Formaður KKÍ: Mér varð illt í hjartanu að lesa þetta Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. febrúar 2019 11:01 Hannes og Kristófer á góðri stundu. vísir/vilhelm Formaður KKÍ, Hannes S. Jónsson, fordæmir hegðun áhorfandans á Sauðárkróki í gær sem var með kynþáttaníð í garð KR-ingsins Kristófer Acox. „Ingi, taktu Kristó út af og settu hann í apabúrið,“ segist Kristófer hafa heyrt úr stúkunni í Síkinu í gær. „Stólarnir voru snöggir að bregðast við í málinu í gær með sinni yfirlýsingu og líta þetta alvarlegum augum rétt eins og við hjá KKÍ,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ. „Við fordæmum alla svona hegðun. Það er ótrúlegt að svona skuli gerast árið 2019. Ég varð svekktur og sjokkeraður að sjá þetta í gærkvöldi. Fyrir mér er þetta ofbeldi og við fordæmum allt ofbeldi.“ Formaðurinn segir það hafa verið sér vonbrigði að sjá að enn væri til fólk sem hagaði sér svona í dag. „Mér varð illt í hjartanu að lesa þetta og vita að einhver einstaklingur geti látið svona út úr sér.“aldrei upplifað rasisma allan minn feril, þannig kom mér verulega á óvart þegar ég heyrði “Ingi, taktu Kristó útaf og settu hann í apabúrið” frá stuðningsmönnum UMFT í kvöld. leyfi þessu hinsvegar ekki að eyðileggja frábæran sigur, en svona á ekki heima í íþróttum - gerum betur! — Kristófer Acox (@krisacox) January 31, 2019 Hannes hefur verið í sambandi við forráðamenn körfuknattleiksdeildar Tindastóls og hrósar þeim fyrir sín viðbrögð. „Þeir ætla sér að finna þennan einstakling og vilja ræða við hann. Svo verður unnið út frá því. Ég hvet viðkomandi einstakling til þess að hafa samband við formann körfuknattleiksdeildar Tindastóls. Það er það besta sem hann getur gert. Við búum á Íslandi og hann mun finnast. Ég vona innilega að hann sjái eftir þessu,“ segir Hannes og bætir við. „Ég veit að formaður Tindastóls bað Kristófer afsökunar eftir leikinn er hann komst að þessu. Hann náði því áður en Kristófer fór úr húsi. Hann bað KR líka afsökunar fyrir hönd síns félags.“ Eins og fram kom á Vísi í morgun þá var enginn skortur af fólki úr hreyfingunni sem fordæmdi þessa hegðun. Leikmenn, fyrrum þjálfarar og leikmenn sem og stuðningsmenn Tindastóls létu í sér heyra. „Ef eitthvað er jákvætt í þessu máli þá eru það viðbrögðin sem maður sá strax í gærkvöldi. Hvað fólk almennt var hneykslað að það væri verið að segja þetta árið 2019. Það stóðu allir bak við Kristófer. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Kristófer segist hafa upplifað rasisma í fyrsta sinn í Síkinu Kristófer Acox segist hafa orðið fyrir rasmisma er KR mætti TIndastól í Dominos-deild karla í kvöld. 31. janúar 2019 22:55 Körfuboltahreyfingin stendur með Kristófer | Tindastóll biðst afsökunar Landsliðsmaðurinn Kristófer Acox, leikmaður KR, varð fyrir kynþáttahatri á Sauðárkróki í gær er hann var að spila þar með KR gegn Tindastóli. 1. febrúar 2019 08:30 Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - KR 88-91 | Rosaleg endurkoma KR Tindastóll leiddi mest með 21 stigi en KR nagaði það til baka og vann í framlengingu. 31. janúar 2019 22:00 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Formaður KKÍ, Hannes S. Jónsson, fordæmir hegðun áhorfandans á Sauðárkróki í gær sem var með kynþáttaníð í garð KR-ingsins Kristófer Acox. „Ingi, taktu Kristó út af og settu hann í apabúrið,“ segist Kristófer hafa heyrt úr stúkunni í Síkinu í gær. „Stólarnir voru snöggir að bregðast við í málinu í gær með sinni yfirlýsingu og líta þetta alvarlegum augum rétt eins og við hjá KKÍ,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ. „Við fordæmum alla svona hegðun. Það er ótrúlegt að svona skuli gerast árið 2019. Ég varð svekktur og sjokkeraður að sjá þetta í gærkvöldi. Fyrir mér er þetta ofbeldi og við fordæmum allt ofbeldi.“ Formaðurinn segir það hafa verið sér vonbrigði að sjá að enn væri til fólk sem hagaði sér svona í dag. „Mér varð illt í hjartanu að lesa þetta og vita að einhver einstaklingur geti látið svona út úr sér.“aldrei upplifað rasisma allan minn feril, þannig kom mér verulega á óvart þegar ég heyrði “Ingi, taktu Kristó útaf og settu hann í apabúrið” frá stuðningsmönnum UMFT í kvöld. leyfi þessu hinsvegar ekki að eyðileggja frábæran sigur, en svona á ekki heima í íþróttum - gerum betur! — Kristófer Acox (@krisacox) January 31, 2019 Hannes hefur verið í sambandi við forráðamenn körfuknattleiksdeildar Tindastóls og hrósar þeim fyrir sín viðbrögð. „Þeir ætla sér að finna þennan einstakling og vilja ræða við hann. Svo verður unnið út frá því. Ég hvet viðkomandi einstakling til þess að hafa samband við formann körfuknattleiksdeildar Tindastóls. Það er það besta sem hann getur gert. Við búum á Íslandi og hann mun finnast. Ég vona innilega að hann sjái eftir þessu,“ segir Hannes og bætir við. „Ég veit að formaður Tindastóls bað Kristófer afsökunar eftir leikinn er hann komst að þessu. Hann náði því áður en Kristófer fór úr húsi. Hann bað KR líka afsökunar fyrir hönd síns félags.“ Eins og fram kom á Vísi í morgun þá var enginn skortur af fólki úr hreyfingunni sem fordæmdi þessa hegðun. Leikmenn, fyrrum þjálfarar og leikmenn sem og stuðningsmenn Tindastóls létu í sér heyra. „Ef eitthvað er jákvætt í þessu máli þá eru það viðbrögðin sem maður sá strax í gærkvöldi. Hvað fólk almennt var hneykslað að það væri verið að segja þetta árið 2019. Það stóðu allir bak við Kristófer.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Kristófer segist hafa upplifað rasisma í fyrsta sinn í Síkinu Kristófer Acox segist hafa orðið fyrir rasmisma er KR mætti TIndastól í Dominos-deild karla í kvöld. 31. janúar 2019 22:55 Körfuboltahreyfingin stendur með Kristófer | Tindastóll biðst afsökunar Landsliðsmaðurinn Kristófer Acox, leikmaður KR, varð fyrir kynþáttahatri á Sauðárkróki í gær er hann var að spila þar með KR gegn Tindastóli. 1. febrúar 2019 08:30 Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - KR 88-91 | Rosaleg endurkoma KR Tindastóll leiddi mest með 21 stigi en KR nagaði það til baka og vann í framlengingu. 31. janúar 2019 22:00 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Kristófer segist hafa upplifað rasisma í fyrsta sinn í Síkinu Kristófer Acox segist hafa orðið fyrir rasmisma er KR mætti TIndastól í Dominos-deild karla í kvöld. 31. janúar 2019 22:55
Körfuboltahreyfingin stendur með Kristófer | Tindastóll biðst afsökunar Landsliðsmaðurinn Kristófer Acox, leikmaður KR, varð fyrir kynþáttahatri á Sauðárkróki í gær er hann var að spila þar með KR gegn Tindastóli. 1. febrúar 2019 08:30
Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - KR 88-91 | Rosaleg endurkoma KR Tindastóll leiddi mest með 21 stigi en KR nagaði það til baka og vann í framlengingu. 31. janúar 2019 22:00
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum