Leitið hins góða en ekki hins illa Áslaug Einarsdóttir skrifar 12. mars 2019 11:58 Í kjölfarið af grein minni „Hatrið sigrar ekki“ sem birt var á Vísi í gær (en var eingöngu hugsuð sem fésbókarfærsla) hefur skapast ákveðin umræða sem mig langar að snerta á. Ég vil að það komi fram að ég tel Breiðagerðisskóla vera frábæran skóla þrátt fyrir þau mistök að hleypa höturum inn í skólann og ég tel starfsfólkið vera úrvalsfólk sem sinnir starfi sínu af mikillri alúð. Margir eru ósáttir við það að ég nefni Guð á nafn enda viðkvæmt umræðuefni fyrir marga. Ég kemst þó ekki hjá því að tjá mig um það mikilvægasta sem ég hef eignast í leit minni að æðri tilgangi. Án nokkurrar múgsefjunar eða heilaþvottar og alveg geðveikislaust hef ég fengið að upplifa Guð. Guð er raunverulegur í mínu lífi og það er, já ég ætla að leyfa mér að segja það, Jesús Kristur líka og Heilagur andi. Nálægð Guðs er raunveruleg upplifun og fyllir mann af hvílíkri friðartilfinningu að ekki er hægt að komast hjá því að vera snortin af henni. Vellíðanin sem fylgir nærveru Guðs er í boði fyrir alla og er mesta og dýpsta vellíðunartilfinning sem ég hef upplifað og langtum betri en hvers kyns víma. En það er skiljanlegt að það komi ílla við fólk að tjá sig á þennan hátt og margur sem hefur eðlilega sárar tilfinningar gagnvart kirkjunnar mönnum og eru brenndir af svokölluðum erindrekum Krists sem misnota vald sitt og mistúlka boðskap hans af eigingjörnum hvötum. Ég er ekki hér að verja slíkt fólk eða fyrirkomulag kirkjunnar á neinn hátt heldur þvert á móti að benda á boðskap Jesú Krists sjálfs en ekki skrumskælda útgáfu þess skáldaða af slægum mönnum. Við megum ekki láta vonda menn eyðileggja fyrir okkur trúna á Guð og afskræma þá mynd sem við höfum af Jesú Kristi. Fyrst þurfti ég að nálgast Guð á vitsmunalegan hátt og án þess að skilja að Jesú hafi verið til og sagt það sem hann sagði og meint það hefði ég aldrei hleypt honum að. Nýja testamentið er heimildarlega sterkt rit og tímamismunurinn einungis 300 ár frá elsta eintaki og skráningartíma. Fjöldi eintaka sem fundist hafa eru um 24 þúsund. Til samanburðar er tímamismunurinn 900 ár í sögu Rómverja eftir Livíus og aðeins 20 eintök hafa fundist. Eins er tímamismunur 950 ár í Stríði í Gallíu eftir Sesar og eintök einungis 9-10. Jesús sagði margt um sjálfan sig og ef hann væri aðeins mannlegur og segði annað eins væri hann ekki mikill siðapostuli. Hann sagðist meðal annars vera ljós heimsins, upprisan og lífið og vegurinn, sannleikurinn og lífið. Venjulegur maður sem héldi slíku fram væri alvarlega sjúkur á geði. Þú verður að velja. Annað hvort var þessi maður sem við miðum tímatal okkar við sonur Guðs eða vitfyrringur eða eitthvað Þaðan af verra. „Leitið hins góða, en ekki hins ílla, til þess að þér megið lífi halda, og þá mun Drottinn, Guðs allsherjar vera með yður“ Amos 5 kafli vers 14.Höfundur er master í blaða- og fréttamennsku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Hatrið sigrar ekki! Áslaug Einarsdóttir fjallar um framlag Íslands í Eurovision. 11. mars 2019 08:25 Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Í kjölfarið af grein minni „Hatrið sigrar ekki“ sem birt var á Vísi í gær (en var eingöngu hugsuð sem fésbókarfærsla) hefur skapast ákveðin umræða sem mig langar að snerta á. Ég vil að það komi fram að ég tel Breiðagerðisskóla vera frábæran skóla þrátt fyrir þau mistök að hleypa höturum inn í skólann og ég tel starfsfólkið vera úrvalsfólk sem sinnir starfi sínu af mikillri alúð. Margir eru ósáttir við það að ég nefni Guð á nafn enda viðkvæmt umræðuefni fyrir marga. Ég kemst þó ekki hjá því að tjá mig um það mikilvægasta sem ég hef eignast í leit minni að æðri tilgangi. Án nokkurrar múgsefjunar eða heilaþvottar og alveg geðveikislaust hef ég fengið að upplifa Guð. Guð er raunverulegur í mínu lífi og það er, já ég ætla að leyfa mér að segja það, Jesús Kristur líka og Heilagur andi. Nálægð Guðs er raunveruleg upplifun og fyllir mann af hvílíkri friðartilfinningu að ekki er hægt að komast hjá því að vera snortin af henni. Vellíðanin sem fylgir nærveru Guðs er í boði fyrir alla og er mesta og dýpsta vellíðunartilfinning sem ég hef upplifað og langtum betri en hvers kyns víma. En það er skiljanlegt að það komi ílla við fólk að tjá sig á þennan hátt og margur sem hefur eðlilega sárar tilfinningar gagnvart kirkjunnar mönnum og eru brenndir af svokölluðum erindrekum Krists sem misnota vald sitt og mistúlka boðskap hans af eigingjörnum hvötum. Ég er ekki hér að verja slíkt fólk eða fyrirkomulag kirkjunnar á neinn hátt heldur þvert á móti að benda á boðskap Jesú Krists sjálfs en ekki skrumskælda útgáfu þess skáldaða af slægum mönnum. Við megum ekki láta vonda menn eyðileggja fyrir okkur trúna á Guð og afskræma þá mynd sem við höfum af Jesú Kristi. Fyrst þurfti ég að nálgast Guð á vitsmunalegan hátt og án þess að skilja að Jesú hafi verið til og sagt það sem hann sagði og meint það hefði ég aldrei hleypt honum að. Nýja testamentið er heimildarlega sterkt rit og tímamismunurinn einungis 300 ár frá elsta eintaki og skráningartíma. Fjöldi eintaka sem fundist hafa eru um 24 þúsund. Til samanburðar er tímamismunurinn 900 ár í sögu Rómverja eftir Livíus og aðeins 20 eintök hafa fundist. Eins er tímamismunur 950 ár í Stríði í Gallíu eftir Sesar og eintök einungis 9-10. Jesús sagði margt um sjálfan sig og ef hann væri aðeins mannlegur og segði annað eins væri hann ekki mikill siðapostuli. Hann sagðist meðal annars vera ljós heimsins, upprisan og lífið og vegurinn, sannleikurinn og lífið. Venjulegur maður sem héldi slíku fram væri alvarlega sjúkur á geði. Þú verður að velja. Annað hvort var þessi maður sem við miðum tímatal okkar við sonur Guðs eða vitfyrringur eða eitthvað Þaðan af verra. „Leitið hins góða, en ekki hins ílla, til þess að þér megið lífi halda, og þá mun Drottinn, Guðs allsherjar vera með yður“ Amos 5 kafli vers 14.Höfundur er master í blaða- og fréttamennsku.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar