Leikjafræði Haukur Örn Birgisson skrifar 5. mars 2019 07:00 Nokkur verkalýðsfélög ætla nú í verkföll eftir að hafa slitið kjaraviðræðum. Fyrsta verkfallið var samþykkt með 89% greiddra atkvæða. Þrátt fyrir afgerandi niðurstöðu hafa Samtök atvinnulífsins höfðað dómsmál fyrir Félagsdómi til að fá skorið úr um lögmæti verkfallsins. Hvað sem líður lögfræðilegri niðurstöðu málsins, þá hlýtur fyrirkomulag kosninganna að teljast áhugavert. Í kosningunum hjá Eflingu voru 7.950 félagsmenn með atkvæðisrétt. Þessir félagsmenn gegna alls konar störfum og reyndar er það svo að langflestir þeirra, eða 91%, starfa ekki við ræstingar á hótelum. Verkfallinu er hins vegar einungis ætlað að taka til þeirra 700 félagsmanna sem starfa við slíkar ræstingar. Efling ákvað að nýta sér ekki heimild í lögum um stéttarfélög og vinnudeilur, sem heimilar eingöngu þeim sem verkfallið tekur til, að kjósa um það hvort farið skuli í verkfall. Í þessum kosningum fengu allir að kjósa um það hvort lítill hluti félagsmanna færi í verkfall. Í verkfallskosningunni tóku þátt 862 félagsmenn og af þeim voru 769 sem greiddu atkvæði með verkfalli ræstingarfólksins. Það þýðir að 9,7% félagsmanna fá að senda heila starfsstétt í verkfall. Til að bæta gráu ofan á svart, þar sem kosningin var leynileg, er útilokað að vita hvort nokkur einasta manneskja sem starfar við ræstingar hafi kosið með því að fara í verkfall. Það gæti meira að segja verið svo að öll hafi þau kosið gegn verkfalli! En í krafti „meirihlutakosningar“ verður fámennur hópur sendur út á vígvöllinn, í von um að vinnustöðvun hans dugi til þess að knýja fram kjarabætur fyrir alla hina, sem koma ekki nálægt ræstingum á sínum vinnustað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Sjá meira
Nokkur verkalýðsfélög ætla nú í verkföll eftir að hafa slitið kjaraviðræðum. Fyrsta verkfallið var samþykkt með 89% greiddra atkvæða. Þrátt fyrir afgerandi niðurstöðu hafa Samtök atvinnulífsins höfðað dómsmál fyrir Félagsdómi til að fá skorið úr um lögmæti verkfallsins. Hvað sem líður lögfræðilegri niðurstöðu málsins, þá hlýtur fyrirkomulag kosninganna að teljast áhugavert. Í kosningunum hjá Eflingu voru 7.950 félagsmenn með atkvæðisrétt. Þessir félagsmenn gegna alls konar störfum og reyndar er það svo að langflestir þeirra, eða 91%, starfa ekki við ræstingar á hótelum. Verkfallinu er hins vegar einungis ætlað að taka til þeirra 700 félagsmanna sem starfa við slíkar ræstingar. Efling ákvað að nýta sér ekki heimild í lögum um stéttarfélög og vinnudeilur, sem heimilar eingöngu þeim sem verkfallið tekur til, að kjósa um það hvort farið skuli í verkfall. Í þessum kosningum fengu allir að kjósa um það hvort lítill hluti félagsmanna færi í verkfall. Í verkfallskosningunni tóku þátt 862 félagsmenn og af þeim voru 769 sem greiddu atkvæði með verkfalli ræstingarfólksins. Það þýðir að 9,7% félagsmanna fá að senda heila starfsstétt í verkfall. Til að bæta gráu ofan á svart, þar sem kosningin var leynileg, er útilokað að vita hvort nokkur einasta manneskja sem starfar við ræstingar hafi kosið með því að fara í verkfall. Það gæti meira að segja verið svo að öll hafi þau kosið gegn verkfalli! En í krafti „meirihlutakosningar“ verður fámennur hópur sendur út á vígvöllinn, í von um að vinnustöðvun hans dugi til þess að knýja fram kjarabætur fyrir alla hina, sem koma ekki nálægt ræstingum á sínum vinnustað.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar