Samfélag án kennara Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar 3. febrúar 2019 16:07 Hvernig væri samfélagið án kennara? Hvað verður um íslenska æsku án menntaðra grunn-, leik- og framhaldsskólakennara? Mun Ísland geta staðið jafnfætis öðrum þjóðum í framtíðinni? Til að viðhalda kennarastéttinni þarf að innrita og útskrifa mun fleiri kennara en nú er gert. Eins og staðan er í dag verða ekki margir kennarar eftir í skólum landsins innan fárra ára. Sífellt fleiri nemendur í leik- og grunnskólakennaranámi stunda fjarnám til þess að geta unnið með námi. Eins og staðan er núna neyðast nemendur á þriðja ári í leikskólakennarafræðum til þess að stunda námið í fjarnámi því það eru of fáir sem hafa tök á því að vera í staðnámi. Koma þarf mun betur til móts við fjarnema en gert er núna og við í Vöku munum því leggja áherslu á að staðlotur séu skilvirkari og mun betur skipulagðar. Minnkandi aðsókn í leik- og grunnskólakennaranám og skortur á kennurum á vettvangi er mikið áhyggjuefni fyrir samfélagið. Brottfall úr kennaranáminu og hæg námsframvinda er stórt vandamál sem þarf að líta alvarlegum augum á. Stór meirihluti eða rúmlega 70% kennaranema vinna með námi og um 40% vinna meira en 30 klukkustundir á viku. Álag á kennaranema er því eins og gefur að skilja mjög mikið. Skipulag námsins verður að taka mið af þeirri staðreynd að meirihluti nemenda vinnur með námi. Stór loforð hafa verið sett fram þess efnis að íslenskir stúdentar muni fá eitt besta lánasjóðskerfi á Norðurlöndunum og eins stefnir í að kennaranemar fái sérstaka styrki úr LÍN með það að markmiði að auka aðsókn í kennaranám. Stefnt er á að lagafrumvarp LÍN verði sett fram í haust en nú bíða margir kennaranemar í mikilli óvissu um hvort þeir eigi að halda áfram námi eða setja það á bið þar til lausn finnst í málinu en þá er spurning hversu margir snúa aftur til baka í námið. Þess vegna krefst Vaka þess að frumvarpið sem snýr að sérstöku úrræði fyrir kennaranema verði sett fram sem fyrst og hljóti afgreiðslu á vorþingi. Standa verður við þau loforð sem gefin hafa verið til þess að kennaranemar geti sinnt námi sínu án þess að hafa miklar fjárhagslegar áhyggjur. Tíminn er á þrotum og útskrifaðir kennarar eru hvergi nærri því að uppfylla endurnýjun stéttarinnar. Stefna Vöku er skýr og raunsæ í þessum málefnum, höldum áfram að þrýsta á stjórnvöld og kjóstu Vöku til forystu í Stúdentaráði 6. og 7. febrúar.Höfundur er nemi í leikskólakennarafræði og skipar 1. sæti á framboðslista Vöku á Menntavísindasviði fyrir stúdentaráðskosningar Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Sjá meira
Hvernig væri samfélagið án kennara? Hvað verður um íslenska æsku án menntaðra grunn-, leik- og framhaldsskólakennara? Mun Ísland geta staðið jafnfætis öðrum þjóðum í framtíðinni? Til að viðhalda kennarastéttinni þarf að innrita og útskrifa mun fleiri kennara en nú er gert. Eins og staðan er í dag verða ekki margir kennarar eftir í skólum landsins innan fárra ára. Sífellt fleiri nemendur í leik- og grunnskólakennaranámi stunda fjarnám til þess að geta unnið með námi. Eins og staðan er núna neyðast nemendur á þriðja ári í leikskólakennarafræðum til þess að stunda námið í fjarnámi því það eru of fáir sem hafa tök á því að vera í staðnámi. Koma þarf mun betur til móts við fjarnema en gert er núna og við í Vöku munum því leggja áherslu á að staðlotur séu skilvirkari og mun betur skipulagðar. Minnkandi aðsókn í leik- og grunnskólakennaranám og skortur á kennurum á vettvangi er mikið áhyggjuefni fyrir samfélagið. Brottfall úr kennaranáminu og hæg námsframvinda er stórt vandamál sem þarf að líta alvarlegum augum á. Stór meirihluti eða rúmlega 70% kennaranema vinna með námi og um 40% vinna meira en 30 klukkustundir á viku. Álag á kennaranema er því eins og gefur að skilja mjög mikið. Skipulag námsins verður að taka mið af þeirri staðreynd að meirihluti nemenda vinnur með námi. Stór loforð hafa verið sett fram þess efnis að íslenskir stúdentar muni fá eitt besta lánasjóðskerfi á Norðurlöndunum og eins stefnir í að kennaranemar fái sérstaka styrki úr LÍN með það að markmiði að auka aðsókn í kennaranám. Stefnt er á að lagafrumvarp LÍN verði sett fram í haust en nú bíða margir kennaranemar í mikilli óvissu um hvort þeir eigi að halda áfram námi eða setja það á bið þar til lausn finnst í málinu en þá er spurning hversu margir snúa aftur til baka í námið. Þess vegna krefst Vaka þess að frumvarpið sem snýr að sérstöku úrræði fyrir kennaranema verði sett fram sem fyrst og hljóti afgreiðslu á vorþingi. Standa verður við þau loforð sem gefin hafa verið til þess að kennaranemar geti sinnt námi sínu án þess að hafa miklar fjárhagslegar áhyggjur. Tíminn er á þrotum og útskrifaðir kennarar eru hvergi nærri því að uppfylla endurnýjun stéttarinnar. Stefna Vöku er skýr og raunsæ í þessum málefnum, höldum áfram að þrýsta á stjórnvöld og kjóstu Vöku til forystu í Stúdentaráði 6. og 7. febrúar.Höfundur er nemi í leikskólakennarafræði og skipar 1. sæti á framboðslista Vöku á Menntavísindasviði fyrir stúdentaráðskosningar Háskóla Íslands.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun