Fregnir um hátt verðlag ævintýralega ýktar Konráð S. Guðjónsson skrifar 7. febrúar 2019 13:34 ASÍ birti í gær niðurstöður könnunar á matvöruverði í höfuðborgum Norðurlandanna þar sem farið var í nokkrar verslanir og verð skrásett. Samkvæmt könnuninni var matvöruverð í Reykjavík það hæsta meðal höfuðborga Norðulandanna og 67% hærra en í Helsinki. Niðurstöður könnunarinnar eru mjög á skjön við opinberar hagtölur eða staðlaðar verðlagsmælingar Hagstofu Evrópu (Eurostat) eins og þær birtast í samræmdri vísitölu neysluverðs. Það bendir sterklega til þess að könnun ASÍ gefi upp skakka og villandi mynd af samanburði matvöruverðs milli landa. Eurostat tekur saman gögn um hlutfallslegt verðlag milli landa og ná þau til ársins 2017. Með samræmdri vísitölu neysluverðs, sem hlutfallslega verðlagið byggir á, og breytingar á gengi gjaldmiðla er þó lítill vandi að áætla hvert verðlagið var í desember síðastliðnum. Slíkur samanburður leiðir í ljós að matarkarfan og neyslukarfan almennt er ekki dýrust hér á landi af Norðurlöndunum. Til að mynda er matarkarfan hér 11% ódýrari en í Noregi en aðeins 17% dýrari en í Finnlandi. Þó að kannanir á einstökum vörutegundum einstakra aðila geti verið gagnlegar þá koma þær aldrei í staðinn fyrir tölfræði sem safnað er á skipulagðan hátt með fræðilegum aðferðum. Með útgáfu á við þá sem ASÍ birtir er ryki slegið í augu almennings. Að horfa einvörðungu á verðlagið segir einungis hálfa söguna. Það sem skiptir máli þegar upp er staðið er kaupmáttur, hversu mikið af vörum og þjónustu fólk getur keypt fyrir tekjurnar. Í því samhengi má minna á að kaupmáttur launa á Íslandi árið 2017 var sá hæsti meðal Norðurlandanna samkvæmt OECD. Lægsta matvöruverð í Evrópu finnst í Rúmeníu og Makedóníu en efast má um að ASÍ eða aðrir vilji skipta á kaupmætti við þau lönd. Burtséð frá ýktum og villandi tölum ASÍ er það mat Viðskiptaráðs að auka má samkeppni á matvörumarkaði t.d. með afnámi tollaverndar og breytingum á stuðningskerfi landbúnaðar. Þannig má ná fram lægra matvöruverði – stefnum þangað.Mynd/Viðskiptaráð Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Konráð S. Guðjónsson Neytendur Tengdar fréttir Vörukarfan 67 prósent dýrari í Reykjavík en í Helsinki Samkvæmt niðurstöðum nýrrar verðkönnunar Verðlagseftirlits ASÍ á matvöru á Norðurlöndunum er vörukarfa í Reykjavík mun dýrari í Reykjavík en í höfuðborgum hinna Norðurlandanna. 6. febrúar 2019 14:07 Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
ASÍ birti í gær niðurstöður könnunar á matvöruverði í höfuðborgum Norðurlandanna þar sem farið var í nokkrar verslanir og verð skrásett. Samkvæmt könnuninni var matvöruverð í Reykjavík það hæsta meðal höfuðborga Norðulandanna og 67% hærra en í Helsinki. Niðurstöður könnunarinnar eru mjög á skjön við opinberar hagtölur eða staðlaðar verðlagsmælingar Hagstofu Evrópu (Eurostat) eins og þær birtast í samræmdri vísitölu neysluverðs. Það bendir sterklega til þess að könnun ASÍ gefi upp skakka og villandi mynd af samanburði matvöruverðs milli landa. Eurostat tekur saman gögn um hlutfallslegt verðlag milli landa og ná þau til ársins 2017. Með samræmdri vísitölu neysluverðs, sem hlutfallslega verðlagið byggir á, og breytingar á gengi gjaldmiðla er þó lítill vandi að áætla hvert verðlagið var í desember síðastliðnum. Slíkur samanburður leiðir í ljós að matarkarfan og neyslukarfan almennt er ekki dýrust hér á landi af Norðurlöndunum. Til að mynda er matarkarfan hér 11% ódýrari en í Noregi en aðeins 17% dýrari en í Finnlandi. Þó að kannanir á einstökum vörutegundum einstakra aðila geti verið gagnlegar þá koma þær aldrei í staðinn fyrir tölfræði sem safnað er á skipulagðan hátt með fræðilegum aðferðum. Með útgáfu á við þá sem ASÍ birtir er ryki slegið í augu almennings. Að horfa einvörðungu á verðlagið segir einungis hálfa söguna. Það sem skiptir máli þegar upp er staðið er kaupmáttur, hversu mikið af vörum og þjónustu fólk getur keypt fyrir tekjurnar. Í því samhengi má minna á að kaupmáttur launa á Íslandi árið 2017 var sá hæsti meðal Norðurlandanna samkvæmt OECD. Lægsta matvöruverð í Evrópu finnst í Rúmeníu og Makedóníu en efast má um að ASÍ eða aðrir vilji skipta á kaupmætti við þau lönd. Burtséð frá ýktum og villandi tölum ASÍ er það mat Viðskiptaráðs að auka má samkeppni á matvörumarkaði t.d. með afnámi tollaverndar og breytingum á stuðningskerfi landbúnaðar. Þannig má ná fram lægra matvöruverði – stefnum þangað.Mynd/Viðskiptaráð Íslands
Vörukarfan 67 prósent dýrari í Reykjavík en í Helsinki Samkvæmt niðurstöðum nýrrar verðkönnunar Verðlagseftirlits ASÍ á matvöru á Norðurlöndunum er vörukarfa í Reykjavík mun dýrari í Reykjavík en í höfuðborgum hinna Norðurlandanna. 6. febrúar 2019 14:07
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar