Verkalýðsfélög eiga að hafa skoðun á samfélaginu! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 17. febrúar 2019 17:19 Ummæli Bryndísar Haraldsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sýnir þann mikla hroka sumra þingmanna sem við mætum í samfélaginu. Að segja að talsmenn félaga eða samtaka alls um 120.000 einstaklinga hafi ekkert með samfélagið að gera heldur eigi að takmarka sig við afmörkuð verkefni, gera kjarasamninga, en eigi samt að hlýða stjórnvöldum þegar þeir sinna því verkefni. Verkalýðsfélög hafa það meginhlutverk að semja um kaup og kjör sinna félagsmanna. Það er hins vegar hvergi þannig að kjarasamningar taki ekki mið af stöðu samfélaganna í heild sinni. Þá þarf ekki líta lengra en til hinna Norðurlandanna. Velferð í samfélögunum tengist alltaf inn í gerð kjarasamninga og byggir á samfélagslegum sáttmálum þessara landa. Í hvert skipti sem komið er að því að semja um kaup og kjör þá stökkva stjórnmálamenn iðulega fram og kalla eftir hófsemi og það megi ekki semja á hvaða nótum sem er. Þegar komið er að samningaborðinu þá ber okkur að sjálfsögðu að finna leiðir til þess að hámarka gæðin sem samningarnir geta skilað okkar félagsmönnum. Það að auka kaupmátt launa er mikilvægt skref en að auka ráðstöfunartekjur (laun eftir skattgreiðslur) er enn mikilvægara. Ef þingmenn ætla að vera svo forhertir í að lifa í sápukúlu og vilja ekki horfa á stóru myndina, stöðu almennings, þá ættu þeir að íhuga stöðu sína. Það verður alltaf okkar verkefni að horfa á hvernig við getum hámarkað gæði launafólks og þar geta stjórnvöld ekki verið stikkfrí!Höfundur er formaður Rafiðnaðarsambands Íslands og 2. varaforseti Alþýðusambands Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ummæli Bryndísar Haraldsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sýnir þann mikla hroka sumra þingmanna sem við mætum í samfélaginu. Að segja að talsmenn félaga eða samtaka alls um 120.000 einstaklinga hafi ekkert með samfélagið að gera heldur eigi að takmarka sig við afmörkuð verkefni, gera kjarasamninga, en eigi samt að hlýða stjórnvöldum þegar þeir sinna því verkefni. Verkalýðsfélög hafa það meginhlutverk að semja um kaup og kjör sinna félagsmanna. Það er hins vegar hvergi þannig að kjarasamningar taki ekki mið af stöðu samfélaganna í heild sinni. Þá þarf ekki líta lengra en til hinna Norðurlandanna. Velferð í samfélögunum tengist alltaf inn í gerð kjarasamninga og byggir á samfélagslegum sáttmálum þessara landa. Í hvert skipti sem komið er að því að semja um kaup og kjör þá stökkva stjórnmálamenn iðulega fram og kalla eftir hófsemi og það megi ekki semja á hvaða nótum sem er. Þegar komið er að samningaborðinu þá ber okkur að sjálfsögðu að finna leiðir til þess að hámarka gæðin sem samningarnir geta skilað okkar félagsmönnum. Það að auka kaupmátt launa er mikilvægt skref en að auka ráðstöfunartekjur (laun eftir skattgreiðslur) er enn mikilvægara. Ef þingmenn ætla að vera svo forhertir í að lifa í sápukúlu og vilja ekki horfa á stóru myndina, stöðu almennings, þá ættu þeir að íhuga stöðu sína. Það verður alltaf okkar verkefni að horfa á hvernig við getum hámarkað gæði launafólks og þar geta stjórnvöld ekki verið stikkfrí!Höfundur er formaður Rafiðnaðarsambands Íslands og 2. varaforseti Alþýðusambands Íslands
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar