Styttri vinnudagur, betri vinnustaður Trausti Björgvinsson skrifar 4. mars 2019 12:14 Það getur oft verið erfitt að ná jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Margir þekkja þann veruleika að vinnudagurinn sé of langur og þá á kostnað tímans sem hægt er að verja með sínum nánustu. Sem betur fer hefur orðið vitundarvakning í þessum málum í atvinnulífinu og í takti við það ákváðum við í virkjunum Orku náttúrunnar á Hellisheiði og Nesjavöllum á síðasta ári að stytta vinnutímann og breyta vaktafyrirkomulagi starfsfólks. Árangurinn hefur verið góður og hafa breytingarnar meðal annars leitt af sér ánægðara starfsfólk.Í virkjunum ON á Hellisheiði og Nesjavöllum starfa 45 manns, flestir karlkyns. Í apríl síðastliðnum styttum við vinnudag þeirra sem vinna dagvinnu í virkjununum um klukkustund og breyttum vaktafyrirkomulagi þeirra sem vinna á vöktum. Í dag vinna vaktastarfsmenn átta tíma á dag á virkum dögum og taka bakvaktir heima yfir helgar. Áður unnu þeir tíu tíma vaktir, átta daga í röð og fengu svo viku frí í framhaldinu.Fyrst og fremst jafnréttisaðgerð Breytingarnar hafa komið sér vel fyrir fjölskyldufólk í virkjununum sem eiga nú meðal annars auðveldara með að fara með og sækja börn í skóla og leikskóla. Við höfum líka heyrt af jákvæðri upplifun af þessum breytingum hjá þeim starfsmönnum sem ekki eiga börn á skólaaldri, en þessi tími nýtist þeim til dæmis í heilsurækt eða önnur áhugamál. Það eru ekki aðeins starfsmenn sem njóta ávinnings af breytingunum heldur hafa þær jafnframt haft jákvæð áhrif á virkjunina og starfsemi hennar. Framleiðni hefur aukist og skipulag batnað. Þá hefur náðst meira jafnvægi á vinnustaðnum í ljósi þess að starfsfólk á vöktum tekur ekki lengur vikufrí á fjögurra vikna fresti, sem hefur leitt til þess að verkefni vinnast jafnar og betur. Við höfum alltaf litið á þessa styttingu sem jafnréttisaðgerð. Við viljum skapa tækifæri fyrir bæði konur og karla að sinna sömu störfum og taka jafnan þátt í fjölskyldulífi. Einnig vonum við að þessar aðgerðir ýti undir áhuga fleiri iðnmenntaðra kvenna á að koma til starfa hjá okkur í Hellisheiðar- og Nesjavallarvirkjun.Aukin starfsánægja í kjölfar breytinga Eins og oft vill verða með breytingar þá voru þessar aðgerðir ekki sársaukalausar. Það gætti óánægju fyrst um sinn, sérstaklega meðal þess starfsfólks sem eru á vöktum og var ósátt við að missa út vikufríin sín, enda áratugalöng hefð fyrir þeim innan stéttarinnar. Þá voru einhverjir efins um ágæti þess að taka bakvaktir heiman frá sér og taka vinnuna með heim. Sumir ákváðu að leita á önnur mið en flestir gáfu breytingunum tækifæri. Í dag heyrum við nú að meirihluti okkar starfsfólks myndi ekki vilja fara aftur í fyrra fyrirkomulag. Í kjölfar þessarar jafnréttisaðgerðar hefur starfsánægja í virkjunum ON aukist. Við sjáum það hvorttveggja á starfsmönnunum sjálfum og í vinnustaðargreiningum fyrirtækisins. Frá desember 2017 til desember 2018 jókst starfsánægja í virkjunum um 12% og er hún meiri í dag en nokkru sinni áður. Það er okkar trú að þessar breytingar hafi leikið mikilvægt hlutverk í aukinni starfsánægju í virkjunum ON og að þær hafi gert okkur að fjölskylduvænni, sveigjanlegri en jafnframt skilvirkari vinnustað.Höfundur er forstöðumaður virkjanareksturs hjá Orku náttúrunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Sjá meira
Það getur oft verið erfitt að ná jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Margir þekkja þann veruleika að vinnudagurinn sé of langur og þá á kostnað tímans sem hægt er að verja með sínum nánustu. Sem betur fer hefur orðið vitundarvakning í þessum málum í atvinnulífinu og í takti við það ákváðum við í virkjunum Orku náttúrunnar á Hellisheiði og Nesjavöllum á síðasta ári að stytta vinnutímann og breyta vaktafyrirkomulagi starfsfólks. Árangurinn hefur verið góður og hafa breytingarnar meðal annars leitt af sér ánægðara starfsfólk.Í virkjunum ON á Hellisheiði og Nesjavöllum starfa 45 manns, flestir karlkyns. Í apríl síðastliðnum styttum við vinnudag þeirra sem vinna dagvinnu í virkjununum um klukkustund og breyttum vaktafyrirkomulagi þeirra sem vinna á vöktum. Í dag vinna vaktastarfsmenn átta tíma á dag á virkum dögum og taka bakvaktir heima yfir helgar. Áður unnu þeir tíu tíma vaktir, átta daga í röð og fengu svo viku frí í framhaldinu.Fyrst og fremst jafnréttisaðgerð Breytingarnar hafa komið sér vel fyrir fjölskyldufólk í virkjununum sem eiga nú meðal annars auðveldara með að fara með og sækja börn í skóla og leikskóla. Við höfum líka heyrt af jákvæðri upplifun af þessum breytingum hjá þeim starfsmönnum sem ekki eiga börn á skólaaldri, en þessi tími nýtist þeim til dæmis í heilsurækt eða önnur áhugamál. Það eru ekki aðeins starfsmenn sem njóta ávinnings af breytingunum heldur hafa þær jafnframt haft jákvæð áhrif á virkjunina og starfsemi hennar. Framleiðni hefur aukist og skipulag batnað. Þá hefur náðst meira jafnvægi á vinnustaðnum í ljósi þess að starfsfólk á vöktum tekur ekki lengur vikufrí á fjögurra vikna fresti, sem hefur leitt til þess að verkefni vinnast jafnar og betur. Við höfum alltaf litið á þessa styttingu sem jafnréttisaðgerð. Við viljum skapa tækifæri fyrir bæði konur og karla að sinna sömu störfum og taka jafnan þátt í fjölskyldulífi. Einnig vonum við að þessar aðgerðir ýti undir áhuga fleiri iðnmenntaðra kvenna á að koma til starfa hjá okkur í Hellisheiðar- og Nesjavallarvirkjun.Aukin starfsánægja í kjölfar breytinga Eins og oft vill verða með breytingar þá voru þessar aðgerðir ekki sársaukalausar. Það gætti óánægju fyrst um sinn, sérstaklega meðal þess starfsfólks sem eru á vöktum og var ósátt við að missa út vikufríin sín, enda áratugalöng hefð fyrir þeim innan stéttarinnar. Þá voru einhverjir efins um ágæti þess að taka bakvaktir heiman frá sér og taka vinnuna með heim. Sumir ákváðu að leita á önnur mið en flestir gáfu breytingunum tækifæri. Í dag heyrum við nú að meirihluti okkar starfsfólks myndi ekki vilja fara aftur í fyrra fyrirkomulag. Í kjölfar þessarar jafnréttisaðgerðar hefur starfsánægja í virkjunum ON aukist. Við sjáum það hvorttveggja á starfsmönnunum sjálfum og í vinnustaðargreiningum fyrirtækisins. Frá desember 2017 til desember 2018 jókst starfsánægja í virkjunum um 12% og er hún meiri í dag en nokkru sinni áður. Það er okkar trú að þessar breytingar hafi leikið mikilvægt hlutverk í aukinni starfsánægju í virkjunum ON og að þær hafi gert okkur að fjölskylduvænni, sveigjanlegri en jafnframt skilvirkari vinnustað.Höfundur er forstöðumaður virkjanareksturs hjá Orku náttúrunnar.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun