Skáldar um stjórnmál Marta Guðjónsdóttir skrifar 29. mars 2019 08:15 Einar Kárason rithöfundur er ósáttur við þá gagnrýni sem rignt hefur yfir borgarstjórann og hans borgarfulltrúa á kjörtímabilinu. Hann telur að minnihlutafulltrúar séu með dylgjur um svik, lögleysu og spillingu meirihlutans. Auk þess hefur hann, mjög skiljanlega, áhyggjur af því að stuðningsfólk borgarstjóra sé farið að týna tölunni. Hann reyndi því að stappa í það stálinu með grein í Fréttablaðinu sl. þriðjudag. Einar kvartar m.a. undan einhverjum ómaklegum ummælum úr pistli í Fréttablaðinu um myglu í skólum. En það breytir engu um kjarna málsins: Þeim frístundamiðstöðvum og grunnskólum borgarinnar fjölgar stöðugt þar sem verulegt rask hefur orðið eða verður á skólahaldi vegna myglu. Myglan verður rakin til óviðunandi úttektar á húsnæði grunnskóla borgarinnar og vísvitandi vanhirðu, þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar og viðvaranir frá minnihlutafulltrúum. Myglufaraldurinn er einsdæmi í skólahaldi í Reykjavík enda eiga hér í hlut töluvert á annað þúsund nemendur.Braggabruðl og ósannindi Um Braggamálið segir Einar m.a.: „ ...jafnframt er það augljóst að mistökin á borð við þau sem þar urðu eiga sér fjöldann af hliðstæðum í opinberum framkvæmdum hér á landi...“ Sú staðreynd afsakar ekkert og breytir ekki þeirri óhæfu að Bragginn er einungis ein af fjölmörgum, nýlegum framkvæmdum borgarinnar sem farið hafa langt fram úr kostnaðaráætlun. Hér má nefna Mathöllina við Hlemm, vitann við Sæbraut, Gröndalshús og viðhald Félagsbústaða á íbúðablokk við Írabakka svo fáein dæmi séu nefnd. En þau eru fleiri. Braggamálið er í raun tvíþætt: Annars vegar er um að ræða óheyrilega framúrkeyrslu á kostnaðaráætlun. Hins vegar er um að ræða alvarlegan áfellisdóm Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á stjórnleysi og ábyrgðarleysi borgaryfirvalda og ótrúleg viðbrögð borgarfulltrúa meirihlutans við málinu þegar í óefni var komið. Innri endurskoðun sá sérstaka ástæðu til að semja minnisblað vegna ítrekaðra ósanninda kjörinna fulltrúa meirihlutans um að engum tölvupóstum hafi verið eytt vegna Braggamálsins. Nú vita allir að svo var gert en það er brot á lögum um opinber skjalasöfn.Ruglar saman orsökum og afleiðingum Einar kvartar auk þess undan því að feikilega aukin svifryksmengun á höfuðborgarsvæðinu sé „útmálað sem trassaskapur borgarstjórnar, þótt það sé eins á öllu svæðinu. ...“ Aukna svifryksmengun ber fyrst og fremst að rekja til andstöðu borgaryfirvalda við samgöngubótum á stofnbrautum. Þessi andstaða lengir ferðatíma, fjölgar umferðarljósum á stofnbrautum og fjölgar þar með tilvikum þar sem ökutæki eru stöðugt að hægja á sér, stöðvast, taka af stað og auka hraðann. Þess vegna bera borgaryfirvöld, öðrum fremur, ábyrgð á aukningu svifryks. Síðan segir Einar: „Þróun íbúðaverðs hefur verið á undanförnum árum í sama takti um mestallan landsfjórðunginn, en samt er hækkunin sett á reikning þéttingarstefnu borgaryfirvalda.“ Hér ruglar Einar aftur saman orsök og afleiðingu. Með nýju aðalskipulagi kom Dagur B. Eggertsson á lóðaskortsstefnu með þeim afleiðingum að hlutfall lóðaverðs af íbúðum í Reykjavík hefur margfaldast frá 2010. Þetta er stefna borgaryfirvalda. Nágrannasveitarfélögin hafa svo því miður þurft að súpa seyðið af þessari röngu stefnu.Ruglast á gagnrýni og níði Hvers vegna hefur gagnrýni hreinlega rignt yfir borgarstjóra og borgarstjórn í þá tíu mánuði sem þau hafa setið að völdum. Svar Einars er einfalt: „Það sem málið snýst um er einfaldlega að borgarstjórnin er eitt af fáum stórum valdakerfum landsins sem hægrimenn geta ekki ráðskast með eins og það sé þeirra eigin eign. Og þess vegna eru þeir svona brjálaðir.“ Svona ódýr samsæriskenning er ekki sæmandi jafn merkum rithöfundi og Einari Kárasyni. Það eru grundvallar skyldur borgarfulltrúa að vinna samviskusamlega að hagsmunum borgarbúa, sinna eftirlitsskyldu sinni og gagnrýna það í rekstri og stjórn borgarinnar sem þeir telja ámælisvert. Þessum skyldum hafa fulltrúar minnihlutans almennt sinnt málefnalega og af rökvísi og háttvísi. En um þessa viðleitni okkar hefur Einar hins vegar orð eins og níð, offors, dylgjur um svik, lögleysu og spillingu, vanstilltan óhróður, ýkjur, lygi, þráhyggju, daglegan róg og brjálaða hægrimenn. Mættum við kannski fá meira að heyra?Stjórnmál eða skáldskapur Mér er að lokum spurn: Á öll þessi blíðmælgi einnig við um allar þær opinberu stofnanir sem einnig hafa leyft sér að gagnrýna stjórnarhætti Reykjavíkurborgar að undanförnu, s.s. Hæstarétt, Héraðsdóm Reykjavíkur, Umboðsmann Alþingis, Kærunefnd jafnréttismála, Persónuvernd, Póst- og fjarskiptastofnun, Dómsmálaráðuneytið, Sveitarstjórnarráðuneytið, Borgarskjalasafn og Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar. Þeir koma þá orðið víða við, þessir „brjáluðu hægrimenn“ – nema þingmaðurinn sé farinn að skálda. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Marta Guðjónsdóttir Reykjavík Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Einar Kárason rithöfundur er ósáttur við þá gagnrýni sem rignt hefur yfir borgarstjórann og hans borgarfulltrúa á kjörtímabilinu. Hann telur að minnihlutafulltrúar séu með dylgjur um svik, lögleysu og spillingu meirihlutans. Auk þess hefur hann, mjög skiljanlega, áhyggjur af því að stuðningsfólk borgarstjóra sé farið að týna tölunni. Hann reyndi því að stappa í það stálinu með grein í Fréttablaðinu sl. þriðjudag. Einar kvartar m.a. undan einhverjum ómaklegum ummælum úr pistli í Fréttablaðinu um myglu í skólum. En það breytir engu um kjarna málsins: Þeim frístundamiðstöðvum og grunnskólum borgarinnar fjölgar stöðugt þar sem verulegt rask hefur orðið eða verður á skólahaldi vegna myglu. Myglan verður rakin til óviðunandi úttektar á húsnæði grunnskóla borgarinnar og vísvitandi vanhirðu, þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar og viðvaranir frá minnihlutafulltrúum. Myglufaraldurinn er einsdæmi í skólahaldi í Reykjavík enda eiga hér í hlut töluvert á annað þúsund nemendur.Braggabruðl og ósannindi Um Braggamálið segir Einar m.a.: „ ...jafnframt er það augljóst að mistökin á borð við þau sem þar urðu eiga sér fjöldann af hliðstæðum í opinberum framkvæmdum hér á landi...“ Sú staðreynd afsakar ekkert og breytir ekki þeirri óhæfu að Bragginn er einungis ein af fjölmörgum, nýlegum framkvæmdum borgarinnar sem farið hafa langt fram úr kostnaðaráætlun. Hér má nefna Mathöllina við Hlemm, vitann við Sæbraut, Gröndalshús og viðhald Félagsbústaða á íbúðablokk við Írabakka svo fáein dæmi séu nefnd. En þau eru fleiri. Braggamálið er í raun tvíþætt: Annars vegar er um að ræða óheyrilega framúrkeyrslu á kostnaðaráætlun. Hins vegar er um að ræða alvarlegan áfellisdóm Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á stjórnleysi og ábyrgðarleysi borgaryfirvalda og ótrúleg viðbrögð borgarfulltrúa meirihlutans við málinu þegar í óefni var komið. Innri endurskoðun sá sérstaka ástæðu til að semja minnisblað vegna ítrekaðra ósanninda kjörinna fulltrúa meirihlutans um að engum tölvupóstum hafi verið eytt vegna Braggamálsins. Nú vita allir að svo var gert en það er brot á lögum um opinber skjalasöfn.Ruglar saman orsökum og afleiðingum Einar kvartar auk þess undan því að feikilega aukin svifryksmengun á höfuðborgarsvæðinu sé „útmálað sem trassaskapur borgarstjórnar, þótt það sé eins á öllu svæðinu. ...“ Aukna svifryksmengun ber fyrst og fremst að rekja til andstöðu borgaryfirvalda við samgöngubótum á stofnbrautum. Þessi andstaða lengir ferðatíma, fjölgar umferðarljósum á stofnbrautum og fjölgar þar með tilvikum þar sem ökutæki eru stöðugt að hægja á sér, stöðvast, taka af stað og auka hraðann. Þess vegna bera borgaryfirvöld, öðrum fremur, ábyrgð á aukningu svifryks. Síðan segir Einar: „Þróun íbúðaverðs hefur verið á undanförnum árum í sama takti um mestallan landsfjórðunginn, en samt er hækkunin sett á reikning þéttingarstefnu borgaryfirvalda.“ Hér ruglar Einar aftur saman orsök og afleiðingu. Með nýju aðalskipulagi kom Dagur B. Eggertsson á lóðaskortsstefnu með þeim afleiðingum að hlutfall lóðaverðs af íbúðum í Reykjavík hefur margfaldast frá 2010. Þetta er stefna borgaryfirvalda. Nágrannasveitarfélögin hafa svo því miður þurft að súpa seyðið af þessari röngu stefnu.Ruglast á gagnrýni og níði Hvers vegna hefur gagnrýni hreinlega rignt yfir borgarstjóra og borgarstjórn í þá tíu mánuði sem þau hafa setið að völdum. Svar Einars er einfalt: „Það sem málið snýst um er einfaldlega að borgarstjórnin er eitt af fáum stórum valdakerfum landsins sem hægrimenn geta ekki ráðskast með eins og það sé þeirra eigin eign. Og þess vegna eru þeir svona brjálaðir.“ Svona ódýr samsæriskenning er ekki sæmandi jafn merkum rithöfundi og Einari Kárasyni. Það eru grundvallar skyldur borgarfulltrúa að vinna samviskusamlega að hagsmunum borgarbúa, sinna eftirlitsskyldu sinni og gagnrýna það í rekstri og stjórn borgarinnar sem þeir telja ámælisvert. Þessum skyldum hafa fulltrúar minnihlutans almennt sinnt málefnalega og af rökvísi og háttvísi. En um þessa viðleitni okkar hefur Einar hins vegar orð eins og níð, offors, dylgjur um svik, lögleysu og spillingu, vanstilltan óhróður, ýkjur, lygi, þráhyggju, daglegan róg og brjálaða hægrimenn. Mættum við kannski fá meira að heyra?Stjórnmál eða skáldskapur Mér er að lokum spurn: Á öll þessi blíðmælgi einnig við um allar þær opinberu stofnanir sem einnig hafa leyft sér að gagnrýna stjórnarhætti Reykjavíkurborgar að undanförnu, s.s. Hæstarétt, Héraðsdóm Reykjavíkur, Umboðsmann Alþingis, Kærunefnd jafnréttismála, Persónuvernd, Póst- og fjarskiptastofnun, Dómsmálaráðuneytið, Sveitarstjórnarráðuneytið, Borgarskjalasafn og Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar. Þeir koma þá orðið víða við, þessir „brjáluðu hægrimenn“ – nema þingmaðurinn sé farinn að skálda. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun