Viðskipti innlent

Arftaki Más þarf að vera góður í mannlegum samskiptum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Már Guðmundsson seðlabankastjóri fyrir framan umtalaðar myndir eftir Gunnlaug Blöndal sem töluverður styr hefur staðið um undanfarnar vikur.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri fyrir framan umtalaðar myndir eftir Gunnlaug Blöndal sem töluverður styr hefur staðið um undanfarnar vikur. vísir/egill

Forsætisráðherra hefur auglýst til umsóknar starf seðlabankastjóra til næstu fimm ára. Viðkomandi mun taka við af Má Guðmundssyni sem lýkur störfum eftir tíu ár í starfi. Gerð er krafa um háskólapróf, stjórnunarhæfileika og hæfni í mannlegum samskiptum.

Embættið er auglýst í Lögbirtingablaðinu í dag. Már hefur verið skipaður í tvígang en lögum samkvæmt má enginn sitja lengur en tvisvar sinnum fimm ár.

„Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi í hagfræði eða tengdum greinum og búa yfir víðtækri reynslu og þekkingu á fjármálastarfsemi og efnahags- og peningamálum. Gerð er krafa um stjórnunarhæfileika og hæfni í mannlegum samskiptum,“ segir í auglýsingunni.

Samkvæmt lögum um Seðlabanka Íslands skipar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þriggja manna hæfnisnefnd. 

Verður einn nefndarmaður skipaður samkvæmt tilnefningu samstarfsnefndar háskólastigsins, einn samkvæmt tilnefningu bankaráðs Seðlabanka Íslands og einn án tilnefningar. Sá, sem forsætisráðherra leggur til, er formaður nefndarinnar.

Skipað verður í embættið frá og með 20. ágúst 2019 en umsóknarfrestur er til 25. mars næstkomandi. Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um. Umsóknir skal senda til forsætisráðuneytisins í Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg eða á netfang ráðuneytisins, postur@for.is.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,97
21
102.289
FESTI
2,84
16
385.019
MAREL
2,39
26
506.488
BRIM
2,37
6
62.304
VIS
2,13
17
431.999

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-1,37
2
27.000
ARION
-1,24
25
330.100
LEQ
-0,92
4
131.254
SYN
-0,27
1
2.092
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.