Viðskipti innlent

Lágmarkstilboð í bleika klósettið þrjátíu þúsund krónur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Lágmarkstilboð í klósettið er 30 þúsund krónur.
Lágmarkstilboð í klósettið er 30 þúsund krónur. Oddsson

Uppboð fer fram á húsgögnum hótelsins Oddsson um helgina en rekstri hótelsins var hætt í september síðastliðnum. Mikið var lagt upp úr hönnun staðarins á sínum tíma og fékk Daníel Freyr Atlason hjá Döðlum nokkuð frjálsar hendur.

Daníel útskýrði í viðtali við Iceland Mag á sínum tíma hvernig hönnunin hefði byggt á hámenningu og lágmenningu en litu framhjá fjöldaframleiddum húsgögnum. Bæði væri að finna sérhönnuð húsgögn við hlið sjaldgæfs Pierre Jeanneret stóls og Tommasso Barbi gólflampa.

Lýsti Daníel því hvernig á hótelinu væri að finna lúxushótelsvítu í næstu herbergjum við kojur. Karókíherbergið vakti mikla athygli en það var staðsett í miðjum fínum veitingastað sem raunar hætti rekstri nokkru áður en hótelið sjálft var selt.En nú ætlar þýsk hótelkeðja að opna þar sem Oddsson var og húsgögnin komin á sölu. Uppboð verður um helgina þar sem gestir geta boðið í hvert húsgagn fyrir sig. Í sumum tilfellum eru lágmarksboð en annars býður fólk það sem því sýnist.

Lágmarksboð í bleika vaska og klósett eru á bilinu 30-50 þúsund krónur en 400 þúsund krónur í tilfelli kaffiborðs.

Að neðan má sjá myndir frá húsgögnunum en tekið verður við tilboðum á milli klukkan 11 og 15 laugardag og sunnudag.

Þessi langi sófi, stólar og borð eru til sölu. Vísir/Vilhelm
Hver hefur ekki pláss fyrir svona stól heima í stofu? Vísir/Vilhelm
Pálmatré hafa verið til umræðu í vikunni í tengslum við uppbyggingu í nýrri Vogabyggð. Vísir/Vilhelm
Húsgögnin eru í alls konar litum. Vísir/Vilhelm
Reglur uppboðsins. Vísir/Vilhelm


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.