Styttri vinnudagur, betri vinnustaður Trausti Björgvinsson skrifar 4. mars 2019 12:14 Það getur oft verið erfitt að ná jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Margir þekkja þann veruleika að vinnudagurinn sé of langur og þá á kostnað tímans sem hægt er að verja með sínum nánustu. Sem betur fer hefur orðið vitundarvakning í þessum málum í atvinnulífinu og í takti við það ákváðum við í virkjunum Orku náttúrunnar á Hellisheiði og Nesjavöllum á síðasta ári að stytta vinnutímann og breyta vaktafyrirkomulagi starfsfólks. Árangurinn hefur verið góður og hafa breytingarnar meðal annars leitt af sér ánægðara starfsfólk.Í virkjunum ON á Hellisheiði og Nesjavöllum starfa 45 manns, flestir karlkyns. Í apríl síðastliðnum styttum við vinnudag þeirra sem vinna dagvinnu í virkjununum um klukkustund og breyttum vaktafyrirkomulagi þeirra sem vinna á vöktum. Í dag vinna vaktastarfsmenn átta tíma á dag á virkum dögum og taka bakvaktir heima yfir helgar. Áður unnu þeir tíu tíma vaktir, átta daga í röð og fengu svo viku frí í framhaldinu.Fyrst og fremst jafnréttisaðgerð Breytingarnar hafa komið sér vel fyrir fjölskyldufólk í virkjununum sem eiga nú meðal annars auðveldara með að fara með og sækja börn í skóla og leikskóla. Við höfum líka heyrt af jákvæðri upplifun af þessum breytingum hjá þeim starfsmönnum sem ekki eiga börn á skólaaldri, en þessi tími nýtist þeim til dæmis í heilsurækt eða önnur áhugamál. Það eru ekki aðeins starfsmenn sem njóta ávinnings af breytingunum heldur hafa þær jafnframt haft jákvæð áhrif á virkjunina og starfsemi hennar. Framleiðni hefur aukist og skipulag batnað. Þá hefur náðst meira jafnvægi á vinnustaðnum í ljósi þess að starfsfólk á vöktum tekur ekki lengur vikufrí á fjögurra vikna fresti, sem hefur leitt til þess að verkefni vinnast jafnar og betur. Við höfum alltaf litið á þessa styttingu sem jafnréttisaðgerð. Við viljum skapa tækifæri fyrir bæði konur og karla að sinna sömu störfum og taka jafnan þátt í fjölskyldulífi. Einnig vonum við að þessar aðgerðir ýti undir áhuga fleiri iðnmenntaðra kvenna á að koma til starfa hjá okkur í Hellisheiðar- og Nesjavallarvirkjun.Aukin starfsánægja í kjölfar breytinga Eins og oft vill verða með breytingar þá voru þessar aðgerðir ekki sársaukalausar. Það gætti óánægju fyrst um sinn, sérstaklega meðal þess starfsfólks sem eru á vöktum og var ósátt við að missa út vikufríin sín, enda áratugalöng hefð fyrir þeim innan stéttarinnar. Þá voru einhverjir efins um ágæti þess að taka bakvaktir heiman frá sér og taka vinnuna með heim. Sumir ákváðu að leita á önnur mið en flestir gáfu breytingunum tækifæri. Í dag heyrum við nú að meirihluti okkar starfsfólks myndi ekki vilja fara aftur í fyrra fyrirkomulag. Í kjölfar þessarar jafnréttisaðgerðar hefur starfsánægja í virkjunum ON aukist. Við sjáum það hvorttveggja á starfsmönnunum sjálfum og í vinnustaðargreiningum fyrirtækisins. Frá desember 2017 til desember 2018 jókst starfsánægja í virkjunum um 12% og er hún meiri í dag en nokkru sinni áður. Það er okkar trú að þessar breytingar hafi leikið mikilvægt hlutverk í aukinni starfsánægju í virkjunum ON og að þær hafi gert okkur að fjölskylduvænni, sveigjanlegri en jafnframt skilvirkari vinnustað.Höfundur er forstöðumaður virkjanareksturs hjá Orku náttúrunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Frelsissviptir Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Það getur oft verið erfitt að ná jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Margir þekkja þann veruleika að vinnudagurinn sé of langur og þá á kostnað tímans sem hægt er að verja með sínum nánustu. Sem betur fer hefur orðið vitundarvakning í þessum málum í atvinnulífinu og í takti við það ákváðum við í virkjunum Orku náttúrunnar á Hellisheiði og Nesjavöllum á síðasta ári að stytta vinnutímann og breyta vaktafyrirkomulagi starfsfólks. Árangurinn hefur verið góður og hafa breytingarnar meðal annars leitt af sér ánægðara starfsfólk.Í virkjunum ON á Hellisheiði og Nesjavöllum starfa 45 manns, flestir karlkyns. Í apríl síðastliðnum styttum við vinnudag þeirra sem vinna dagvinnu í virkjununum um klukkustund og breyttum vaktafyrirkomulagi þeirra sem vinna á vöktum. Í dag vinna vaktastarfsmenn átta tíma á dag á virkum dögum og taka bakvaktir heima yfir helgar. Áður unnu þeir tíu tíma vaktir, átta daga í röð og fengu svo viku frí í framhaldinu.Fyrst og fremst jafnréttisaðgerð Breytingarnar hafa komið sér vel fyrir fjölskyldufólk í virkjununum sem eiga nú meðal annars auðveldara með að fara með og sækja börn í skóla og leikskóla. Við höfum líka heyrt af jákvæðri upplifun af þessum breytingum hjá þeim starfsmönnum sem ekki eiga börn á skólaaldri, en þessi tími nýtist þeim til dæmis í heilsurækt eða önnur áhugamál. Það eru ekki aðeins starfsmenn sem njóta ávinnings af breytingunum heldur hafa þær jafnframt haft jákvæð áhrif á virkjunina og starfsemi hennar. Framleiðni hefur aukist og skipulag batnað. Þá hefur náðst meira jafnvægi á vinnustaðnum í ljósi þess að starfsfólk á vöktum tekur ekki lengur vikufrí á fjögurra vikna fresti, sem hefur leitt til þess að verkefni vinnast jafnar og betur. Við höfum alltaf litið á þessa styttingu sem jafnréttisaðgerð. Við viljum skapa tækifæri fyrir bæði konur og karla að sinna sömu störfum og taka jafnan þátt í fjölskyldulífi. Einnig vonum við að þessar aðgerðir ýti undir áhuga fleiri iðnmenntaðra kvenna á að koma til starfa hjá okkur í Hellisheiðar- og Nesjavallarvirkjun.Aukin starfsánægja í kjölfar breytinga Eins og oft vill verða með breytingar þá voru þessar aðgerðir ekki sársaukalausar. Það gætti óánægju fyrst um sinn, sérstaklega meðal þess starfsfólks sem eru á vöktum og var ósátt við að missa út vikufríin sín, enda áratugalöng hefð fyrir þeim innan stéttarinnar. Þá voru einhverjir efins um ágæti þess að taka bakvaktir heiman frá sér og taka vinnuna með heim. Sumir ákváðu að leita á önnur mið en flestir gáfu breytingunum tækifæri. Í dag heyrum við nú að meirihluti okkar starfsfólks myndi ekki vilja fara aftur í fyrra fyrirkomulag. Í kjölfar þessarar jafnréttisaðgerðar hefur starfsánægja í virkjunum ON aukist. Við sjáum það hvorttveggja á starfsmönnunum sjálfum og í vinnustaðargreiningum fyrirtækisins. Frá desember 2017 til desember 2018 jókst starfsánægja í virkjunum um 12% og er hún meiri í dag en nokkru sinni áður. Það er okkar trú að þessar breytingar hafi leikið mikilvægt hlutverk í aukinni starfsánægju í virkjunum ON og að þær hafi gert okkur að fjölskylduvænni, sveigjanlegri en jafnframt skilvirkari vinnustað.Höfundur er forstöðumaður virkjanareksturs hjá Orku náttúrunnar.
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun