Brotið glerþak til frambúðar Sigyn Jónsdóttir skrifar 8. mars 2019 08:00 Þegar ég var fimm ára hóf ég píanónám í kjallara við Garðastræti. Í upphafi voru lögin einföld og skalarnir mestmegnis á hvítu nótunum. Eftir því sem tíminn leið jókst þörfin til æfinga og stærsta hindrunin var yfirleitt samhæfing vinstri og hægri handar. Þær áttu ekki að spila sama stefið, jafnvel ekki sama rytmann! Þaulæfa fyrst vinstri og hægri í sitthvoru lagi og sameina svo, það var trikkið. Bara æfa sig betur og viti menn – það borgaði sig. Lag eftir lag. Tónleika eftir tónleika. Það var einstök tilfinning að æfa upp ný verk og njóta þess að spila hispurslaust eftir langt og strangt æfingaferli.Ósýnilegar hindranir Við höfum öll þurft að yfirstíga hindranir í einhverri mynd. Sigrast á ótta, leggja hart að okkur eða færa fórnir til að ná markmiðum okkar. Sumar hindranir eru óáþreifanlegar, eins og feimni í samskiptum eða skortur á samhæfingu í píanónámi. Aðrar hindranir eru áþreifanlegar, eins og grindur í grindahlaupi eða veggur á landamærum ríkja. Margar hindranir eru bundnar við stöðu í samfélaginu, líkamsbyggingu, uppruna eða kyn. Oft eru hindranir sprottnar af fordómum og um leið skapaðar af manninum sjálfum. Sumar hindranir eru eðlilegur hluti af þroska fólks og aðrar standa beinlínis í vegi fyrir framþróun samfélagsins. Glerþakið svokallaða er skilgreint sem ósýnileg hindrun á frama kvenna í atvinnulífinu. Mörg okkar hafa rekist harkalega á þetta þak sem heldur niðri konum og minnihlutahópum um allan heim, en hversu alvarleg er staðan á Íslandi? Rýnum aðeins í tölfræði um valdastöður í íslensku samfélagi. Hlutfall kvenna á Alþingi hefur ekki verið lægra síðan árið 2007, þar eru konur rúm 35%. Í þeim 18 fyrirtækjum sem skráð eru í Kauphöll Íslands eru 18 karlar æðstu stjórnendur, engin kona. Konur stýra innan við 10% af 400 stærstu fyrirtækjum landsins og 14 karlar hafa verið ráðnir forstjórar hjá skráðum fyrirtækjum síðan árið 2012, engin kona. Hvernig getur þetta talist ásættanlegt?Við töpum öll án jafnréttis Á Íslandi hefur verið unnið gífurlega öflugt starf í þágu jafnréttis svo áratugum skiptir en kraftmiklar byltingar samtímans virðast ekki hafa náð á toppinn. Hér eru einungis karlmenn á tónleikadagskránni. Æfa þeir sig meira? Er þeirra samhæfing betri? Eða höfum við sem samfélag ákveðið að lifa með glerþakinu? Samkvæmt skýrslu sem gefin var út á vegum Sameinuðu þjóðanna vegna markmiða þeirra um sjálfbæra þróun hefur jafnrétti kynjanna bein áhrif á efnahagslíf heimsins. Arðsemi eigna (ROA), arðsemi eigin fjár (ROE) og hagnaður á hlut (EPS) færast til betri vegar og flökt þeirra minnkar ef konur eru á meðal stjórnenda. Þá er talið að konur gætu bætt um 285 milljörðum dollara við efnahagslíf heimsins. Jafnréttið sem Íslendingar eru svo stoltir af hefur ekki náð inn í viðskiptalífið og með þessu áframhaldi töpum við öll. Að ætla sér stóra hluti sem kona í viðskiptalífinu er eins og að æfa sig á píanó með aðra hendi bundna fyrir aftan bak og enga tilsögn kennara. Svo þegar menntun okkar og reynsla eru á pari við karlana eru tónleikarnir fullbókaðir, engar stöður í boði. Við uppskerum ekki eins og við sáum. Það er ekki pláss fyrir konur á toppnum.Brjótum glerþakið ofan frá Ungar athafnakonur halda ráðstefnu þann 16. mars næstkomandi sem ber yfirskriftina Brotið glerþak til frambúðar. Með ráðstefnunni vill félagið vekja athygli stjórnvalda og leiðtoga í íslensku atvinnulífi á framtíð ungra kvenna. Fyrri kynslóðir kvenna sem standa undir glerþakinu hafa án árangurs reynt að brjóta sér leið í gegn en það er á ábyrgð okkar allra að skapa jafnrétti. Ég skora á stjórnir fyrirtækja að velta fyrir sér töpuðum tækifærum við óbreytta stöðu. Ég skora á æðstu stjórnendur í Kauphöll Íslands að sýna hugrekki og skapa pláss fyrir fjölbreytni í íslensku viðskiptalífi. Það þarf að færa fórnir og rugga bátnum en ávinningurinn er skýr og enginn er ómissandi. Nú er kominn tími á að þeir sem standa ofan á glerinu stígi fast niður fæti og mölbrjóti þetta mikla samfélagsmein. Glerþakið má brjóta frá báðum hliðum.Höfundur er formaður Ungra athafnakvenna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég var fimm ára hóf ég píanónám í kjallara við Garðastræti. Í upphafi voru lögin einföld og skalarnir mestmegnis á hvítu nótunum. Eftir því sem tíminn leið jókst þörfin til æfinga og stærsta hindrunin var yfirleitt samhæfing vinstri og hægri handar. Þær áttu ekki að spila sama stefið, jafnvel ekki sama rytmann! Þaulæfa fyrst vinstri og hægri í sitthvoru lagi og sameina svo, það var trikkið. Bara æfa sig betur og viti menn – það borgaði sig. Lag eftir lag. Tónleika eftir tónleika. Það var einstök tilfinning að æfa upp ný verk og njóta þess að spila hispurslaust eftir langt og strangt æfingaferli.Ósýnilegar hindranir Við höfum öll þurft að yfirstíga hindranir í einhverri mynd. Sigrast á ótta, leggja hart að okkur eða færa fórnir til að ná markmiðum okkar. Sumar hindranir eru óáþreifanlegar, eins og feimni í samskiptum eða skortur á samhæfingu í píanónámi. Aðrar hindranir eru áþreifanlegar, eins og grindur í grindahlaupi eða veggur á landamærum ríkja. Margar hindranir eru bundnar við stöðu í samfélaginu, líkamsbyggingu, uppruna eða kyn. Oft eru hindranir sprottnar af fordómum og um leið skapaðar af manninum sjálfum. Sumar hindranir eru eðlilegur hluti af þroska fólks og aðrar standa beinlínis í vegi fyrir framþróun samfélagsins. Glerþakið svokallaða er skilgreint sem ósýnileg hindrun á frama kvenna í atvinnulífinu. Mörg okkar hafa rekist harkalega á þetta þak sem heldur niðri konum og minnihlutahópum um allan heim, en hversu alvarleg er staðan á Íslandi? Rýnum aðeins í tölfræði um valdastöður í íslensku samfélagi. Hlutfall kvenna á Alþingi hefur ekki verið lægra síðan árið 2007, þar eru konur rúm 35%. Í þeim 18 fyrirtækjum sem skráð eru í Kauphöll Íslands eru 18 karlar æðstu stjórnendur, engin kona. Konur stýra innan við 10% af 400 stærstu fyrirtækjum landsins og 14 karlar hafa verið ráðnir forstjórar hjá skráðum fyrirtækjum síðan árið 2012, engin kona. Hvernig getur þetta talist ásættanlegt?Við töpum öll án jafnréttis Á Íslandi hefur verið unnið gífurlega öflugt starf í þágu jafnréttis svo áratugum skiptir en kraftmiklar byltingar samtímans virðast ekki hafa náð á toppinn. Hér eru einungis karlmenn á tónleikadagskránni. Æfa þeir sig meira? Er þeirra samhæfing betri? Eða höfum við sem samfélag ákveðið að lifa með glerþakinu? Samkvæmt skýrslu sem gefin var út á vegum Sameinuðu þjóðanna vegna markmiða þeirra um sjálfbæra þróun hefur jafnrétti kynjanna bein áhrif á efnahagslíf heimsins. Arðsemi eigna (ROA), arðsemi eigin fjár (ROE) og hagnaður á hlut (EPS) færast til betri vegar og flökt þeirra minnkar ef konur eru á meðal stjórnenda. Þá er talið að konur gætu bætt um 285 milljörðum dollara við efnahagslíf heimsins. Jafnréttið sem Íslendingar eru svo stoltir af hefur ekki náð inn í viðskiptalífið og með þessu áframhaldi töpum við öll. Að ætla sér stóra hluti sem kona í viðskiptalífinu er eins og að æfa sig á píanó með aðra hendi bundna fyrir aftan bak og enga tilsögn kennara. Svo þegar menntun okkar og reynsla eru á pari við karlana eru tónleikarnir fullbókaðir, engar stöður í boði. Við uppskerum ekki eins og við sáum. Það er ekki pláss fyrir konur á toppnum.Brjótum glerþakið ofan frá Ungar athafnakonur halda ráðstefnu þann 16. mars næstkomandi sem ber yfirskriftina Brotið glerþak til frambúðar. Með ráðstefnunni vill félagið vekja athygli stjórnvalda og leiðtoga í íslensku atvinnulífi á framtíð ungra kvenna. Fyrri kynslóðir kvenna sem standa undir glerþakinu hafa án árangurs reynt að brjóta sér leið í gegn en það er á ábyrgð okkar allra að skapa jafnrétti. Ég skora á stjórnir fyrirtækja að velta fyrir sér töpuðum tækifærum við óbreytta stöðu. Ég skora á æðstu stjórnendur í Kauphöll Íslands að sýna hugrekki og skapa pláss fyrir fjölbreytni í íslensku viðskiptalífi. Það þarf að færa fórnir og rugga bátnum en ávinningurinn er skýr og enginn er ómissandi. Nú er kominn tími á að þeir sem standa ofan á glerinu stígi fast niður fæti og mölbrjóti þetta mikla samfélagsmein. Glerþakið má brjóta frá báðum hliðum.Höfundur er formaður Ungra athafnakvenna.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar