Styttri vinnudagur, betri vinnustaður Trausti Björgvinsson skrifar 4. mars 2019 12:14 Það getur oft verið erfitt að ná jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Margir þekkja þann veruleika að vinnudagurinn sé of langur og þá á kostnað tímans sem hægt er að verja með sínum nánustu. Sem betur fer hefur orðið vitundarvakning í þessum málum í atvinnulífinu og í takti við það ákváðum við í virkjunum Orku náttúrunnar á Hellisheiði og Nesjavöllum á síðasta ári að stytta vinnutímann og breyta vaktafyrirkomulagi starfsfólks. Árangurinn hefur verið góður og hafa breytingarnar meðal annars leitt af sér ánægðara starfsfólk.Í virkjunum ON á Hellisheiði og Nesjavöllum starfa 45 manns, flestir karlkyns. Í apríl síðastliðnum styttum við vinnudag þeirra sem vinna dagvinnu í virkjununum um klukkustund og breyttum vaktafyrirkomulagi þeirra sem vinna á vöktum. Í dag vinna vaktastarfsmenn átta tíma á dag á virkum dögum og taka bakvaktir heima yfir helgar. Áður unnu þeir tíu tíma vaktir, átta daga í röð og fengu svo viku frí í framhaldinu.Fyrst og fremst jafnréttisaðgerð Breytingarnar hafa komið sér vel fyrir fjölskyldufólk í virkjununum sem eiga nú meðal annars auðveldara með að fara með og sækja börn í skóla og leikskóla. Við höfum líka heyrt af jákvæðri upplifun af þessum breytingum hjá þeim starfsmönnum sem ekki eiga börn á skólaaldri, en þessi tími nýtist þeim til dæmis í heilsurækt eða önnur áhugamál. Það eru ekki aðeins starfsmenn sem njóta ávinnings af breytingunum heldur hafa þær jafnframt haft jákvæð áhrif á virkjunina og starfsemi hennar. Framleiðni hefur aukist og skipulag batnað. Þá hefur náðst meira jafnvægi á vinnustaðnum í ljósi þess að starfsfólk á vöktum tekur ekki lengur vikufrí á fjögurra vikna fresti, sem hefur leitt til þess að verkefni vinnast jafnar og betur. Við höfum alltaf litið á þessa styttingu sem jafnréttisaðgerð. Við viljum skapa tækifæri fyrir bæði konur og karla að sinna sömu störfum og taka jafnan þátt í fjölskyldulífi. Einnig vonum við að þessar aðgerðir ýti undir áhuga fleiri iðnmenntaðra kvenna á að koma til starfa hjá okkur í Hellisheiðar- og Nesjavallarvirkjun.Aukin starfsánægja í kjölfar breytinga Eins og oft vill verða með breytingar þá voru þessar aðgerðir ekki sársaukalausar. Það gætti óánægju fyrst um sinn, sérstaklega meðal þess starfsfólks sem eru á vöktum og var ósátt við að missa út vikufríin sín, enda áratugalöng hefð fyrir þeim innan stéttarinnar. Þá voru einhverjir efins um ágæti þess að taka bakvaktir heiman frá sér og taka vinnuna með heim. Sumir ákváðu að leita á önnur mið en flestir gáfu breytingunum tækifæri. Í dag heyrum við nú að meirihluti okkar starfsfólks myndi ekki vilja fara aftur í fyrra fyrirkomulag. Í kjölfar þessarar jafnréttisaðgerðar hefur starfsánægja í virkjunum ON aukist. Við sjáum það hvorttveggja á starfsmönnunum sjálfum og í vinnustaðargreiningum fyrirtækisins. Frá desember 2017 til desember 2018 jókst starfsánægja í virkjunum um 12% og er hún meiri í dag en nokkru sinni áður. Það er okkar trú að þessar breytingar hafi leikið mikilvægt hlutverk í aukinni starfsánægju í virkjunum ON og að þær hafi gert okkur að fjölskylduvænni, sveigjanlegri en jafnframt skilvirkari vinnustað.Höfundur er forstöðumaður virkjanareksturs hjá Orku náttúrunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Það getur oft verið erfitt að ná jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Margir þekkja þann veruleika að vinnudagurinn sé of langur og þá á kostnað tímans sem hægt er að verja með sínum nánustu. Sem betur fer hefur orðið vitundarvakning í þessum málum í atvinnulífinu og í takti við það ákváðum við í virkjunum Orku náttúrunnar á Hellisheiði og Nesjavöllum á síðasta ári að stytta vinnutímann og breyta vaktafyrirkomulagi starfsfólks. Árangurinn hefur verið góður og hafa breytingarnar meðal annars leitt af sér ánægðara starfsfólk.Í virkjunum ON á Hellisheiði og Nesjavöllum starfa 45 manns, flestir karlkyns. Í apríl síðastliðnum styttum við vinnudag þeirra sem vinna dagvinnu í virkjununum um klukkustund og breyttum vaktafyrirkomulagi þeirra sem vinna á vöktum. Í dag vinna vaktastarfsmenn átta tíma á dag á virkum dögum og taka bakvaktir heima yfir helgar. Áður unnu þeir tíu tíma vaktir, átta daga í röð og fengu svo viku frí í framhaldinu.Fyrst og fremst jafnréttisaðgerð Breytingarnar hafa komið sér vel fyrir fjölskyldufólk í virkjununum sem eiga nú meðal annars auðveldara með að fara með og sækja börn í skóla og leikskóla. Við höfum líka heyrt af jákvæðri upplifun af þessum breytingum hjá þeim starfsmönnum sem ekki eiga börn á skólaaldri, en þessi tími nýtist þeim til dæmis í heilsurækt eða önnur áhugamál. Það eru ekki aðeins starfsmenn sem njóta ávinnings af breytingunum heldur hafa þær jafnframt haft jákvæð áhrif á virkjunina og starfsemi hennar. Framleiðni hefur aukist og skipulag batnað. Þá hefur náðst meira jafnvægi á vinnustaðnum í ljósi þess að starfsfólk á vöktum tekur ekki lengur vikufrí á fjögurra vikna fresti, sem hefur leitt til þess að verkefni vinnast jafnar og betur. Við höfum alltaf litið á þessa styttingu sem jafnréttisaðgerð. Við viljum skapa tækifæri fyrir bæði konur og karla að sinna sömu störfum og taka jafnan þátt í fjölskyldulífi. Einnig vonum við að þessar aðgerðir ýti undir áhuga fleiri iðnmenntaðra kvenna á að koma til starfa hjá okkur í Hellisheiðar- og Nesjavallarvirkjun.Aukin starfsánægja í kjölfar breytinga Eins og oft vill verða með breytingar þá voru þessar aðgerðir ekki sársaukalausar. Það gætti óánægju fyrst um sinn, sérstaklega meðal þess starfsfólks sem eru á vöktum og var ósátt við að missa út vikufríin sín, enda áratugalöng hefð fyrir þeim innan stéttarinnar. Þá voru einhverjir efins um ágæti þess að taka bakvaktir heiman frá sér og taka vinnuna með heim. Sumir ákváðu að leita á önnur mið en flestir gáfu breytingunum tækifæri. Í dag heyrum við nú að meirihluti okkar starfsfólks myndi ekki vilja fara aftur í fyrra fyrirkomulag. Í kjölfar þessarar jafnréttisaðgerðar hefur starfsánægja í virkjunum ON aukist. Við sjáum það hvorttveggja á starfsmönnunum sjálfum og í vinnustaðargreiningum fyrirtækisins. Frá desember 2017 til desember 2018 jókst starfsánægja í virkjunum um 12% og er hún meiri í dag en nokkru sinni áður. Það er okkar trú að þessar breytingar hafi leikið mikilvægt hlutverk í aukinni starfsánægju í virkjunum ON og að þær hafi gert okkur að fjölskylduvænni, sveigjanlegri en jafnframt skilvirkari vinnustað.Höfundur er forstöðumaður virkjanareksturs hjá Orku náttúrunnar.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar