Starfsmönnum Ölgerðarinnar fækkar um 25 Birgir Olgeirsson skrifar 20. febrúar 2019 14:02 Starfsmönnum verður fækkað þvert á öll svið Ölgerðarinnar. fbl/Anton Brink Starfsmönnum Ölgerðarinnar fækkar um 25 vegna breytinga á rekstri félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ölgerðinni en þar segir að einfalda eigi rekstur félagsins og hluta lagerstarfsemi og dreifingar verði útvistað til að takast á við vaxandi umsvif og sveigjanleika. Auk einföldunar í rekstri verður hluta lagerstarfsemi og dreifingar útvistað og vegna þessara breytinga fækkar starfsmönnum um 25 hjá Ölgerðinni, þvert á öll svið fyrirtækisins, en hluta þeirra býðst að taka við störfum í tengslum við útvistunina. Í tilkynningunni kemur fram að Ölgerðin verði frá og með næstu mánaðamótum alhliða drykkjarvörufyrirtæki en nánast allur annar innflutningur verður á sama tíma hjá dótturfyrirtækinu Danól.Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar. FBL/AntonStarfsemi Danól verður í framhaldi flutt í húsnæði gegnt Ölgerðinni á Fosshálsi en þessar breytingar og útvistun á lagerstarfsemi og dreifingu eiga að gera Ölgerðinni kleift að vaxa og auka enn frekar vöruþróun eigin vörumerkja. „Starfsemi okkar hefur margfaldast á undanförnum árum og síkvikt viðskiptaumhverfi kallar á að fyrirtæki leiti allra leiða til að gera hlutina betur, auka möguleika til vaxtar, hagræða og styrkja sig enn frekar á markaði. Fyrirtæki sem fylgist ekki með breytingum og aðlagar sig ekki að nýjum aðstæðum verður í vanda og við höfum óhikað tekið ákvarðanir sem þessar til að halda okkur í fremstu röð,“ er haft eftir Andra Þór Guðmundssyni, forstjóra Ölgerðarinnar. „Ölgerðin er og hefur verið leiðandi á sínu sviði sem afburða drykkjarvörufyrirtæki í 106 ár og með þessum breytingum verður fyrirtækinu gert kleift að styrkja enn frekar eigin framleiðslu og innflutning á drykkjarvöru. Danól verður með alla matvöru, snyrti- og sérvörur, ásamt vörum til stóreldhúsa og er óhætt að fullyrða að einfaldara skipulag mun skerpa fókusinn og losa um vaxtahömlur,“ er jafnframt haft eftir Andra. Vinnumarkaður Mest lesið Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Sjá meira
Starfsmönnum Ölgerðarinnar fækkar um 25 vegna breytinga á rekstri félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ölgerðinni en þar segir að einfalda eigi rekstur félagsins og hluta lagerstarfsemi og dreifingar verði útvistað til að takast á við vaxandi umsvif og sveigjanleika. Auk einföldunar í rekstri verður hluta lagerstarfsemi og dreifingar útvistað og vegna þessara breytinga fækkar starfsmönnum um 25 hjá Ölgerðinni, þvert á öll svið fyrirtækisins, en hluta þeirra býðst að taka við störfum í tengslum við útvistunina. Í tilkynningunni kemur fram að Ölgerðin verði frá og með næstu mánaðamótum alhliða drykkjarvörufyrirtæki en nánast allur annar innflutningur verður á sama tíma hjá dótturfyrirtækinu Danól.Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar. FBL/AntonStarfsemi Danól verður í framhaldi flutt í húsnæði gegnt Ölgerðinni á Fosshálsi en þessar breytingar og útvistun á lagerstarfsemi og dreifingu eiga að gera Ölgerðinni kleift að vaxa og auka enn frekar vöruþróun eigin vörumerkja. „Starfsemi okkar hefur margfaldast á undanförnum árum og síkvikt viðskiptaumhverfi kallar á að fyrirtæki leiti allra leiða til að gera hlutina betur, auka möguleika til vaxtar, hagræða og styrkja sig enn frekar á markaði. Fyrirtæki sem fylgist ekki með breytingum og aðlagar sig ekki að nýjum aðstæðum verður í vanda og við höfum óhikað tekið ákvarðanir sem þessar til að halda okkur í fremstu röð,“ er haft eftir Andra Þór Guðmundssyni, forstjóra Ölgerðarinnar. „Ölgerðin er og hefur verið leiðandi á sínu sviði sem afburða drykkjarvörufyrirtæki í 106 ár og með þessum breytingum verður fyrirtækinu gert kleift að styrkja enn frekar eigin framleiðslu og innflutning á drykkjarvöru. Danól verður með alla matvöru, snyrti- og sérvörur, ásamt vörum til stóreldhúsa og er óhætt að fullyrða að einfaldara skipulag mun skerpa fókusinn og losa um vaxtahömlur,“ er jafnframt haft eftir Andra.
Vinnumarkaður Mest lesið Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Sjá meira