Samfélag án kennara Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar 3. febrúar 2019 16:07 Hvernig væri samfélagið án kennara? Hvað verður um íslenska æsku án menntaðra grunn-, leik- og framhaldsskólakennara? Mun Ísland geta staðið jafnfætis öðrum þjóðum í framtíðinni? Til að viðhalda kennarastéttinni þarf að innrita og útskrifa mun fleiri kennara en nú er gert. Eins og staðan er í dag verða ekki margir kennarar eftir í skólum landsins innan fárra ára. Sífellt fleiri nemendur í leik- og grunnskólakennaranámi stunda fjarnám til þess að geta unnið með námi. Eins og staðan er núna neyðast nemendur á þriðja ári í leikskólakennarafræðum til þess að stunda námið í fjarnámi því það eru of fáir sem hafa tök á því að vera í staðnámi. Koma þarf mun betur til móts við fjarnema en gert er núna og við í Vöku munum því leggja áherslu á að staðlotur séu skilvirkari og mun betur skipulagðar. Minnkandi aðsókn í leik- og grunnskólakennaranám og skortur á kennurum á vettvangi er mikið áhyggjuefni fyrir samfélagið. Brottfall úr kennaranáminu og hæg námsframvinda er stórt vandamál sem þarf að líta alvarlegum augum á. Stór meirihluti eða rúmlega 70% kennaranema vinna með námi og um 40% vinna meira en 30 klukkustundir á viku. Álag á kennaranema er því eins og gefur að skilja mjög mikið. Skipulag námsins verður að taka mið af þeirri staðreynd að meirihluti nemenda vinnur með námi. Stór loforð hafa verið sett fram þess efnis að íslenskir stúdentar muni fá eitt besta lánasjóðskerfi á Norðurlöndunum og eins stefnir í að kennaranemar fái sérstaka styrki úr LÍN með það að markmiði að auka aðsókn í kennaranám. Stefnt er á að lagafrumvarp LÍN verði sett fram í haust en nú bíða margir kennaranemar í mikilli óvissu um hvort þeir eigi að halda áfram námi eða setja það á bið þar til lausn finnst í málinu en þá er spurning hversu margir snúa aftur til baka í námið. Þess vegna krefst Vaka þess að frumvarpið sem snýr að sérstöku úrræði fyrir kennaranema verði sett fram sem fyrst og hljóti afgreiðslu á vorþingi. Standa verður við þau loforð sem gefin hafa verið til þess að kennaranemar geti sinnt námi sínu án þess að hafa miklar fjárhagslegar áhyggjur. Tíminn er á þrotum og útskrifaðir kennarar eru hvergi nærri því að uppfylla endurnýjun stéttarinnar. Stefna Vöku er skýr og raunsæ í þessum málefnum, höldum áfram að þrýsta á stjórnvöld og kjóstu Vöku til forystu í Stúdentaráði 6. og 7. febrúar.Höfundur er nemi í leikskólakennarafræði og skipar 1. sæti á framboðslista Vöku á Menntavísindasviði fyrir stúdentaráðskosningar Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Sjá meira
Hvernig væri samfélagið án kennara? Hvað verður um íslenska æsku án menntaðra grunn-, leik- og framhaldsskólakennara? Mun Ísland geta staðið jafnfætis öðrum þjóðum í framtíðinni? Til að viðhalda kennarastéttinni þarf að innrita og útskrifa mun fleiri kennara en nú er gert. Eins og staðan er í dag verða ekki margir kennarar eftir í skólum landsins innan fárra ára. Sífellt fleiri nemendur í leik- og grunnskólakennaranámi stunda fjarnám til þess að geta unnið með námi. Eins og staðan er núna neyðast nemendur á þriðja ári í leikskólakennarafræðum til þess að stunda námið í fjarnámi því það eru of fáir sem hafa tök á því að vera í staðnámi. Koma þarf mun betur til móts við fjarnema en gert er núna og við í Vöku munum því leggja áherslu á að staðlotur séu skilvirkari og mun betur skipulagðar. Minnkandi aðsókn í leik- og grunnskólakennaranám og skortur á kennurum á vettvangi er mikið áhyggjuefni fyrir samfélagið. Brottfall úr kennaranáminu og hæg námsframvinda er stórt vandamál sem þarf að líta alvarlegum augum á. Stór meirihluti eða rúmlega 70% kennaranema vinna með námi og um 40% vinna meira en 30 klukkustundir á viku. Álag á kennaranema er því eins og gefur að skilja mjög mikið. Skipulag námsins verður að taka mið af þeirri staðreynd að meirihluti nemenda vinnur með námi. Stór loforð hafa verið sett fram þess efnis að íslenskir stúdentar muni fá eitt besta lánasjóðskerfi á Norðurlöndunum og eins stefnir í að kennaranemar fái sérstaka styrki úr LÍN með það að markmiði að auka aðsókn í kennaranám. Stefnt er á að lagafrumvarp LÍN verði sett fram í haust en nú bíða margir kennaranemar í mikilli óvissu um hvort þeir eigi að halda áfram námi eða setja það á bið þar til lausn finnst í málinu en þá er spurning hversu margir snúa aftur til baka í námið. Þess vegna krefst Vaka þess að frumvarpið sem snýr að sérstöku úrræði fyrir kennaranema verði sett fram sem fyrst og hljóti afgreiðslu á vorþingi. Standa verður við þau loforð sem gefin hafa verið til þess að kennaranemar geti sinnt námi sínu án þess að hafa miklar fjárhagslegar áhyggjur. Tíminn er á þrotum og útskrifaðir kennarar eru hvergi nærri því að uppfylla endurnýjun stéttarinnar. Stefna Vöku er skýr og raunsæ í þessum málefnum, höldum áfram að þrýsta á stjórnvöld og kjóstu Vöku til forystu í Stúdentaráði 6. og 7. febrúar.Höfundur er nemi í leikskólakennarafræði og skipar 1. sæti á framboðslista Vöku á Menntavísindasviði fyrir stúdentaráðskosningar Háskóla Íslands.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun