Vanvirðing við vinnandi fólk Valgerður Árnadóttir skrifar 6. febrúar 2019 16:03 Hvernig stendur á því að ráðamenn þessarar þjóðar skuli ekki láta sig varða kjör kjósenda þeirra? Hversu illa erum við stödd þegar þingmenn okkar hafa ekki tengsl eða skilning fyrir almenningi í landinu? Ríkir hér svo mikil forréttindablinda og stéttarskipting að menn eru ófærir um að setja sig í spor annarra? Hvaða málefni í okkar litla þjóðfélagi er mikilvægara en kjarasamningar fólksins sem hér býr og vinnur? Þarf að skikka þingmenn til að taka amk. einn mánuð af sínu ofurlanga sumarfríi í að vinna láglaunastörf svo þau hafi skilning á þörfum kjósenda sinna? Í starfi mínu hjá stéttarfélagi hitti ég mikið af fólki. Fólk sem vinnur baki brotnu við að halda uppi helstu stoðum samfélagsins, fólkið sem keyrir strætó, hugsar um eldri borgara okkar, börnin okkar, fólk sem framleiðir matinn okkar, eldar hann og ber hann fram, fólkið sem sinnir ferðamönnunum, þrífur eftir þá, þrífur eftir okkur, tekur ruslið okkar, lagar vegina okkar, sér um garðana, perurnar í ljósastaurunum og svo má lengi telja. Fólkið sem er ómissandi til að daglegt líf okkar geti gengið smurt. En allstaðar sem ég fer heyri ég sögur af viðmóti sem þetta fólk fær, skilningsleysið sem mætir því, vanvirðingin sem því er sýnt og það hryggir mig, ég er miður mín yfir óréttlætinu og skil ekki að á þau sé ekki hlustað, að kröfum þeirra sé ekki mætt. Það er ekki nóg með að fólki sé boðið skítakaup sem enginn getur lifað af í nútímasamfélagi heldur þarf það að finna fyrir því daglega hvað það er lítils metið. Viðmót sem fólk í láglaunastörfum fær er ömurlegt og sérstaklega gagnvart fólki af erlendu bergi brotið. Því er sagt í hvert sinn og það biður um örlítið betri kjör að það eigi að vera þakklátt fyrir að vera yfir höfuð með vinnu. Vinnuveitendur hóta erlendu starfsfólki að það muni koma í veg fyrir að það fá vinnu annars staðar ef það reynir að berjast fyrir réttindum sínum, ef það leitar til stéttarfélagsins vegna þess að það er verið að brjóta á því getur það átt hættu á að missa starfið. Rétt fyrir jólin hitti ég verkakonu hjá matvælafyrirtæki, hún hafði unnið þar í 35 ár við að framleiða vöru sem flestir telja ómissandi, sérstaklega fyrir jólin, en hún fékk uppsagnarbréf í jólagjöf. Orðin 65 ára gömul, átti einungis 2 ár eftir í ellilaun og stjórn fyrirtækisins taldi þau þurfa að hagræða svo að þau sögðu upp elstu starfsmönnunum sem hafa sýnt fyrirtækinu tryggð í gegnum súrt og sætt og það fyrir lágmarkslaun. Eftir 35 ár í starfi náði kaupið fyrir fulla vinnu einungis lágmarki sem er 300 þúsund krónur. Tryggð fyrirtækis við starfsmenn er engin en tryggð starfsmanna er krafist. Svigrúm kauphækkana er engin en aðaleigandi þessa fyrirtækis greiddi sjálfum sér 3,2 milljarða í arð á síðasta ári. Þúsundfalda launaupphæð konunnar sem var sagt upp. Þegar ráðamenn eru spurðir hvort ekki þurfi að bæta kaup og kjör þessa fólks er svarið oft á þann veg að allir hafi jöfn tækifæri á Íslandi í dag, að allir geti sótt sér menntun og komið sér í önnur störf ef þau svo kjósa. Fyrir utan hvað það sýnir mikla vanþekkingu á raunveruleika vinnandi fólks þá gleyma þeir þeirri staðreynd að einhver þarf að vinna þessi störf, þau eru ómissandi í nútímasamfélagi og því ætti að sjá til þess að fólk sem tekur á sig að vinna þau fái mannsæmandi laun fyrir. Það er kominn tími til að ráðamenn þessarar þjóðar taki forréttindahuluna frá augunum og standi með kjósendum sínum og beiti sér fyrir því að bæta kjör þeirra. Ef þau gera það ekki þá efast ég að þau fái áframhaldandi vinnu á þingi eftir næstu kosningar, það eru jú jöfn tækifæri fyrir alla að bjóða sig fram til þings og margt gott fólk sem er til í að taka við keflinu.Höfundur er starfsmaður Eflingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Valgerður Árnadóttir Mest lesið Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Hvernig stendur á því að ráðamenn þessarar þjóðar skuli ekki láta sig varða kjör kjósenda þeirra? Hversu illa erum við stödd þegar þingmenn okkar hafa ekki tengsl eða skilning fyrir almenningi í landinu? Ríkir hér svo mikil forréttindablinda og stéttarskipting að menn eru ófærir um að setja sig í spor annarra? Hvaða málefni í okkar litla þjóðfélagi er mikilvægara en kjarasamningar fólksins sem hér býr og vinnur? Þarf að skikka þingmenn til að taka amk. einn mánuð af sínu ofurlanga sumarfríi í að vinna láglaunastörf svo þau hafi skilning á þörfum kjósenda sinna? Í starfi mínu hjá stéttarfélagi hitti ég mikið af fólki. Fólk sem vinnur baki brotnu við að halda uppi helstu stoðum samfélagsins, fólkið sem keyrir strætó, hugsar um eldri borgara okkar, börnin okkar, fólk sem framleiðir matinn okkar, eldar hann og ber hann fram, fólkið sem sinnir ferðamönnunum, þrífur eftir þá, þrífur eftir okkur, tekur ruslið okkar, lagar vegina okkar, sér um garðana, perurnar í ljósastaurunum og svo má lengi telja. Fólkið sem er ómissandi til að daglegt líf okkar geti gengið smurt. En allstaðar sem ég fer heyri ég sögur af viðmóti sem þetta fólk fær, skilningsleysið sem mætir því, vanvirðingin sem því er sýnt og það hryggir mig, ég er miður mín yfir óréttlætinu og skil ekki að á þau sé ekki hlustað, að kröfum þeirra sé ekki mætt. Það er ekki nóg með að fólki sé boðið skítakaup sem enginn getur lifað af í nútímasamfélagi heldur þarf það að finna fyrir því daglega hvað það er lítils metið. Viðmót sem fólk í láglaunastörfum fær er ömurlegt og sérstaklega gagnvart fólki af erlendu bergi brotið. Því er sagt í hvert sinn og það biður um örlítið betri kjör að það eigi að vera þakklátt fyrir að vera yfir höfuð með vinnu. Vinnuveitendur hóta erlendu starfsfólki að það muni koma í veg fyrir að það fá vinnu annars staðar ef það reynir að berjast fyrir réttindum sínum, ef það leitar til stéttarfélagsins vegna þess að það er verið að brjóta á því getur það átt hættu á að missa starfið. Rétt fyrir jólin hitti ég verkakonu hjá matvælafyrirtæki, hún hafði unnið þar í 35 ár við að framleiða vöru sem flestir telja ómissandi, sérstaklega fyrir jólin, en hún fékk uppsagnarbréf í jólagjöf. Orðin 65 ára gömul, átti einungis 2 ár eftir í ellilaun og stjórn fyrirtækisins taldi þau þurfa að hagræða svo að þau sögðu upp elstu starfsmönnunum sem hafa sýnt fyrirtækinu tryggð í gegnum súrt og sætt og það fyrir lágmarkslaun. Eftir 35 ár í starfi náði kaupið fyrir fulla vinnu einungis lágmarki sem er 300 þúsund krónur. Tryggð fyrirtækis við starfsmenn er engin en tryggð starfsmanna er krafist. Svigrúm kauphækkana er engin en aðaleigandi þessa fyrirtækis greiddi sjálfum sér 3,2 milljarða í arð á síðasta ári. Þúsundfalda launaupphæð konunnar sem var sagt upp. Þegar ráðamenn eru spurðir hvort ekki þurfi að bæta kaup og kjör þessa fólks er svarið oft á þann veg að allir hafi jöfn tækifæri á Íslandi í dag, að allir geti sótt sér menntun og komið sér í önnur störf ef þau svo kjósa. Fyrir utan hvað það sýnir mikla vanþekkingu á raunveruleika vinnandi fólks þá gleyma þeir þeirri staðreynd að einhver þarf að vinna þessi störf, þau eru ómissandi í nútímasamfélagi og því ætti að sjá til þess að fólk sem tekur á sig að vinna þau fái mannsæmandi laun fyrir. Það er kominn tími til að ráðamenn þessarar þjóðar taki forréttindahuluna frá augunum og standi með kjósendum sínum og beiti sér fyrir því að bæta kjör þeirra. Ef þau gera það ekki þá efast ég að þau fái áframhaldandi vinnu á þingi eftir næstu kosningar, það eru jú jöfn tækifæri fyrir alla að bjóða sig fram til þings og margt gott fólk sem er til í að taka við keflinu.Höfundur er starfsmaður Eflingar.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun