Kristófer Acox, Sigmundur Davíð og Dagur B. Eggertsson eiga allir rétt á sömu mannvirðingu Elliði Vignisson skrifar 4. febrúar 2019 01:30 Ég hef áður skrifað pistil um hugtakið „mannvirðing“. Í þessu gagnsæja orði felst sú virðing sem allir eiga skilið fyrir það eitt að vera manneskja. Mannvirðingin er almenn. Hún á við alla, öllum stundum í öllum aðstæðum. Í mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna segir að: „...allir séu jafnbornir til virðingar og óafsalanlegra réttinda sem er undirstaða frelsis, réttlætis og friðar í heiminum.“ Settu hann í apabúrið Í nýliðinni viku kom upp leiðindaatvik þar sem áhorfendur á íþróttaleik á Sauðárkróki kölluðu inn á leikvöllinn niðrandi orð þar sem vegið var að íþróttamanninum Kristófer Acox. Þessi frábæri íþróttamaður er dökkur á hörund og hin niðrandi orð voru: „Ingi, taktu Kristó útaf og settu hann í apabúrið.“ Sannarlega ömurleg framkoma og eðlilega báðust ábyrgðaraðilar leiksins afsökunar á þessu. Sem betur fer á ekki að viðgangast að íþróttamenn njóti ekki mannvirðingar. Samfélagið bregst við Athyglisvert þótti mér hvernig samfélagið stóð saman um þessa kröfu um mannréttindi til handa íþróttamönnum. Á twitter, facebook og víðar voru hin niðrandi orð fordæmd. Slíkt hið sama var eðlilega gert í almennum fjölmiðlum. Það athyglisverða við þetta þótti mér að svo virðist sem samfélagið telji að mannréttindin séu ekki almenn heldur sértæk. Sjálfur hef ég í hartnær 20 ár tilheyrt stétt stjórnmálamanna. Fáir krefjast mannréttinda þeirri stétt til handa. Er mannvirðingin fyrir stjórnmálafólki minni? Að gamni mínu fletti ég upp bæði sjálfum mér og nokkrum félögum mínum úr stétt stjórnmálafólks. Hér fyrir neðan má finna nokkur dæmi um hvernig sjálfsagt þykir að tala um persónur stjórnmálamanna: Bjarni Benediktson; „Þetta er sjálfstæðiskítseiði sem lýgur því sem honum dettur í hug.“ Áslaug Arna; „Þessi stelpa er heimsk og veruleikafirrt tík.“ Sigmundur Davíð; „Hann er latur, lyginn og falskur popúlisti sem eingöngu er í pólitik fyrir sjálfan sig.“ Jóhanna Sigurðardóttir; „Þessi kelling ætti að kveikja í sér“ Elliði Vignisson; „hrokagikkur, hálfviti, kjáni og siðblindingi“ Dagur B. Eggertsson; „Heimsk bulluskjóða sem er örugglega með Alzheimer“. Vigdís Haukdsóttir „Æiii nennir einhver að segja henni að enginn þoli hana enda er hún ömurleg persóna“. ....listinn er endalaus. Gagnrýni er ekki skortur á mannvirðinguNú er rétt að taka það fram að það er sjálfsagt og eðlilegt að fólk gagnrýni bæði stjórnmálamenn, íþróttafólk og hvað það sem þeim sýnist. Þannig er ekkert að því að einhver segi að Kristófer Acox hafi verið slakur í tilgreindum íþróttaleik eða jafnvel að þú vonir að hann hitti ekki úr einu einasta skoti. Það er heldur ekkert að því að segja að Sigmundur Davíð og Elliði Vignisson séu slæmir stjórnmálamenn sem skilja ekki kjósendur eða jafnvel að þú vonir að þeir tapi kosningum.Bóndi í Ölfusi og þingmaður á fyllerí eiga báðir rétt á mannvirðingu.Ég minni enn og aftur á að mannvirðing er grundvallarvirðing sem allir eig rétt á. Hún er jafn sjálfsögð og rétturinn til að takast málefnalega á. Ekkert getur svipt okkur henni og enginn hefur rétt til að afsala sér henni. Hún tekur til allra, allsstaðar. Það skiptir ekki máli hvort þú ert hörundsdökkur leikmaður á Sauðárkróki, fjármálaráðherra, bóndi í Ölfus eða þingmaður sem fer á fyllerí og talar ógætilega. Málið er stærra en svo að þetta snúist bara um líðan eða velferð stjórnmálafólks. Málið er að ef við lítum ekki á mannréttindi sem almenn og ófrávíkjanleg þá erum við þar með búin að ákveða að það megi útdeila þeim til sumra, til dæmis eftir húðlit eða starfi, en ekki annarra. Allir verða að eiga skilið mannvirðingu og það er hættuleg hræsni að krefjast mannvirðingar til handa einum en taka þátt í að svipta aðra henni.Pistillinn birtist fyrst á heimasíðu Elliða Vignissonar, bæjarstjóra Ölfuss. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elliði Vignisson Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef áður skrifað pistil um hugtakið „mannvirðing“. Í þessu gagnsæja orði felst sú virðing sem allir eiga skilið fyrir það eitt að vera manneskja. Mannvirðingin er almenn. Hún á við alla, öllum stundum í öllum aðstæðum. Í mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna segir að: „...allir séu jafnbornir til virðingar og óafsalanlegra réttinda sem er undirstaða frelsis, réttlætis og friðar í heiminum.“ Settu hann í apabúrið Í nýliðinni viku kom upp leiðindaatvik þar sem áhorfendur á íþróttaleik á Sauðárkróki kölluðu inn á leikvöllinn niðrandi orð þar sem vegið var að íþróttamanninum Kristófer Acox. Þessi frábæri íþróttamaður er dökkur á hörund og hin niðrandi orð voru: „Ingi, taktu Kristó útaf og settu hann í apabúrið.“ Sannarlega ömurleg framkoma og eðlilega báðust ábyrgðaraðilar leiksins afsökunar á þessu. Sem betur fer á ekki að viðgangast að íþróttamenn njóti ekki mannvirðingar. Samfélagið bregst við Athyglisvert þótti mér hvernig samfélagið stóð saman um þessa kröfu um mannréttindi til handa íþróttamönnum. Á twitter, facebook og víðar voru hin niðrandi orð fordæmd. Slíkt hið sama var eðlilega gert í almennum fjölmiðlum. Það athyglisverða við þetta þótti mér að svo virðist sem samfélagið telji að mannréttindin séu ekki almenn heldur sértæk. Sjálfur hef ég í hartnær 20 ár tilheyrt stétt stjórnmálamanna. Fáir krefjast mannréttinda þeirri stétt til handa. Er mannvirðingin fyrir stjórnmálafólki minni? Að gamni mínu fletti ég upp bæði sjálfum mér og nokkrum félögum mínum úr stétt stjórnmálafólks. Hér fyrir neðan má finna nokkur dæmi um hvernig sjálfsagt þykir að tala um persónur stjórnmálamanna: Bjarni Benediktson; „Þetta er sjálfstæðiskítseiði sem lýgur því sem honum dettur í hug.“ Áslaug Arna; „Þessi stelpa er heimsk og veruleikafirrt tík.“ Sigmundur Davíð; „Hann er latur, lyginn og falskur popúlisti sem eingöngu er í pólitik fyrir sjálfan sig.“ Jóhanna Sigurðardóttir; „Þessi kelling ætti að kveikja í sér“ Elliði Vignisson; „hrokagikkur, hálfviti, kjáni og siðblindingi“ Dagur B. Eggertsson; „Heimsk bulluskjóða sem er örugglega með Alzheimer“. Vigdís Haukdsóttir „Æiii nennir einhver að segja henni að enginn þoli hana enda er hún ömurleg persóna“. ....listinn er endalaus. Gagnrýni er ekki skortur á mannvirðinguNú er rétt að taka það fram að það er sjálfsagt og eðlilegt að fólk gagnrýni bæði stjórnmálamenn, íþróttafólk og hvað það sem þeim sýnist. Þannig er ekkert að því að einhver segi að Kristófer Acox hafi verið slakur í tilgreindum íþróttaleik eða jafnvel að þú vonir að hann hitti ekki úr einu einasta skoti. Það er heldur ekkert að því að segja að Sigmundur Davíð og Elliði Vignisson séu slæmir stjórnmálamenn sem skilja ekki kjósendur eða jafnvel að þú vonir að þeir tapi kosningum.Bóndi í Ölfusi og þingmaður á fyllerí eiga báðir rétt á mannvirðingu.Ég minni enn og aftur á að mannvirðing er grundvallarvirðing sem allir eig rétt á. Hún er jafn sjálfsögð og rétturinn til að takast málefnalega á. Ekkert getur svipt okkur henni og enginn hefur rétt til að afsala sér henni. Hún tekur til allra, allsstaðar. Það skiptir ekki máli hvort þú ert hörundsdökkur leikmaður á Sauðárkróki, fjármálaráðherra, bóndi í Ölfus eða þingmaður sem fer á fyllerí og talar ógætilega. Málið er stærra en svo að þetta snúist bara um líðan eða velferð stjórnmálafólks. Málið er að ef við lítum ekki á mannréttindi sem almenn og ófrávíkjanleg þá erum við þar með búin að ákveða að það megi útdeila þeim til sumra, til dæmis eftir húðlit eða starfi, en ekki annarra. Allir verða að eiga skilið mannvirðingu og það er hættuleg hræsni að krefjast mannvirðingar til handa einum en taka þátt í að svipta aðra henni.Pistillinn birtist fyrst á heimasíðu Elliða Vignissonar, bæjarstjóra Ölfuss.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar