Samfélag án kennara Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar 3. febrúar 2019 16:07 Hvernig væri samfélagið án kennara? Hvað verður um íslenska æsku án menntaðra grunn-, leik- og framhaldsskólakennara? Mun Ísland geta staðið jafnfætis öðrum þjóðum í framtíðinni? Til að viðhalda kennarastéttinni þarf að innrita og útskrifa mun fleiri kennara en nú er gert. Eins og staðan er í dag verða ekki margir kennarar eftir í skólum landsins innan fárra ára. Sífellt fleiri nemendur í leik- og grunnskólakennaranámi stunda fjarnám til þess að geta unnið með námi. Eins og staðan er núna neyðast nemendur á þriðja ári í leikskólakennarafræðum til þess að stunda námið í fjarnámi því það eru of fáir sem hafa tök á því að vera í staðnámi. Koma þarf mun betur til móts við fjarnema en gert er núna og við í Vöku munum því leggja áherslu á að staðlotur séu skilvirkari og mun betur skipulagðar. Minnkandi aðsókn í leik- og grunnskólakennaranám og skortur á kennurum á vettvangi er mikið áhyggjuefni fyrir samfélagið. Brottfall úr kennaranáminu og hæg námsframvinda er stórt vandamál sem þarf að líta alvarlegum augum á. Stór meirihluti eða rúmlega 70% kennaranema vinna með námi og um 40% vinna meira en 30 klukkustundir á viku. Álag á kennaranema er því eins og gefur að skilja mjög mikið. Skipulag námsins verður að taka mið af þeirri staðreynd að meirihluti nemenda vinnur með námi. Stór loforð hafa verið sett fram þess efnis að íslenskir stúdentar muni fá eitt besta lánasjóðskerfi á Norðurlöndunum og eins stefnir í að kennaranemar fái sérstaka styrki úr LÍN með það að markmiði að auka aðsókn í kennaranám. Stefnt er á að lagafrumvarp LÍN verði sett fram í haust en nú bíða margir kennaranemar í mikilli óvissu um hvort þeir eigi að halda áfram námi eða setja það á bið þar til lausn finnst í málinu en þá er spurning hversu margir snúa aftur til baka í námið. Þess vegna krefst Vaka þess að frumvarpið sem snýr að sérstöku úrræði fyrir kennaranema verði sett fram sem fyrst og hljóti afgreiðslu á vorþingi. Standa verður við þau loforð sem gefin hafa verið til þess að kennaranemar geti sinnt námi sínu án þess að hafa miklar fjárhagslegar áhyggjur. Tíminn er á þrotum og útskrifaðir kennarar eru hvergi nærri því að uppfylla endurnýjun stéttarinnar. Stefna Vöku er skýr og raunsæ í þessum málefnum, höldum áfram að þrýsta á stjórnvöld og kjóstu Vöku til forystu í Stúdentaráði 6. og 7. febrúar.Höfundur er nemi í leikskólakennarafræði og skipar 1. sæti á framboðslista Vöku á Menntavísindasviði fyrir stúdentaráðskosningar Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Sjá meira
Hvernig væri samfélagið án kennara? Hvað verður um íslenska æsku án menntaðra grunn-, leik- og framhaldsskólakennara? Mun Ísland geta staðið jafnfætis öðrum þjóðum í framtíðinni? Til að viðhalda kennarastéttinni þarf að innrita og útskrifa mun fleiri kennara en nú er gert. Eins og staðan er í dag verða ekki margir kennarar eftir í skólum landsins innan fárra ára. Sífellt fleiri nemendur í leik- og grunnskólakennaranámi stunda fjarnám til þess að geta unnið með námi. Eins og staðan er núna neyðast nemendur á þriðja ári í leikskólakennarafræðum til þess að stunda námið í fjarnámi því það eru of fáir sem hafa tök á því að vera í staðnámi. Koma þarf mun betur til móts við fjarnema en gert er núna og við í Vöku munum því leggja áherslu á að staðlotur séu skilvirkari og mun betur skipulagðar. Minnkandi aðsókn í leik- og grunnskólakennaranám og skortur á kennurum á vettvangi er mikið áhyggjuefni fyrir samfélagið. Brottfall úr kennaranáminu og hæg námsframvinda er stórt vandamál sem þarf að líta alvarlegum augum á. Stór meirihluti eða rúmlega 70% kennaranema vinna með námi og um 40% vinna meira en 30 klukkustundir á viku. Álag á kennaranema er því eins og gefur að skilja mjög mikið. Skipulag námsins verður að taka mið af þeirri staðreynd að meirihluti nemenda vinnur með námi. Stór loforð hafa verið sett fram þess efnis að íslenskir stúdentar muni fá eitt besta lánasjóðskerfi á Norðurlöndunum og eins stefnir í að kennaranemar fái sérstaka styrki úr LÍN með það að markmiði að auka aðsókn í kennaranám. Stefnt er á að lagafrumvarp LÍN verði sett fram í haust en nú bíða margir kennaranemar í mikilli óvissu um hvort þeir eigi að halda áfram námi eða setja það á bið þar til lausn finnst í málinu en þá er spurning hversu margir snúa aftur til baka í námið. Þess vegna krefst Vaka þess að frumvarpið sem snýr að sérstöku úrræði fyrir kennaranema verði sett fram sem fyrst og hljóti afgreiðslu á vorþingi. Standa verður við þau loforð sem gefin hafa verið til þess að kennaranemar geti sinnt námi sínu án þess að hafa miklar fjárhagslegar áhyggjur. Tíminn er á þrotum og útskrifaðir kennarar eru hvergi nærri því að uppfylla endurnýjun stéttarinnar. Stefna Vöku er skýr og raunsæ í þessum málefnum, höldum áfram að þrýsta á stjórnvöld og kjóstu Vöku til forystu í Stúdentaráði 6. og 7. febrúar.Höfundur er nemi í leikskólakennarafræði og skipar 1. sæti á framboðslista Vöku á Menntavísindasviði fyrir stúdentaráðskosningar Háskóla Íslands.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar