Kæra Lilja Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir skrifar 7. mars 2019 10:17 Kæra Lilja. Nú höfum við hjá Sambandi íslenska framhaldsskólanema fylgst með störfum þínum sem menntamálaráðherra í rúmt ár. Ég hef fylgst með þinni velvild og baráttugleði sem menntamálaráðherra og er mér ljóst að þér er mjög annt um framhaldsskólanemendur. Nú þegar fjármálaáætlun ríkisins til ársins 2022 er til umræðu vil ég hvetja þig til að huga að okkur nemendunum og hagsmunum okkar. Ég hef oft heyrt frá þér, bæði í þingræðum og opinberlega, að þú viljir sjá betra aðgengi að sálfræðiþjónustu fyrir framhaldsskólanemendur og er ég svo innilega sammála þér og nemendur líka, en sambandsstjórn SÍF, sem samanstendur af fulltrúum frá öllum nemendafélögum hefur undanfarin ár þrisvar sent frá sér ályktun þar sem óskað er eftir því að boðið sé upp á sálfræðiþjónustu innan veggja skólanna. Nemendur hafa sterka trú á að þú, í góðri samvinnu við Svandísi, getir látið það verða að veruleika. Það þarf hinsvegar að gera ráð fyrir þjónustunni í fjármálaætluninni góðu en við viljum sjá tryggt að um áramótin mun sálfræðingur hafa viðveru í öllum framhaldsskólum landsins, tímafjöldi í viku fer eftir stærð skóla og eftirspurn. Það er okkar mat að ekki sé nóg að sálfræðingur sé á heilsugæslustöðvum heldur nauðsynlegt að hann sé með viðverutíma í skólum. Hinn andlegi þröskuldur að stíga inn á heilsugæslustöð vegna geðheilsuvandamála er oft of mikill og er því mikilvægt að sálfræðingur sé í nærumhverfi nemenda. Þetta mál hefur verið í vinnslu lengi, en þörfin er brýn. Við hvetjum þig til þess að klára þetta með því að setja þetta inn í fjármálaáætlunina. Hversu lengi þurfa nemendur sem vantar hjálp að bíða? Það hefur heldur ekki farið fram hjá neinum að málefni nemenda með annað móðurmál en íslensku er eitt af þínum hjartans málum og höfum við hjá SÍF við fengið að heyra fögur orð í okkar garð varðandi verkefni okkar í þeim málum. Í framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda fyrir árin 2016–2019 er stefnt af því að ekki greinist munur á brottfalli erlenda og íslenskra nemenda. Samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar er þetta markmið ekki að verða að raunveruleika og mælist brottfall nemenda með annað móðurmál en íslensku umtalsvert hærra en annarra nemenda. Líkt og þú viljum við snúa þessum tölum við og að nemendum af erlendum uppruna líði vel í íslenska skólakerfinu. Við vitum líka báðar að til þess að svo megi verða verður að tryggja málaflokknum fjármagn. Við hjá SÍF erum í miklum samskiptum við erlenda nemendur og skulum glöð vinna með þér og þínu góða starfsfólki í ráðuneytinu við gerð áætlunar við að snúa fyrrgreindum brottfallstölum við. Okkur þykir frábært að heyra að þú vitir vel af þessum málefnum og þetta sé hópur sem er verið að hlusta á, og við hvetjum þig sterkt áfram til þess að tryggja að fjármagn muni fylgja þessu frábæra markmiði. Samband íslenskra framhaldsskólanema er hagsmunafélag ríflega 20.000 framhaldsskólanema, og eiga nemendafélög allra 31 framhaldsskóla landsins aðild að sambandinu. SÍF stendur fyrir m.a. lýðræðislegum landsfundum þar sem málefni framhaldsskólanema eru rædd, berst fyrir bættum hag nemenda sem tilheyra minnihlutahópum, er fengið til ráðgjafar í málefnum er varða nemendur, og ritar umsagnir um þingsályktunartillögur. Það er hinsvegar okkar upplifun að hagsmunir framhaldsskólanema séu ekki endilega ofarlega á forgangslista stjórnvalda þar sem félagið hefur nú verið án rekstrarsamnings í rúm þrjú ár. Við höfum hinsvegar fulla trú á því að þú getir bætt úr aðstæðum okkar og hvetjum við þig til þess að ganga til samninga við okkur. Við höfum mikla trú á þinni sýn í menntamálum og hlökkum mikið til komandi samstarfs.Höfundur er formaður Sambands íslenskra framhaldskólanema. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Sjá meira
Kæra Lilja. Nú höfum við hjá Sambandi íslenska framhaldsskólanema fylgst með störfum þínum sem menntamálaráðherra í rúmt ár. Ég hef fylgst með þinni velvild og baráttugleði sem menntamálaráðherra og er mér ljóst að þér er mjög annt um framhaldsskólanemendur. Nú þegar fjármálaáætlun ríkisins til ársins 2022 er til umræðu vil ég hvetja þig til að huga að okkur nemendunum og hagsmunum okkar. Ég hef oft heyrt frá þér, bæði í þingræðum og opinberlega, að þú viljir sjá betra aðgengi að sálfræðiþjónustu fyrir framhaldsskólanemendur og er ég svo innilega sammála þér og nemendur líka, en sambandsstjórn SÍF, sem samanstendur af fulltrúum frá öllum nemendafélögum hefur undanfarin ár þrisvar sent frá sér ályktun þar sem óskað er eftir því að boðið sé upp á sálfræðiþjónustu innan veggja skólanna. Nemendur hafa sterka trú á að þú, í góðri samvinnu við Svandísi, getir látið það verða að veruleika. Það þarf hinsvegar að gera ráð fyrir þjónustunni í fjármálaætluninni góðu en við viljum sjá tryggt að um áramótin mun sálfræðingur hafa viðveru í öllum framhaldsskólum landsins, tímafjöldi í viku fer eftir stærð skóla og eftirspurn. Það er okkar mat að ekki sé nóg að sálfræðingur sé á heilsugæslustöðvum heldur nauðsynlegt að hann sé með viðverutíma í skólum. Hinn andlegi þröskuldur að stíga inn á heilsugæslustöð vegna geðheilsuvandamála er oft of mikill og er því mikilvægt að sálfræðingur sé í nærumhverfi nemenda. Þetta mál hefur verið í vinnslu lengi, en þörfin er brýn. Við hvetjum þig til þess að klára þetta með því að setja þetta inn í fjármálaáætlunina. Hversu lengi þurfa nemendur sem vantar hjálp að bíða? Það hefur heldur ekki farið fram hjá neinum að málefni nemenda með annað móðurmál en íslensku er eitt af þínum hjartans málum og höfum við hjá SÍF við fengið að heyra fögur orð í okkar garð varðandi verkefni okkar í þeim málum. Í framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda fyrir árin 2016–2019 er stefnt af því að ekki greinist munur á brottfalli erlenda og íslenskra nemenda. Samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar er þetta markmið ekki að verða að raunveruleika og mælist brottfall nemenda með annað móðurmál en íslensku umtalsvert hærra en annarra nemenda. Líkt og þú viljum við snúa þessum tölum við og að nemendum af erlendum uppruna líði vel í íslenska skólakerfinu. Við vitum líka báðar að til þess að svo megi verða verður að tryggja málaflokknum fjármagn. Við hjá SÍF erum í miklum samskiptum við erlenda nemendur og skulum glöð vinna með þér og þínu góða starfsfólki í ráðuneytinu við gerð áætlunar við að snúa fyrrgreindum brottfallstölum við. Okkur þykir frábært að heyra að þú vitir vel af þessum málefnum og þetta sé hópur sem er verið að hlusta á, og við hvetjum þig sterkt áfram til þess að tryggja að fjármagn muni fylgja þessu frábæra markmiði. Samband íslenskra framhaldsskólanema er hagsmunafélag ríflega 20.000 framhaldsskólanema, og eiga nemendafélög allra 31 framhaldsskóla landsins aðild að sambandinu. SÍF stendur fyrir m.a. lýðræðislegum landsfundum þar sem málefni framhaldsskólanema eru rædd, berst fyrir bættum hag nemenda sem tilheyra minnihlutahópum, er fengið til ráðgjafar í málefnum er varða nemendur, og ritar umsagnir um þingsályktunartillögur. Það er hinsvegar okkar upplifun að hagsmunir framhaldsskólanema séu ekki endilega ofarlega á forgangslista stjórnvalda þar sem félagið hefur nú verið án rekstrarsamnings í rúm þrjú ár. Við höfum hinsvegar fulla trú á því að þú getir bætt úr aðstæðum okkar og hvetjum við þig til þess að ganga til samninga við okkur. Við höfum mikla trú á þinni sýn í menntamálum og hlökkum mikið til komandi samstarfs.Höfundur er formaður Sambands íslenskra framhaldskólanema.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun