Húsnæði sem býður hættu heim Benedikt Sveinsson skrifar 12. febrúar 2019 13:23 Mikil óheillaþróun hefur orðið í nýbyggingum það sem af er þessari öld. Byggingahraði er of mikill sem getur komið niður á gæðum húsnæðis. Eitt slíkt dæmi er fjölbýlishúsið Bogabraut 952 á Ásbrú í Reykjanesbæ. Frágangur á fjölbýlishúsinu er ekki í samræmi við reglugerðir og uppfyllir ekki eldvarnir, votrými né hljóðvist. Húsið var byggt 1969 en það var hluti af húsakosti varnarliðsins. Þar voru tíu íbúðir fyrir yfirmenn í hernum. Höfðu íbúðirnar verið stækkaðar um aldamótin vegna komu yfirmannanna til landsins. Við framkvæmdirnar sem málið varðar voru íbúðirnar minnkaðar og þeim fjölgað í 22. Íbúðirnar eru ætlaðar á almennan markað. Á vef fasteignasölu má sjá dæmi um íbúð sem er til sölu í húsinu. Ég sem byggingarstjóri hússins fól byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar að óska eftir því við eigandann að fenginn yrði múrarameistari að múrverkinu. Skömmu síðar var mér sagt upp sem byggingarstjóra. Það voru gerðar verulegar breytingar á húsnæðinu. Hlaðnir voru 24 veggir og leiddi skoðun í ljós að aðeins þrír þeirra voru rétt unnir. Þessir þrír voru hlaðnir upp undir steypta loftaplötu. Hinir voru aðeins hlaðnir upp að niðurteknu gifslofti. Á þeim stöðum er hvorki verið að uppfylla brunakröfu né hljóðvist á milli íbúða. Jafnframt eru á 12 stöðum í húsinu hlaðnir rakavarnarveggir. Þeir hafi í öllum tilfellum verið hlaðnir að niðurteknu gifslofti en hefðu átt að hlaðast að steyptri loftaplötu. Það ásamt öðrum ágöllum valdi því að mikil hætta sé á myglu í öllum votrýmum hússins. Eigandi hússins þvertók fyrir að hafa tvöfalt, niðurtekið gifsloft á þriðju hæð í samræmi við brunakröfur. Ég fór þá leið að fá eiganda til að samþykkja breytta hönnun á brunavarnarkerfi sem tengist stjórnstöð. Það gekk þó eftir. Ég var ekki boðaður í stöðumat þegar skipt var um byggingarstjóra, eins og lög gera ráð fyrir. Byggingarstjórar bera enda ábyrgð á eftirliti með framvindu verksins. Byggingarfulltrúi Reykjanesbæjar hefur ekki sinnt athugasemdum heldur lætur það viðgangast að íbúðirnar séu kláraðar án þess að þessir meingallar séu lagaðir. Þeir skipta gríðarlegu máli varðandi öryggi og hollustu. Það er ekki hægt að láta svona galla óhreyfða. Kostnaðurinn við að laga úr áðurnefndum ágöllum hleypur á nokkrum milljónum. Það er hins vegar deginum ljósara að það er ekki hægt að láta fólk kaupa og búa í húsnæði sem er ekki í samræmi við reglugerðir og uppfyllir ekki eldvarnir, votrými né hljóðvist. Slíkt húsnæði býður einungis hættu heim.Benedikt Sveinsson byggingarstjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Mikil óheillaþróun hefur orðið í nýbyggingum það sem af er þessari öld. Byggingahraði er of mikill sem getur komið niður á gæðum húsnæðis. Eitt slíkt dæmi er fjölbýlishúsið Bogabraut 952 á Ásbrú í Reykjanesbæ. Frágangur á fjölbýlishúsinu er ekki í samræmi við reglugerðir og uppfyllir ekki eldvarnir, votrými né hljóðvist. Húsið var byggt 1969 en það var hluti af húsakosti varnarliðsins. Þar voru tíu íbúðir fyrir yfirmenn í hernum. Höfðu íbúðirnar verið stækkaðar um aldamótin vegna komu yfirmannanna til landsins. Við framkvæmdirnar sem málið varðar voru íbúðirnar minnkaðar og þeim fjölgað í 22. Íbúðirnar eru ætlaðar á almennan markað. Á vef fasteignasölu má sjá dæmi um íbúð sem er til sölu í húsinu. Ég sem byggingarstjóri hússins fól byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar að óska eftir því við eigandann að fenginn yrði múrarameistari að múrverkinu. Skömmu síðar var mér sagt upp sem byggingarstjóra. Það voru gerðar verulegar breytingar á húsnæðinu. Hlaðnir voru 24 veggir og leiddi skoðun í ljós að aðeins þrír þeirra voru rétt unnir. Þessir þrír voru hlaðnir upp undir steypta loftaplötu. Hinir voru aðeins hlaðnir upp að niðurteknu gifslofti. Á þeim stöðum er hvorki verið að uppfylla brunakröfu né hljóðvist á milli íbúða. Jafnframt eru á 12 stöðum í húsinu hlaðnir rakavarnarveggir. Þeir hafi í öllum tilfellum verið hlaðnir að niðurteknu gifslofti en hefðu átt að hlaðast að steyptri loftaplötu. Það ásamt öðrum ágöllum valdi því að mikil hætta sé á myglu í öllum votrýmum hússins. Eigandi hússins þvertók fyrir að hafa tvöfalt, niðurtekið gifsloft á þriðju hæð í samræmi við brunakröfur. Ég fór þá leið að fá eiganda til að samþykkja breytta hönnun á brunavarnarkerfi sem tengist stjórnstöð. Það gekk þó eftir. Ég var ekki boðaður í stöðumat þegar skipt var um byggingarstjóra, eins og lög gera ráð fyrir. Byggingarstjórar bera enda ábyrgð á eftirliti með framvindu verksins. Byggingarfulltrúi Reykjanesbæjar hefur ekki sinnt athugasemdum heldur lætur það viðgangast að íbúðirnar séu kláraðar án þess að þessir meingallar séu lagaðir. Þeir skipta gríðarlegu máli varðandi öryggi og hollustu. Það er ekki hægt að láta svona galla óhreyfða. Kostnaðurinn við að laga úr áðurnefndum ágöllum hleypur á nokkrum milljónum. Það er hins vegar deginum ljósara að það er ekki hægt að láta fólk kaupa og búa í húsnæði sem er ekki í samræmi við reglugerðir og uppfyllir ekki eldvarnir, votrými né hljóðvist. Slíkt húsnæði býður einungis hættu heim.Benedikt Sveinsson byggingarstjóri
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar