Körfubolti

Svona líta átta liða úrslitin út: KR og Keflavík mætast

Anton Ingi Leifsson skrifar
Helgi Már og Magnús Már verða í eldlínunni í úrslitakeppninni er stórveldin mætast.
Helgi Már og Magnús Már verða í eldlínunni í úrslitakeppninni er stórveldin mætast. vísir/bára

Síðasta umferðin í Dominos-deild karla fór fram í kvöld og því er ljóst hvaða lið mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar sem hefst í næstu viku.

Fyrsti leikurinn í átta liða úrslitunum fer fram á fimmtudagskvöldið en Stjarnan varð í kvöld deildarmeistari í fyrsta sinn er þeir kláruðu Hauka í síðasta leik deildarkeppninar á Ásvöllum.

Það verður stórleikur á öllum vígstöðvum í átta liða úrslitunum. Einn þeirra er rosalegur slagur milli Keflavíkur og KR.

Allar viðureignirnar sem og lokaniðurstöðuna í deildinni má sjá hér að neðan. Umferðin sem og deildarkeppnin í heild verður gerð upp í Domino's Körfuboltakvöldi annað kvöld.

Átta liða úrslitin:
Stjarnan - Grindavík
Njarðvík - ÍR
Tindastóll - Þór Þorlákshöfn
Keflavík - KR

Lokaniðurstaðan í deildinni:
1. Stjarnan - 34 stig
2. Njarðvík - 34 stig
3. Tindastóll - 32 stig
4. Keflavík - 30 stig
5. KR - 30 stig
6. Þór Þorlákshöfn - 24 stig
7. ÍR - 20 stig
8. Grindavík - 18 stig
9. Haukar - 16 stig
10. Valur - 16 stig
11. Skallagrímur - 8 stig
12. Breiðablik - 2 stig


Tengdar fréttir

Leik lokið: Grindavík - ÍR 81-85 | ÍR náði 7.sætinu

ÍR-ingar tryggðu sér 7.sæti Dominos-deildarinnar með sigri á Grindavík í baráttuleik suður með sjó. ÍR mætir því Njarðvík í 8-liða úrslitunum en Grindvíkingar spila við deildarmeistara Stjörnunnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.