Neysla er loftslagsmál Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 11. mars 2019 07:30 Eitt er það sem við deilum öll saman, með nærri 8 milljörðum annarra: Jörðin. Við deilum henni sömuleiðis með öllum sem á eftir okkur koma – líka þeim sem fæðast árið 2700 og árið 4500. Á merkilega fáum áratugum hefur einni tegund lífvera hins vegar tekist að koma af stað ferlum sem ógna öllum öðrum tegundum á plánetunni. Við stöndum frammi fyrir geigvænlegum breytingum á loftslaginu og hjarta vandans er neysla af ýmsum toga – stanslaus og ósjálfbær neysla. Vitanlega þurfum við margvíslega hluti í daglegu lífi okkar og að sjálfsögðu þurfum við mat og fatnað. En til dæmis það að einn þriðji hluti matar í heiminum endi í ruslinu án þess að nokkur hafi neytt hans er galið og hefur gríðarleg loftslagsáhrif. Á einhverjum tímapunkti hætti fólk að gera við og laga hluti og keypti í staðinn nýja. Jafnsjálfsagt varð hjá mörgum að fara með flugvél til útlanda yfir helgi og áður var að skjótast í sumarbústað innanlands. Öll þessi neysla á sér ekki stað í tómi heldur hefur umhverfisáhrif og bein áhrif á loftslagið. Í gær hófst á RÚV ný íslensk þáttaröð „Hvað höfum við gert?“ sem fjallar um áskoranir mannkyns í loftslagsmálum. Þáttur gærkvöldsins fjallaði m.a. um áhrif neysluhyggjunnar og það er mikilvægt. Um leið og við horfumst í augu við vandann verðum við að gæta þess að einbeita okkur að því að leysa málin og vinna þannig á loftslagskvíðanum sem við finnum svo mörg fyrir. Við getum sannarlega brugðist við og breytt þróuninni til betri vegar. Allt sem við gerum hefur áhrif. Vitanlega er þó ekki hægt að hengja allar lausnir á einstaklinginn. Fyrirtæki um allan heim þurfa að taka til í sínum ranni, ríkisstjórnir, sveitarstjórnir, alþjóðleg stórfyrirtæki. Við erum öll saman í liði í þessu stóra verkefni. Umhverfisþing Sameinuðu þjóðanna hefst í Kenía í dag og þar verður kastljósinu m.a. beint að neyslu og áhrifum hennar á Jörðina. Áskoranirnar eru fjölmargar en lausnirnar eru það sem betur fer líka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Ingi Guðbrandsson Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Eitt er það sem við deilum öll saman, með nærri 8 milljörðum annarra: Jörðin. Við deilum henni sömuleiðis með öllum sem á eftir okkur koma – líka þeim sem fæðast árið 2700 og árið 4500. Á merkilega fáum áratugum hefur einni tegund lífvera hins vegar tekist að koma af stað ferlum sem ógna öllum öðrum tegundum á plánetunni. Við stöndum frammi fyrir geigvænlegum breytingum á loftslaginu og hjarta vandans er neysla af ýmsum toga – stanslaus og ósjálfbær neysla. Vitanlega þurfum við margvíslega hluti í daglegu lífi okkar og að sjálfsögðu þurfum við mat og fatnað. En til dæmis það að einn þriðji hluti matar í heiminum endi í ruslinu án þess að nokkur hafi neytt hans er galið og hefur gríðarleg loftslagsáhrif. Á einhverjum tímapunkti hætti fólk að gera við og laga hluti og keypti í staðinn nýja. Jafnsjálfsagt varð hjá mörgum að fara með flugvél til útlanda yfir helgi og áður var að skjótast í sumarbústað innanlands. Öll þessi neysla á sér ekki stað í tómi heldur hefur umhverfisáhrif og bein áhrif á loftslagið. Í gær hófst á RÚV ný íslensk þáttaröð „Hvað höfum við gert?“ sem fjallar um áskoranir mannkyns í loftslagsmálum. Þáttur gærkvöldsins fjallaði m.a. um áhrif neysluhyggjunnar og það er mikilvægt. Um leið og við horfumst í augu við vandann verðum við að gæta þess að einbeita okkur að því að leysa málin og vinna þannig á loftslagskvíðanum sem við finnum svo mörg fyrir. Við getum sannarlega brugðist við og breytt þróuninni til betri vegar. Allt sem við gerum hefur áhrif. Vitanlega er þó ekki hægt að hengja allar lausnir á einstaklinginn. Fyrirtæki um allan heim þurfa að taka til í sínum ranni, ríkisstjórnir, sveitarstjórnir, alþjóðleg stórfyrirtæki. Við erum öll saman í liði í þessu stóra verkefni. Umhverfisþing Sameinuðu þjóðanna hefst í Kenía í dag og þar verður kastljósinu m.a. beint að neyslu og áhrifum hennar á Jörðina. Áskoranirnar eru fjölmargar en lausnirnar eru það sem betur fer líka.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun