Skrýtið að mismuna mönnum eftir þessu Kristinn Páll Teitsson skrifar 13. mars 2019 11:00 Getty/Mark Brown Um helgina fer körfuknattleiksþing KKÍ fram í 53. sinn í Laugardalnum þar sem fulltrúar frá aðildarfélögum sambandsins sitja og ræða framtíð KKÍ. Sambandið birti í vikunni þinggögnin þar sem koma fram tillögur félaga til reglubreytinga. Sindri frá Höfn í Hornafirði leggur til breytingu á 18. grein reglugerðar um körfuknattleiksmót en samkvæmt greininni eru félögum lagðar línur um að aðeins megi einn erlendur leikmaður vera inni á vellinum hverju sinni sem er ekki ríkisborgari lands innan ESB eða EES. Hér áður var liðum óheimilt að hafa meira en einn erlendan leikmann inni á vellinum hverju sinni samkvæmt 4+1 reglunni en eftir að eftirlitsstofnun EFTA tilkynnti íslenskum stjórnvöldum að þessi regla væri brot á reglum um evrópska efnahagssvæðið var reglunni breytt og var félögum frjálst að tefla fram eins mörgum erlendum leikmönnum sem koma frá ESB ríkjum og þau vildu. Sindri vill breyta reglunni og setja alla evrópska leikmenn undir sama hatt í stað þess að það skipti máli hvort land viðkomandi leikmanns sé innan Evrópusambandsins. „Þetta kemur upp hjá okkur í ljósi þess að Ivan Kekic, Serbi sem kom til Íslands fyrir þremur árum til að vinna, vildi spila körfubolta með vinnunni en hann telst núna sem Kani á pappírunum. Þegar við sömdum við bandarískan leikmann í haust minnkaði hlutverk hans hjá okkur undir eins. Grunnhugmyndin hjá okkur er að það sé skrýtið að mismuna mönnum eftir því hvort ríki sé innan ESB,“ sagði Hjálmar Jens Sigurðsson, formaður körfuknattleiksdeildar Sindra, í samtali við Fréttablaðið. „Við höfum rætt þetta við nokkra aðila. Þetta ætti líka að auðvelda liðum að finna leikmenn fyrir betra verð ef fleiri leikmenn standa til boða. Fyrir okkur er þetta líka tækifæri til að geta boðið mönnum að koma hingað að spila og vinna, það gefur landsbyggðarliðunum fleiri möguleika. Við erum enn með mjög brothætt lið, ef það detta út 2-3 leikmenn þá er leikmannahópurinn orðinn full þunnskipaður en við stefnum að því að setja upp akademíu hérna með framhaldsskólanum til að reyna að fá unga leikmenn hingað.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslenski körfuboltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Keflavík | Alvöru grannaslagur í Grindavík Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Sjá meira
Um helgina fer körfuknattleiksþing KKÍ fram í 53. sinn í Laugardalnum þar sem fulltrúar frá aðildarfélögum sambandsins sitja og ræða framtíð KKÍ. Sambandið birti í vikunni þinggögnin þar sem koma fram tillögur félaga til reglubreytinga. Sindri frá Höfn í Hornafirði leggur til breytingu á 18. grein reglugerðar um körfuknattleiksmót en samkvæmt greininni eru félögum lagðar línur um að aðeins megi einn erlendur leikmaður vera inni á vellinum hverju sinni sem er ekki ríkisborgari lands innan ESB eða EES. Hér áður var liðum óheimilt að hafa meira en einn erlendan leikmann inni á vellinum hverju sinni samkvæmt 4+1 reglunni en eftir að eftirlitsstofnun EFTA tilkynnti íslenskum stjórnvöldum að þessi regla væri brot á reglum um evrópska efnahagssvæðið var reglunni breytt og var félögum frjálst að tefla fram eins mörgum erlendum leikmönnum sem koma frá ESB ríkjum og þau vildu. Sindri vill breyta reglunni og setja alla evrópska leikmenn undir sama hatt í stað þess að það skipti máli hvort land viðkomandi leikmanns sé innan Evrópusambandsins. „Þetta kemur upp hjá okkur í ljósi þess að Ivan Kekic, Serbi sem kom til Íslands fyrir þremur árum til að vinna, vildi spila körfubolta með vinnunni en hann telst núna sem Kani á pappírunum. Þegar við sömdum við bandarískan leikmann í haust minnkaði hlutverk hans hjá okkur undir eins. Grunnhugmyndin hjá okkur er að það sé skrýtið að mismuna mönnum eftir því hvort ríki sé innan ESB,“ sagði Hjálmar Jens Sigurðsson, formaður körfuknattleiksdeildar Sindra, í samtali við Fréttablaðið. „Við höfum rætt þetta við nokkra aðila. Þetta ætti líka að auðvelda liðum að finna leikmenn fyrir betra verð ef fleiri leikmenn standa til boða. Fyrir okkur er þetta líka tækifæri til að geta boðið mönnum að koma hingað að spila og vinna, það gefur landsbyggðarliðunum fleiri möguleika. Við erum enn með mjög brothætt lið, ef það detta út 2-3 leikmenn þá er leikmannahópurinn orðinn full þunnskipaður en við stefnum að því að setja upp akademíu hérna með framhaldsskólanum til að reyna að fá unga leikmenn hingað.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski körfuboltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Keflavík | Alvöru grannaslagur í Grindavík Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Sjá meira