra?Stjórnmál eða skáldskapur Mér er að lokum spurn: Á öll þessi blíðmælgi einnig við um allar þær opinberu stofnanir sem einnig hafa leyft sér að gagnrýna stjórnarhætti Reykjavíkurborgar að undanförnu, s.s. Hæstarétt, Héraðsdóm Reykjavíkur, Umboðsmann Alþingis, Kærunefnd jafnréttismála, Persónuvernd, Póst- og fjarskiptastofnun, Dómsmálaráðuneytið, Sveitarstjórnarráðuneytið, Borgarskjalasafn og Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar. Þeir koma þá orðið víða við, þessir „brjáluðu hægrimenn“ – nema þingmaðurinn sé farinn að skálda. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Marta Guðjónsdóttir Reykjavík Mest lesið Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Loftbrú – jákvæðar fjárfestingar í þágu barna Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Einar Kárason rithöfundur er ósáttur við þá gagnrýni sem rignt hefur yfir borgarstjórann og hans borgarfulltrúa á kjörtímabilinu. Hann telur að minnihlutafulltrúar séu með dylgjur um svik, lögleysu og spillingu meirihlutans. Auk þess hefur hann, mjög skiljanlega, áhyggjur af því að stuðningsfólk borgarstjóra sé farið að týna tölunni. Hann reyndi því að stappa í það stálinu með grein í Fréttablaðinu sl. þriðjudag. Einar kvartar m.a. undan einhverjum ómaklegum ummælum úr pistli í Fréttablaðinu um myglu í skólum. En það breytir engu um kjarna málsins: Þeim frístundamiðstöðvum og grunnskólum borgarinnar fjölgar stöðugt þar sem verulegt rask hefur orðið eða verður á skólahaldi vegna myglu. Myglan verður rakin til óviðunandi úttektar á húsnæði grunnskóla borgarinnar og vísvitandi vanhirðu, þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar og viðvaranir frá minnihlutafulltrúum. Myglufaraldurinn er einsdæmi í skólahaldi í Reykjavík enda eiga hér í hlut töluvert á annað þúsund nemendur.Braggabruðl og ósannindi Um Braggamálið segir Einar m.a.: „ ...jafnframt er það augljóst að mistökin á borð við þau sem þar urðu eiga sér fjöldann af hliðstæðum í opinberum framkvæmdum hér á landi...“ Sú staðreynd afsakar ekkert og breytir ekki þeirri óhæfu að Bragginn er einungis ein af fjölmörgum, nýlegum framkvæmdum borgarinnar sem farið hafa langt fram úr kostnaðaráætlun. Hér má nefna Mathöllina við Hlemm, vitann við Sæbraut, Gröndalshús og viðhald Félagsbústaða á íbúðablokk við Írabakka svo fáein dæmi séu nefnd. En þau eru fleiri. Braggamálið er í raun tvíþætt: Annars vegar er um að ræða óheyrilega framúrkeyrslu á kostnaðaráætlun. Hins vegar er um að ræða alvarlegan áfellisdóm Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á stjórnleysi og ábyrgðarleysi borgaryfirvalda og ótrúleg viðbrögð borgarfulltrúa meirihlutans við málinu þegar í óefni var komið. Innri endurskoðun sá sérstaka ástæðu til að semja minnisblað vegna ítrekaðra ósanninda kjörinna fulltrúa meirihlutans um að engum tölvupóstum hafi verið eytt vegna Braggamálsins. Nú vita allir að svo var gert en það er brot á lögum um opinber skjalasöfn.Ruglar saman orsökum og afleiðingum Einar kvartar auk þess undan því að feikilega aukin svifryksmengun á höfuðborgarsvæðinu sé „útmálað sem trassaskapur borgarstjórnar, þótt það sé eins á öllu svæðinu. ...“ Aukna svifryksmengun ber fyrst og fremst að rekja til andstöðu borgaryfirvalda við samgöngubótum á stofnbrautum. Þessi andstaða lengir ferðatíma, fjölgar umferðarljósum á stofnbrautum og fjölgar þar með tilvikum þar sem ökutæki eru stöðugt að hægja á sér, stöðvast, taka af stað og auka hraðann. Þess vegna bera borgaryfirvöld, öðrum fremur, ábyrgð á aukningu svifryks. Síðan segir Einar: „Þróun íbúðaverðs hefur verið á undanförnum árum í sama takti um mestallan landsfjórðunginn, en samt er hækkunin sett á reikning þéttingarstefnu borgaryfirvalda.“ Hér ruglar Einar aftur saman orsök og afleiðingu. Með nýju aðalskipulagi kom Dagur B. Eggertsson á lóðaskortsstefnu með þeim afleiðingum að hlutfall lóðaverðs af íbúðum í Reykjavík hefur margfaldast frá 2010. Þetta er stefna borgaryfirvalda. Nágrannasveitarfélögin hafa svo því miður þurft að súpa seyðið af þessari röngu stefnu.Ruglast á gagnrýni og níði Hvers vegna hefur gagnrýni hreinlega rignt yfir borgarstjóra og borgarstjórn í þá tíu mánuði sem þau hafa setið að völdum. Svar Einars er einfalt: „Það sem málið snýst um er einfaldlega að borgarstjórnin er eitt af fáum stórum valdakerfum landsins sem hægrimenn geta ekki ráðskast með eins og það sé þeirra eigin eign. Og þess vegna eru þeir svona brjálaðir.“ Svona ódýr samsæriskenning er ekki sæmandi jafn merkum rithöfundi og Einari Kárasyni. Það eru grundvallar skyldur borgarfulltrúa að vinna samviskusamlega að hagsmunum borgarbúa, sinna eftirlitsskyldu sinni og gagnrýna það í rekstri og stjórn borgarinnar sem þeir telja ámælisvert. Þessum skyldum hafa fulltrúar minnihlutans almennt sinnt málefnalega og af rökvísi og háttvísi. En um þessa viðleitni okkar hefur Einar hins vegar orð eins og níð, offors, dylgjur um svik, lögleysu og spillingu, vanstilltan óhróður, ýkjur, lygi, þráhyggju, daglegan róg og brjálaða hægrimenn. Mættum við kannski fá meira að heyra?Stjórnmál eða skáldskapur Mér er að lokum spurn: Á öll þessi blíðmælgi einnig við um allar þær opinberu stofnanir sem einnig hafa leyft sér að gagnrýna stjórnarhætti Reykjavíkurborgar að undanförnu, s.s. Hæstarétt, Héraðsdóm Reykjavíkur, Umboðsmann Alþingis, Kærunefnd jafnréttismála, Persónuvernd, Póst- og fjarskiptastofnun, Dómsmálaráðuneytið, Sveitarstjórnarráðuneytið, Borgarskjalasafn og Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar. Þeir koma þá orðið víða við, þessir „brjáluðu hægrimenn“ – nema þingmaðurinn sé farinn að skálda. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar