Kæra Lilja Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir skrifar 7. mars 2019 10:17 Kæra Lilja. Nú höfum við hjá Sambandi íslenska framhaldsskólanema fylgst með störfum þínum sem menntamálaráðherra í rúmt ár. Ég hef fylgst með þinni velvild og baráttugleði sem menntamálaráðherra og er mér ljóst að þér er mjög annt um framhaldsskólanemendur. Nú þegar fjármálaáætlun ríkisins til ársins 2022 er til umræðu vil ég hvetja þig til að huga að okkur nemendunum og hagsmunum okkar. Ég hef oft heyrt frá þér, bæði í þingræðum og opinberlega, að þú viljir sjá betra aðgengi að sálfræðiþjónustu fyrir framhaldsskólanemendur og er ég svo innilega sammála þér og nemendur líka, en sambandsstjórn SÍF, sem samanstendur af fulltrúum frá öllum nemendafélögum hefur undanfarin ár þrisvar sent frá sér ályktun þar sem óskað er eftir því að boðið sé upp á sálfræðiþjónustu innan veggja skólanna. Nemendur hafa sterka trú á að þú, í góðri samvinnu við Svandísi, getir látið það verða að veruleika. Það þarf hinsvegar að gera ráð fyrir þjónustunni í fjármálaætluninni góðu en við viljum sjá tryggt að um áramótin mun sálfræðingur hafa viðveru í öllum framhaldsskólum landsins, tímafjöldi í viku fer eftir stærð skóla og eftirspurn. Það er okkar mat að ekki sé nóg að sálfræðingur sé á heilsugæslustöðvum heldur nauðsynlegt að hann sé með viðverutíma í skólum. Hinn andlegi þröskuldur að stíga inn á heilsugæslustöð vegna geðheilsuvandamála er oft of mikill og er því mikilvægt að sálfræðingur sé í nærumhverfi nemenda. Þetta mál hefur verið í vinnslu lengi, en þörfin er brýn. Við hvetjum þig til þess að klára þetta með því að setja þetta inn í fjármálaáætlunina. Hversu lengi þurfa nemendur sem vantar hjálp að bíða? Það hefur heldur ekki farið fram hjá neinum að málefni nemenda með annað móðurmál en íslensku er eitt af þínum hjartans málum og höfum við hjá SÍF við fengið að heyra fögur orð í okkar garð varðandi verkefni okkar í þeim málum. Í framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda fyrir árin 2016–2019 er stefnt af því að ekki greinist munur á brottfalli erlenda og íslenskra nemenda. Samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar er þetta markmið ekki að verða að raunveruleika og mælist brottfall nemenda með annað móðurmál en íslensku umtalsvert hærra en annarra nemenda. Líkt og þú viljum við snúa þessum tölum við og að nemendum af erlendum uppruna líði vel í íslenska skólakerfinu. Við vitum líka báðar að til þess að svo megi verða verður að tryggja málaflokknum fjármagn. Við hjá SÍF erum í miklum samskiptum við erlenda nemendur og skulum glöð vinna með þér og þínu góða starfsfólki í ráðuneytinu við gerð áætlunar við að snúa fyrrgreindum brottfallstölum við. Okkur þykir frábært að heyra að þú vitir vel af þessum málefnum og þetta sé hópur sem er verið að hlusta á, og við hvetjum þig sterkt áfram til þess að tryggja að fjármagn muni fylgja þessu frábæra markmiði. Samband íslenskra framhaldsskólanema er hagsmunafélag ríflega 20.000 framhaldsskólanema, og eiga nemendafélög allra 31 framhaldsskóla landsins aðild að sambandinu. SÍF stendur fyrir m.a. lýðræðislegum landsfundum þar sem málefni framhaldsskólanema eru rædd, berst fyrir bættum hag nemenda sem tilheyra minnihlutahópum, er fengið til ráðgjafar í málefnum er varða nemendur, og ritar umsagnir um þingsályktunartillögur. Það er hinsvegar okkar upplifun að hagsmunir framhaldsskólanema séu ekki endilega ofarlega á forgangslista stjórnvalda þar sem félagið hefur nú verið án rekstrarsamnings í rúm þrjú ár. Við höfum hinsvegar fulla trú á því að þú getir bætt úr aðstæðum okkar og hvetjum við þig til þess að ganga til samninga við okkur. Við höfum mikla trú á þinni sýn í menntamálum og hlökkum mikið til komandi samstarfs.Höfundur er formaður Sambands íslenskra framhaldskólanema. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Kæra Lilja. Nú höfum við hjá Sambandi íslenska framhaldsskólanema fylgst með störfum þínum sem menntamálaráðherra í rúmt ár. Ég hef fylgst með þinni velvild og baráttugleði sem menntamálaráðherra og er mér ljóst að þér er mjög annt um framhaldsskólanemendur. Nú þegar fjármálaáætlun ríkisins til ársins 2022 er til umræðu vil ég hvetja þig til að huga að okkur nemendunum og hagsmunum okkar. Ég hef oft heyrt frá þér, bæði í þingræðum og opinberlega, að þú viljir sjá betra aðgengi að sálfræðiþjónustu fyrir framhaldsskólanemendur og er ég svo innilega sammála þér og nemendur líka, en sambandsstjórn SÍF, sem samanstendur af fulltrúum frá öllum nemendafélögum hefur undanfarin ár þrisvar sent frá sér ályktun þar sem óskað er eftir því að boðið sé upp á sálfræðiþjónustu innan veggja skólanna. Nemendur hafa sterka trú á að þú, í góðri samvinnu við Svandísi, getir látið það verða að veruleika. Það þarf hinsvegar að gera ráð fyrir þjónustunni í fjármálaætluninni góðu en við viljum sjá tryggt að um áramótin mun sálfræðingur hafa viðveru í öllum framhaldsskólum landsins, tímafjöldi í viku fer eftir stærð skóla og eftirspurn. Það er okkar mat að ekki sé nóg að sálfræðingur sé á heilsugæslustöðvum heldur nauðsynlegt að hann sé með viðverutíma í skólum. Hinn andlegi þröskuldur að stíga inn á heilsugæslustöð vegna geðheilsuvandamála er oft of mikill og er því mikilvægt að sálfræðingur sé í nærumhverfi nemenda. Þetta mál hefur verið í vinnslu lengi, en þörfin er brýn. Við hvetjum þig til þess að klára þetta með því að setja þetta inn í fjármálaáætlunina. Hversu lengi þurfa nemendur sem vantar hjálp að bíða? Það hefur heldur ekki farið fram hjá neinum að málefni nemenda með annað móðurmál en íslensku er eitt af þínum hjartans málum og höfum við hjá SÍF við fengið að heyra fögur orð í okkar garð varðandi verkefni okkar í þeim málum. Í framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda fyrir árin 2016–2019 er stefnt af því að ekki greinist munur á brottfalli erlenda og íslenskra nemenda. Samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar er þetta markmið ekki að verða að raunveruleika og mælist brottfall nemenda með annað móðurmál en íslensku umtalsvert hærra en annarra nemenda. Líkt og þú viljum við snúa þessum tölum við og að nemendum af erlendum uppruna líði vel í íslenska skólakerfinu. Við vitum líka báðar að til þess að svo megi verða verður að tryggja málaflokknum fjármagn. Við hjá SÍF erum í miklum samskiptum við erlenda nemendur og skulum glöð vinna með þér og þínu góða starfsfólki í ráðuneytinu við gerð áætlunar við að snúa fyrrgreindum brottfallstölum við. Okkur þykir frábært að heyra að þú vitir vel af þessum málefnum og þetta sé hópur sem er verið að hlusta á, og við hvetjum þig sterkt áfram til þess að tryggja að fjármagn muni fylgja þessu frábæra markmiði. Samband íslenskra framhaldsskólanema er hagsmunafélag ríflega 20.000 framhaldsskólanema, og eiga nemendafélög allra 31 framhaldsskóla landsins aðild að sambandinu. SÍF stendur fyrir m.a. lýðræðislegum landsfundum þar sem málefni framhaldsskólanema eru rædd, berst fyrir bættum hag nemenda sem tilheyra minnihlutahópum, er fengið til ráðgjafar í málefnum er varða nemendur, og ritar umsagnir um þingsályktunartillögur. Það er hinsvegar okkar upplifun að hagsmunir framhaldsskólanema séu ekki endilega ofarlega á forgangslista stjórnvalda þar sem félagið hefur nú verið án rekstrarsamnings í rúm þrjú ár. Við höfum hinsvegar fulla trú á því að þú getir bætt úr aðstæðum okkar og hvetjum við þig til þess að ganga til samninga við okkur. Við höfum mikla trú á þinni sýn í menntamálum og hlökkum mikið til komandi samstarfs.Höfundur er formaður Sambands íslenskra framhaldskólanema.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun