Viðskipti erlent

Huawei neitaði alfarið sök fyrir dómi

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Það er nokkuð dimmt yfir Huawei þessa dagana.
Það er nokkuð dimmt yfir Huawei þessa dagana. Nordicphotos/Getty

James Cole, lögmaður kínverska tæknirisans Huawei, sagði fyrirtækið alfarið saklaust þegar þrettán liða ákæra bandaríska dómsmálaráðuneytisins fór fyrir alríkisdómstól í New York í gær. Fyrirtækið er sakað um til að mynda bankasvindl og brot á viðskiptaþvingunum gegn Íran.

Þá er Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei, ákærð í öðru máli fyrir sams konar brot en það er ekki komið fyrir dóm. Meng og Huawei eiga að hafa logið að HSBC og öðrum bönkum um tengsl Huawei við fyrirtækið Skycom Tech, sem sagt er leppfyrirtæki Huawei í Íran. Huawei hefur þó haldið því fram að Skycom sé hefðbundinn viðskipta­félagi.

Samkvæmt ákærunni á Huawei að hafa notað Skycom til að selja bandarískar vörur, tækni og þjónustu en það brýtur gegn þvingununum. Peningarnir eiga svo að hafa verið sendir til Huawei með því að ljúga að bönkum.

Bandarískar leyniþjónustu-, öryggis- og heimavarnastofnanir hafa sömuleiðis sakað Huawei um að stunda njósnir fyrir hönd kínverska ríkisins. Engin slík ákæra hefur verið gefin út og Huawei hafnar þessu sömuleiðis. Kenneth Fredriksen, forstjóri Huawei í Svíþjóð, sagði í viðtali við Fréttablaðið í febrúar að þær ásakanir væru órökstuddar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
3,27
21
451.148
EIM
3,11
16
126.639
SIMINN
1,32
11
407.136
VIS
1,23
2
17.490
SKEL
1,12
10
157.458

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
-1,47
11
135.730
ICESEA
-0,7
1
5.247
MAREL
-0,51
7
42.442
ICEAIR
-0,41
7
4.404
ORIGO
0
7
56.197
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.