Kæra Lilja Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir skrifar 7. mars 2019 10:17 Kæra Lilja. Nú höfum við hjá Sambandi íslenska framhaldsskólanema fylgst með störfum þínum sem menntamálaráðherra í rúmt ár. Ég hef fylgst með þinni velvild og baráttugleði sem menntamálaráðherra og er mér ljóst að þér er mjög annt um framhaldsskólanemendur. Nú þegar fjármálaáætlun ríkisins til ársins 2022 er til umræðu vil ég hvetja þig til að huga að okkur nemendunum og hagsmunum okkar. Ég hef oft heyrt frá þér, bæði í þingræðum og opinberlega, að þú viljir sjá betra aðgengi að sálfræðiþjónustu fyrir framhaldsskólanemendur og er ég svo innilega sammála þér og nemendur líka, en sambandsstjórn SÍF, sem samanstendur af fulltrúum frá öllum nemendafélögum hefur undanfarin ár þrisvar sent frá sér ályktun þar sem óskað er eftir því að boðið sé upp á sálfræðiþjónustu innan veggja skólanna. Nemendur hafa sterka trú á að þú, í góðri samvinnu við Svandísi, getir látið það verða að veruleika. Það þarf hinsvegar að gera ráð fyrir þjónustunni í fjármálaætluninni góðu en við viljum sjá tryggt að um áramótin mun sálfræðingur hafa viðveru í öllum framhaldsskólum landsins, tímafjöldi í viku fer eftir stærð skóla og eftirspurn. Það er okkar mat að ekki sé nóg að sálfræðingur sé á heilsugæslustöðvum heldur nauðsynlegt að hann sé með viðverutíma í skólum. Hinn andlegi þröskuldur að stíga inn á heilsugæslustöð vegna geðheilsuvandamála er oft of mikill og er því mikilvægt að sálfræðingur sé í nærumhverfi nemenda. Þetta mál hefur verið í vinnslu lengi, en þörfin er brýn. Við hvetjum þig til þess að klára þetta með því að setja þetta inn í fjármálaáætlunina. Hversu lengi þurfa nemendur sem vantar hjálp að bíða? Það hefur heldur ekki farið fram hjá neinum að málefni nemenda með annað móðurmál en íslensku er eitt af þínum hjartans málum og höfum við hjá SÍF við fengið að heyra fögur orð í okkar garð varðandi verkefni okkar í þeim málum. Í framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda fyrir árin 2016–2019 er stefnt af því að ekki greinist munur á brottfalli erlenda og íslenskra nemenda. Samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar er þetta markmið ekki að verða að raunveruleika og mælist brottfall nemenda með annað móðurmál en íslensku umtalsvert hærra en annarra nemenda. Líkt og þú viljum við snúa þessum tölum við og að nemendum af erlendum uppruna líði vel í íslenska skólakerfinu. Við vitum líka báðar að til þess að svo megi verða verður að tryggja málaflokknum fjármagn. Við hjá SÍF erum í miklum samskiptum við erlenda nemendur og skulum glöð vinna með þér og þínu góða starfsfólki í ráðuneytinu við gerð áætlunar við að snúa fyrrgreindum brottfallstölum við. Okkur þykir frábært að heyra að þú vitir vel af þessum málefnum og þetta sé hópur sem er verið að hlusta á, og við hvetjum þig sterkt áfram til þess að tryggja að fjármagn muni fylgja þessu frábæra markmiði. Samband íslenskra framhaldsskólanema er hagsmunafélag ríflega 20.000 framhaldsskólanema, og eiga nemendafélög allra 31 framhaldsskóla landsins aðild að sambandinu. SÍF stendur fyrir m.a. lýðræðislegum landsfundum þar sem málefni framhaldsskólanema eru rædd, berst fyrir bættum hag nemenda sem tilheyra minnihlutahópum, er fengið til ráðgjafar í málefnum er varða nemendur, og ritar umsagnir um þingsályktunartillögur. Það er hinsvegar okkar upplifun að hagsmunir framhaldsskólanema séu ekki endilega ofarlega á forgangslista stjórnvalda þar sem félagið hefur nú verið án rekstrarsamnings í rúm þrjú ár. Við höfum hinsvegar fulla trú á því að þú getir bætt úr aðstæðum okkar og hvetjum við þig til þess að ganga til samninga við okkur. Við höfum mikla trú á þinni sýn í menntamálum og hlökkum mikið til komandi samstarfs.Höfundur er formaður Sambands íslenskra framhaldskólanema. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Kæra Lilja. Nú höfum við hjá Sambandi íslenska framhaldsskólanema fylgst með störfum þínum sem menntamálaráðherra í rúmt ár. Ég hef fylgst með þinni velvild og baráttugleði sem menntamálaráðherra og er mér ljóst að þér er mjög annt um framhaldsskólanemendur. Nú þegar fjármálaáætlun ríkisins til ársins 2022 er til umræðu vil ég hvetja þig til að huga að okkur nemendunum og hagsmunum okkar. Ég hef oft heyrt frá þér, bæði í þingræðum og opinberlega, að þú viljir sjá betra aðgengi að sálfræðiþjónustu fyrir framhaldsskólanemendur og er ég svo innilega sammála þér og nemendur líka, en sambandsstjórn SÍF, sem samanstendur af fulltrúum frá öllum nemendafélögum hefur undanfarin ár þrisvar sent frá sér ályktun þar sem óskað er eftir því að boðið sé upp á sálfræðiþjónustu innan veggja skólanna. Nemendur hafa sterka trú á að þú, í góðri samvinnu við Svandísi, getir látið það verða að veruleika. Það þarf hinsvegar að gera ráð fyrir þjónustunni í fjármálaætluninni góðu en við viljum sjá tryggt að um áramótin mun sálfræðingur hafa viðveru í öllum framhaldsskólum landsins, tímafjöldi í viku fer eftir stærð skóla og eftirspurn. Það er okkar mat að ekki sé nóg að sálfræðingur sé á heilsugæslustöðvum heldur nauðsynlegt að hann sé með viðverutíma í skólum. Hinn andlegi þröskuldur að stíga inn á heilsugæslustöð vegna geðheilsuvandamála er oft of mikill og er því mikilvægt að sálfræðingur sé í nærumhverfi nemenda. Þetta mál hefur verið í vinnslu lengi, en þörfin er brýn. Við hvetjum þig til þess að klára þetta með því að setja þetta inn í fjármálaáætlunina. Hversu lengi þurfa nemendur sem vantar hjálp að bíða? Það hefur heldur ekki farið fram hjá neinum að málefni nemenda með annað móðurmál en íslensku er eitt af þínum hjartans málum og höfum við hjá SÍF við fengið að heyra fögur orð í okkar garð varðandi verkefni okkar í þeim málum. Í framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda fyrir árin 2016–2019 er stefnt af því að ekki greinist munur á brottfalli erlenda og íslenskra nemenda. Samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar er þetta markmið ekki að verða að raunveruleika og mælist brottfall nemenda með annað móðurmál en íslensku umtalsvert hærra en annarra nemenda. Líkt og þú viljum við snúa þessum tölum við og að nemendum af erlendum uppruna líði vel í íslenska skólakerfinu. Við vitum líka báðar að til þess að svo megi verða verður að tryggja málaflokknum fjármagn. Við hjá SÍF erum í miklum samskiptum við erlenda nemendur og skulum glöð vinna með þér og þínu góða starfsfólki í ráðuneytinu við gerð áætlunar við að snúa fyrrgreindum brottfallstölum við. Okkur þykir frábært að heyra að þú vitir vel af þessum málefnum og þetta sé hópur sem er verið að hlusta á, og við hvetjum þig sterkt áfram til þess að tryggja að fjármagn muni fylgja þessu frábæra markmiði. Samband íslenskra framhaldsskólanema er hagsmunafélag ríflega 20.000 framhaldsskólanema, og eiga nemendafélög allra 31 framhaldsskóla landsins aðild að sambandinu. SÍF stendur fyrir m.a. lýðræðislegum landsfundum þar sem málefni framhaldsskólanema eru rædd, berst fyrir bættum hag nemenda sem tilheyra minnihlutahópum, er fengið til ráðgjafar í málefnum er varða nemendur, og ritar umsagnir um þingsályktunartillögur. Það er hinsvegar okkar upplifun að hagsmunir framhaldsskólanema séu ekki endilega ofarlega á forgangslista stjórnvalda þar sem félagið hefur nú verið án rekstrarsamnings í rúm þrjú ár. Við höfum hinsvegar fulla trú á því að þú getir bætt úr aðstæðum okkar og hvetjum við þig til þess að ganga til samninga við okkur. Við höfum mikla trú á þinni sýn í menntamálum og hlökkum mikið til komandi samstarfs.Höfundur er formaður Sambands íslenskra framhaldskólanema.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun