Fátækir greiða hærra verð fyrir vatn en ríkir Heimsljós kynnir 19. mars 2019 13:45 Ljósmynd frá Úganda. gunnisal Rúmlega tveir milljarðar jarðarbúa hafa ekki aðgang að hreinu drykkjarvatni. Fátækasta fólkið í heiminum býr fyrst og fremst við vatnsskort og ófullnægjandi salernisaðstöðu, samkvæmt nýrri árlegri stöðuskýrslu um vatnsmálin í veröldinni frá Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO). Skýrslan var birt í dag en alþjóðlegur dagur vatnsins er á föstudag, 22. mars. „Enginn útundan“ (Leaving No One Behind) er yfirheiti skýrslunnar að þessu sinni. Þar er dregin fram sú staðreynd að 2,1 milljarður jarðarbúa hefur ekki aðgang að hreinu drykkjarvatni og tvöfalt fleiri, 4,3 milljarðar, hafa ekki aðgang að viðunandi salernis- og hreinlætisaðstöðu. „Að bæta stjórnun vatnsauðlinda og tryggja aðgengi að öruggu vatni og salernisaðstöðu fyrir alla er nauðsynlegt til að útrýma fátækt, byggja upp friðsæl og búsældarleg samfélög og tryggja að „enginn verði útundan“ á vegferðinni til sjálfbærrar þróunar", segir í skýrslu UNESCO. Þar kemur fram að helmingur allra þeirra sem búa við skort á hreinu vatni séu íbúar í Afríku og aðeins 24% íbúa í sunnanverðri álfunni hafi aðgang að öruggu drykkjarvatni. Eins og titill skýrslunnar ber með sér er sjónum beint að þeim ójöfnuði sem við blasir þegar litið á aðgengi að heilnæmu drykkjarvatni. Þar segir að fátækt fólk eða jaðarsett sé líklegra en annað til að hafa takmarkaðan aðgang að vatni og salernisaðstöðu. Ritstjóri skýrslunnar bendir meðal annars á að íbúar fátækrahverfa þurfi margir hverjir að kaupa vatn úr vörubílum, söluturnum eða gegnum aðra seljendur og greiða fyrir það tuttugu til þrjátíu prósent hærra verð en vel stæðir íbúar í borgum sem skrúfa frá krana á heimilum sínum. Aukinn vatnsskortur í heiminum er fyrirsjáanlegur og hann kemur til með að hafa neikvæð efnahagsleg áhrif, segir í skýrslunni. Íslendingar hafa í alþjóðlegri þróunarsamvinnu með samstarfsþjóðum lagt mikla áherslu á bætt aðgengi íbúa að hreinu neysluvatni. Meira um það á föstudaginn.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent
Rúmlega tveir milljarðar jarðarbúa hafa ekki aðgang að hreinu drykkjarvatni. Fátækasta fólkið í heiminum býr fyrst og fremst við vatnsskort og ófullnægjandi salernisaðstöðu, samkvæmt nýrri árlegri stöðuskýrslu um vatnsmálin í veröldinni frá Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO). Skýrslan var birt í dag en alþjóðlegur dagur vatnsins er á föstudag, 22. mars. „Enginn útundan“ (Leaving No One Behind) er yfirheiti skýrslunnar að þessu sinni. Þar er dregin fram sú staðreynd að 2,1 milljarður jarðarbúa hefur ekki aðgang að hreinu drykkjarvatni og tvöfalt fleiri, 4,3 milljarðar, hafa ekki aðgang að viðunandi salernis- og hreinlætisaðstöðu. „Að bæta stjórnun vatnsauðlinda og tryggja aðgengi að öruggu vatni og salernisaðstöðu fyrir alla er nauðsynlegt til að útrýma fátækt, byggja upp friðsæl og búsældarleg samfélög og tryggja að „enginn verði útundan“ á vegferðinni til sjálfbærrar þróunar", segir í skýrslu UNESCO. Þar kemur fram að helmingur allra þeirra sem búa við skort á hreinu vatni séu íbúar í Afríku og aðeins 24% íbúa í sunnanverðri álfunni hafi aðgang að öruggu drykkjarvatni. Eins og titill skýrslunnar ber með sér er sjónum beint að þeim ójöfnuði sem við blasir þegar litið á aðgengi að heilnæmu drykkjarvatni. Þar segir að fátækt fólk eða jaðarsett sé líklegra en annað til að hafa takmarkaðan aðgang að vatni og salernisaðstöðu. Ritstjóri skýrslunnar bendir meðal annars á að íbúar fátækrahverfa þurfi margir hverjir að kaupa vatn úr vörubílum, söluturnum eða gegnum aðra seljendur og greiða fyrir það tuttugu til þrjátíu prósent hærra verð en vel stæðir íbúar í borgum sem skrúfa frá krana á heimilum sínum. Aukinn vatnsskortur í heiminum er fyrirsjáanlegur og hann kemur til með að hafa neikvæð efnahagsleg áhrif, segir í skýrslunni. Íslendingar hafa í alþjóðlegri þróunarsamvinnu með samstarfsþjóðum lagt mikla áherslu á bætt aðgengi íbúa að hreinu neysluvatni. Meira um það á föstudaginn.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent