Dagur leikskólans – dagurinn okkar allra Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar 6. febrúar 2019 17:29 Læsi er meira en stafa staut og stagl um forsetningar Það er lífsins langa þraut að læra um tilfinningar.Svo kvað Kolbrún Vigfúsdóttir árið 2012 í tilefni af ráðstefnu um mikilvægi læsis í leikskólastarfi. Mikilvægi leikskólans í okkar samfélagi er ótvírætt og leikskólinn gegnir margvíslegu hlutverki. Hann er menntastofnun þar sem börn hafa frelsi til að skapa og læra gegnum leik, þroska sig félagslega í öruggu og umhyggjusömu umhverfi og ná tökum á mögnuðum þáttum náms, þroska og tilfinningagreindar á viðkvæmum mótunarárum. Leikskólinn hefur annað mikilvægt hlutverk sem er að tryggja jafnræði til náms og þroska, öryggis og umhyggju. Samfélag sem tryggir öllum börnum óháð efnahag, uppruna og aðstæðum góða leikskóla má vera stolt af því. Eitt er það hlutverk sem fer kannski mest fyrir í umræðunni á degi hverjum, og það er þjónustuhlutverk leikskólans. Að mörgu leyti er það skiljanlegt, foreldrar ungra barna treysta mjög á þjónustu leikskólans enda atvinnuþátttaka mikil og hraðinn í nútímasamfélagi stundum meiri en góðu hófi gegnir. Við skulum þó ekki vanmeta eða vanrækja að ræða saman um menntunar- og félagslegt hlutverk leikskólans. Að vel takist til þar er, þegar öllu er á botninn hvolft, dýrmætara en allt annað.Vettvangur vinabanda – leikvöllur reynslunnarÍ leikskólanum læra málestur margra þáttaeigin skilning, annars ráðeinnig leið til sátta. Hér er önnur kjarnyrt vísa úr smiðju Kolbrúnar Vigfúsdóttur sem segir ótalmargt um daglegt starf leikskólabarna. Í leikskólanum leggja börn grunn að félagsþroska sínum, þar myndast fyrstu vinaböndin, þar læra börn að skilja hvert annað, þrefa, sættast, ærslast, leika sér, gleyma sér, byggja upp, uppgötva og tilheyra hópi. Þetta eru ekki litlir áfangar, þeir eru hver um sig umfangsmiklir og leggja grunn að öllu því sem ein manneskja þarf síðar að takast á við, í stórum og smáum lífsverkefnum. Við vitum sífellt meira um það hvað fyrstu árin í lífi manneskjunnar eru óendanlega mikilvæg, hver króna, kraftur og atbeina sem lögð eru í starf leikskólanna fáum við margfalt til baka. Námsumhverfi leikskólans er fjölbreytt og býður upp á ótal tækifæri til rannsókna og uppgötvana, á forsendum barnanna sjálfra og með virkri þátttöku þeirra. „Þetta mannlega, það eru störf framtíðarinnar“ Þessi góðu orð lét Kristín Dýrfjörð, leikskólakennari og dósent við Háskólann á Akureyri falla, í útvarpsþætti Ævars Kjartanssonar og Jóns Torfa Jónassonar um menntun og framtíðina. Í heimi sem breytist hratt er augljóst að mörg störf munu taka miklum breytingum, jafnvel hverfa í þeirri mynd sem við þekkjum þau í dag. Á Íslandi hefur lengi verið skortur á leikskólakennurum. Það er verulegt áhyggjuefni þó gleðilegt sé að umsóknum hafi fjölgað síðastliðið haust. Leikskólakennarastarfið er skapandi starf sem er í örri þróun en fullyrða má að fáar stéttir fái jafn jákvæða endurgjöf frá umhverfinu og leikskólakennarar. Þannig svöruðu um 96% reykvískra foreldra árið 2017 því til að þeir væru ánægðir með leikskóla barna sinna. Leikskólakennarastarfið mun halda áfram að þróast og breytast en það mun halda velli, sama hvernig vindar blása. Hinn mannlegi þáttur uppeldis og menntunar verður alla tíð mikilvægur, hugsanlega enn mikilvægari sé litið til þeirrar fjölþættu hæfni sem fólk verður að búa yfir til að öðlast farsæld og njóta velgengni í breyttum heimi. Leikskólinn er ótvírætt ein mikilvægasta stofnun okkar samfélags, óháð því hvort við eigum börn eða barnabörn á leikskólaaldri. Ég óska því okkur öllum til hamingju með dag leikskólans –hann er dagurinn okkar allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Læsi er meira en stafa staut og stagl um forsetningar Það er lífsins langa þraut að læra um tilfinningar.Svo kvað Kolbrún Vigfúsdóttir árið 2012 í tilefni af ráðstefnu um mikilvægi læsis í leikskólastarfi. Mikilvægi leikskólans í okkar samfélagi er ótvírætt og leikskólinn gegnir margvíslegu hlutverki. Hann er menntastofnun þar sem börn hafa frelsi til að skapa og læra gegnum leik, þroska sig félagslega í öruggu og umhyggjusömu umhverfi og ná tökum á mögnuðum þáttum náms, þroska og tilfinningagreindar á viðkvæmum mótunarárum. Leikskólinn hefur annað mikilvægt hlutverk sem er að tryggja jafnræði til náms og þroska, öryggis og umhyggju. Samfélag sem tryggir öllum börnum óháð efnahag, uppruna og aðstæðum góða leikskóla má vera stolt af því. Eitt er það hlutverk sem fer kannski mest fyrir í umræðunni á degi hverjum, og það er þjónustuhlutverk leikskólans. Að mörgu leyti er það skiljanlegt, foreldrar ungra barna treysta mjög á þjónustu leikskólans enda atvinnuþátttaka mikil og hraðinn í nútímasamfélagi stundum meiri en góðu hófi gegnir. Við skulum þó ekki vanmeta eða vanrækja að ræða saman um menntunar- og félagslegt hlutverk leikskólans. Að vel takist til þar er, þegar öllu er á botninn hvolft, dýrmætara en allt annað.Vettvangur vinabanda – leikvöllur reynslunnarÍ leikskólanum læra málestur margra þáttaeigin skilning, annars ráðeinnig leið til sátta. Hér er önnur kjarnyrt vísa úr smiðju Kolbrúnar Vigfúsdóttur sem segir ótalmargt um daglegt starf leikskólabarna. Í leikskólanum leggja börn grunn að félagsþroska sínum, þar myndast fyrstu vinaböndin, þar læra börn að skilja hvert annað, þrefa, sættast, ærslast, leika sér, gleyma sér, byggja upp, uppgötva og tilheyra hópi. Þetta eru ekki litlir áfangar, þeir eru hver um sig umfangsmiklir og leggja grunn að öllu því sem ein manneskja þarf síðar að takast á við, í stórum og smáum lífsverkefnum. Við vitum sífellt meira um það hvað fyrstu árin í lífi manneskjunnar eru óendanlega mikilvæg, hver króna, kraftur og atbeina sem lögð eru í starf leikskólanna fáum við margfalt til baka. Námsumhverfi leikskólans er fjölbreytt og býður upp á ótal tækifæri til rannsókna og uppgötvana, á forsendum barnanna sjálfra og með virkri þátttöku þeirra. „Þetta mannlega, það eru störf framtíðarinnar“ Þessi góðu orð lét Kristín Dýrfjörð, leikskólakennari og dósent við Háskólann á Akureyri falla, í útvarpsþætti Ævars Kjartanssonar og Jóns Torfa Jónassonar um menntun og framtíðina. Í heimi sem breytist hratt er augljóst að mörg störf munu taka miklum breytingum, jafnvel hverfa í þeirri mynd sem við þekkjum þau í dag. Á Íslandi hefur lengi verið skortur á leikskólakennurum. Það er verulegt áhyggjuefni þó gleðilegt sé að umsóknum hafi fjölgað síðastliðið haust. Leikskólakennarastarfið er skapandi starf sem er í örri þróun en fullyrða má að fáar stéttir fái jafn jákvæða endurgjöf frá umhverfinu og leikskólakennarar. Þannig svöruðu um 96% reykvískra foreldra árið 2017 því til að þeir væru ánægðir með leikskóla barna sinna. Leikskólakennarastarfið mun halda áfram að þróast og breytast en það mun halda velli, sama hvernig vindar blása. Hinn mannlegi þáttur uppeldis og menntunar verður alla tíð mikilvægur, hugsanlega enn mikilvægari sé litið til þeirrar fjölþættu hæfni sem fólk verður að búa yfir til að öðlast farsæld og njóta velgengni í breyttum heimi. Leikskólinn er ótvírætt ein mikilvægasta stofnun okkar samfélags, óháð því hvort við eigum börn eða barnabörn á leikskólaaldri. Ég óska því okkur öllum til hamingju með dag leikskólans –hann er dagurinn okkar allra.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar