Körfubolti

Ferrari hraðastir í fyrstu prófunum

Bragi Þórðarson skrifar
Vettel í Barcelona.
Vettel í Barcelona. vísir/getty
Sebastian Vettel, aðalökuþór Ferrari setti hraðasta tímann á fyrsta degi prófana á Katalóníu brautinni á mánudag. Nýji liðsfélagi Vettel hjá Ferrari, Charles Leclerc, setti svo hraðasta tímann í gær.

Liðin fá fjóra daga í þessari viku til prófana sem og fjóra daga í næstu viku. Það lítur út fyrir að Ferrari hafi yfirhöndina gegn Mercedes að svo stöddu. Þó gæti verið að þýski bílaframleiðandinn sé aðeins að fela getu W10 bílsins.

Martröð fyrir Williams

Fyrstu prófanir virðast hafa komið of snemma fyrir Williams liðið, sem lauk síðasta tímabili í síðasta sæti bílaframleiðenda. Nýji bíll liðsins var ekki tilbúinn í tæka tíð og missti liðið af fyrstu dögum prófana.

Nýja Alfa Romeo liðið lenti líka í smávægilegum töfum er Kimi Raikkonen ók nýja bílnum útaf strax á fyrsta hring.

McLaren virðist loksins vera komið á beinu brautina. Carlos Sainz náði öðrum besta tímanum á mánudaginn og liðsfélagi hans, Lando Norris varð annar á tímatöflunni í gær.

Prófanir á Katalóníu brautinni halda áfram á fimmtudag, þá fá liðin fjögurra daga frí og byrja svo aftur á þriðjudaginn í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×