Körfubolti

Stórt tap fyrir Belgum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Tryggvi Snær var stigahæstur í íslenska liðinu í dag.
Tryggvi Snær var stigahæstur í íslenska liðinu í dag. vísir/vilhelm

Íslenska karla­landsliðið í körfu­bolta tapaði örugglega fyrir Belgíu í forkeppni EM í dag en leikið var ytra og fór að lokum svo að Belgía vann 28 stiga sigur, 90-62.

Belgarnir voru töluvert sterkari þrátt fyrir góða byrjun okkar mann. Staðan í leikhléi var 43-33 fyrir Belgum og í síðari hálfleik tóku þeir leikinn algjörlega yfir.

Tryggvi Snær Hlinason var stigahæstur í íslenska liðinu með 17 stig en Elvar Már Friðriksson og Martin Hermannsson komu næstur í stigaskorun með 12 stig hvor.

Úrslitin þýða að Ísland hafnar í þriðja og neðsta sæti riðilsins á meðan Belgar vinna riðilinn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.