Kristófer Acox, Sigmundur Davíð og Dagur B. Eggertsson eiga allir rétt á sömu mannvirðingu Elliði Vignisson skrifar 4. febrúar 2019 01:30 Ég hef áður skrifað pistil um hugtakið „mannvirðing“. Í þessu gagnsæja orði felst sú virðing sem allir eiga skilið fyrir það eitt að vera manneskja. Mannvirðingin er almenn. Hún á við alla, öllum stundum í öllum aðstæðum. Í mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna segir að: „...allir séu jafnbornir til virðingar og óafsalanlegra réttinda sem er undirstaða frelsis, réttlætis og friðar í heiminum.“ Settu hann í apabúrið Í nýliðinni viku kom upp leiðindaatvik þar sem áhorfendur á íþróttaleik á Sauðárkróki kölluðu inn á leikvöllinn niðrandi orð þar sem vegið var að íþróttamanninum Kristófer Acox. Þessi frábæri íþróttamaður er dökkur á hörund og hin niðrandi orð voru: „Ingi, taktu Kristó útaf og settu hann í apabúrið.“ Sannarlega ömurleg framkoma og eðlilega báðust ábyrgðaraðilar leiksins afsökunar á þessu. Sem betur fer á ekki að viðgangast að íþróttamenn njóti ekki mannvirðingar. Samfélagið bregst við Athyglisvert þótti mér hvernig samfélagið stóð saman um þessa kröfu um mannréttindi til handa íþróttamönnum. Á twitter, facebook og víðar voru hin niðrandi orð fordæmd. Slíkt hið sama var eðlilega gert í almennum fjölmiðlum. Það athyglisverða við þetta þótti mér að svo virðist sem samfélagið telji að mannréttindin séu ekki almenn heldur sértæk. Sjálfur hef ég í hartnær 20 ár tilheyrt stétt stjórnmálamanna. Fáir krefjast mannréttinda þeirri stétt til handa. Er mannvirðingin fyrir stjórnmálafólki minni? Að gamni mínu fletti ég upp bæði sjálfum mér og nokkrum félögum mínum úr stétt stjórnmálafólks. Hér fyrir neðan má finna nokkur dæmi um hvernig sjálfsagt þykir að tala um persónur stjórnmálamanna: Bjarni Benediktson; „Þetta er sjálfstæðiskítseiði sem lýgur því sem honum dettur í hug.“ Áslaug Arna; „Þessi stelpa er heimsk og veruleikafirrt tík.“ Sigmundur Davíð; „Hann er latur, lyginn og falskur popúlisti sem eingöngu er í pólitik fyrir sjálfan sig.“ Jóhanna Sigurðardóttir; „Þessi kelling ætti að kveikja í sér“ Elliði Vignisson; „hrokagikkur, hálfviti, kjáni og siðblindingi“ Dagur B. Eggertsson; „Heimsk bulluskjóða sem er örugglega með Alzheimer“. Vigdís Haukdsóttir „Æiii nennir einhver að segja henni að enginn þoli hana enda er hún ömurleg persóna“. ....listinn er endalaus. Gagnrýni er ekki skortur á mannvirðinguNú er rétt að taka það fram að það er sjálfsagt og eðlilegt að fólk gagnrýni bæði stjórnmálamenn, íþróttafólk og hvað það sem þeim sýnist. Þannig er ekkert að því að einhver segi að Kristófer Acox hafi verið slakur í tilgreindum íþróttaleik eða jafnvel að þú vonir að hann hitti ekki úr einu einasta skoti. Það er heldur ekkert að því að segja að Sigmundur Davíð og Elliði Vignisson séu slæmir stjórnmálamenn sem skilja ekki kjósendur eða jafnvel að þú vonir að þeir tapi kosningum.Bóndi í Ölfusi og þingmaður á fyllerí eiga báðir rétt á mannvirðingu.Ég minni enn og aftur á að mannvirðing er grundvallarvirðing sem allir eig rétt á. Hún er jafn sjálfsögð og rétturinn til að takast málefnalega á. Ekkert getur svipt okkur henni og enginn hefur rétt til að afsala sér henni. Hún tekur til allra, allsstaðar. Það skiptir ekki máli hvort þú ert hörundsdökkur leikmaður á Sauðárkróki, fjármálaráðherra, bóndi í Ölfus eða þingmaður sem fer á fyllerí og talar ógætilega. Málið er stærra en svo að þetta snúist bara um líðan eða velferð stjórnmálafólks. Málið er að ef við lítum ekki á mannréttindi sem almenn og ófrávíkjanleg þá erum við þar með búin að ákveða að það megi útdeila þeim til sumra, til dæmis eftir húðlit eða starfi, en ekki annarra. Allir verða að eiga skilið mannvirðingu og það er hættuleg hræsni að krefjast mannvirðingar til handa einum en taka þátt í að svipta aðra henni.Pistillinn birtist fyrst á heimasíðu Elliða Vignissonar, bæjarstjóra Ölfuss. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elliði Vignisson Mest lesið Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Ég hef áður skrifað pistil um hugtakið „mannvirðing“. Í þessu gagnsæja orði felst sú virðing sem allir eiga skilið fyrir það eitt að vera manneskja. Mannvirðingin er almenn. Hún á við alla, öllum stundum í öllum aðstæðum. Í mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna segir að: „...allir séu jafnbornir til virðingar og óafsalanlegra réttinda sem er undirstaða frelsis, réttlætis og friðar í heiminum.“ Settu hann í apabúrið Í nýliðinni viku kom upp leiðindaatvik þar sem áhorfendur á íþróttaleik á Sauðárkróki kölluðu inn á leikvöllinn niðrandi orð þar sem vegið var að íþróttamanninum Kristófer Acox. Þessi frábæri íþróttamaður er dökkur á hörund og hin niðrandi orð voru: „Ingi, taktu Kristó útaf og settu hann í apabúrið.“ Sannarlega ömurleg framkoma og eðlilega báðust ábyrgðaraðilar leiksins afsökunar á þessu. Sem betur fer á ekki að viðgangast að íþróttamenn njóti ekki mannvirðingar. Samfélagið bregst við Athyglisvert þótti mér hvernig samfélagið stóð saman um þessa kröfu um mannréttindi til handa íþróttamönnum. Á twitter, facebook og víðar voru hin niðrandi orð fordæmd. Slíkt hið sama var eðlilega gert í almennum fjölmiðlum. Það athyglisverða við þetta þótti mér að svo virðist sem samfélagið telji að mannréttindin séu ekki almenn heldur sértæk. Sjálfur hef ég í hartnær 20 ár tilheyrt stétt stjórnmálamanna. Fáir krefjast mannréttinda þeirri stétt til handa. Er mannvirðingin fyrir stjórnmálafólki minni? Að gamni mínu fletti ég upp bæði sjálfum mér og nokkrum félögum mínum úr stétt stjórnmálafólks. Hér fyrir neðan má finna nokkur dæmi um hvernig sjálfsagt þykir að tala um persónur stjórnmálamanna: Bjarni Benediktson; „Þetta er sjálfstæðiskítseiði sem lýgur því sem honum dettur í hug.“ Áslaug Arna; „Þessi stelpa er heimsk og veruleikafirrt tík.“ Sigmundur Davíð; „Hann er latur, lyginn og falskur popúlisti sem eingöngu er í pólitik fyrir sjálfan sig.“ Jóhanna Sigurðardóttir; „Þessi kelling ætti að kveikja í sér“ Elliði Vignisson; „hrokagikkur, hálfviti, kjáni og siðblindingi“ Dagur B. Eggertsson; „Heimsk bulluskjóða sem er örugglega með Alzheimer“. Vigdís Haukdsóttir „Æiii nennir einhver að segja henni að enginn þoli hana enda er hún ömurleg persóna“. ....listinn er endalaus. Gagnrýni er ekki skortur á mannvirðinguNú er rétt að taka það fram að það er sjálfsagt og eðlilegt að fólk gagnrýni bæði stjórnmálamenn, íþróttafólk og hvað það sem þeim sýnist. Þannig er ekkert að því að einhver segi að Kristófer Acox hafi verið slakur í tilgreindum íþróttaleik eða jafnvel að þú vonir að hann hitti ekki úr einu einasta skoti. Það er heldur ekkert að því að segja að Sigmundur Davíð og Elliði Vignisson séu slæmir stjórnmálamenn sem skilja ekki kjósendur eða jafnvel að þú vonir að þeir tapi kosningum.Bóndi í Ölfusi og þingmaður á fyllerí eiga báðir rétt á mannvirðingu.Ég minni enn og aftur á að mannvirðing er grundvallarvirðing sem allir eig rétt á. Hún er jafn sjálfsögð og rétturinn til að takast málefnalega á. Ekkert getur svipt okkur henni og enginn hefur rétt til að afsala sér henni. Hún tekur til allra, allsstaðar. Það skiptir ekki máli hvort þú ert hörundsdökkur leikmaður á Sauðárkróki, fjármálaráðherra, bóndi í Ölfus eða þingmaður sem fer á fyllerí og talar ógætilega. Málið er stærra en svo að þetta snúist bara um líðan eða velferð stjórnmálafólks. Málið er að ef við lítum ekki á mannréttindi sem almenn og ófrávíkjanleg þá erum við þar með búin að ákveða að það megi útdeila þeim til sumra, til dæmis eftir húðlit eða starfi, en ekki annarra. Allir verða að eiga skilið mannvirðingu og það er hættuleg hræsni að krefjast mannvirðingar til handa einum en taka þátt í að svipta aðra henni.Pistillinn birtist fyrst á heimasíðu Elliða Vignissonar, bæjarstjóra Ölfuss.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun