Fregnir um hátt verðlag ævintýralega ýktar Konráð S. Guðjónsson skrifar 7. febrúar 2019 13:34 ASÍ birti í gær niðurstöður könnunar á matvöruverði í höfuðborgum Norðurlandanna þar sem farið var í nokkrar verslanir og verð skrásett. Samkvæmt könnuninni var matvöruverð í Reykjavík það hæsta meðal höfuðborga Norðulandanna og 67% hærra en í Helsinki. Niðurstöður könnunarinnar eru mjög á skjön við opinberar hagtölur eða staðlaðar verðlagsmælingar Hagstofu Evrópu (Eurostat) eins og þær birtast í samræmdri vísitölu neysluverðs. Það bendir sterklega til þess að könnun ASÍ gefi upp skakka og villandi mynd af samanburði matvöruverðs milli landa. Eurostat tekur saman gögn um hlutfallslegt verðlag milli landa og ná þau til ársins 2017. Með samræmdri vísitölu neysluverðs, sem hlutfallslega verðlagið byggir á, og breytingar á gengi gjaldmiðla er þó lítill vandi að áætla hvert verðlagið var í desember síðastliðnum. Slíkur samanburður leiðir í ljós að matarkarfan og neyslukarfan almennt er ekki dýrust hér á landi af Norðurlöndunum. Til að mynda er matarkarfan hér 11% ódýrari en í Noregi en aðeins 17% dýrari en í Finnlandi. Þó að kannanir á einstökum vörutegundum einstakra aðila geti verið gagnlegar þá koma þær aldrei í staðinn fyrir tölfræði sem safnað er á skipulagðan hátt með fræðilegum aðferðum. Með útgáfu á við þá sem ASÍ birtir er ryki slegið í augu almennings. Að horfa einvörðungu á verðlagið segir einungis hálfa söguna. Það sem skiptir máli þegar upp er staðið er kaupmáttur, hversu mikið af vörum og þjónustu fólk getur keypt fyrir tekjurnar. Í því samhengi má minna á að kaupmáttur launa á Íslandi árið 2017 var sá hæsti meðal Norðurlandanna samkvæmt OECD. Lægsta matvöruverð í Evrópu finnst í Rúmeníu og Makedóníu en efast má um að ASÍ eða aðrir vilji skipta á kaupmætti við þau lönd. Burtséð frá ýktum og villandi tölum ASÍ er það mat Viðskiptaráðs að auka má samkeppni á matvörumarkaði t.d. með afnámi tollaverndar og breytingum á stuðningskerfi landbúnaðar. Þannig má ná fram lægra matvöruverði – stefnum þangað.Mynd/Viðskiptaráð Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Konráð S. Guðjónsson Neytendur Tengdar fréttir Vörukarfan 67 prósent dýrari í Reykjavík en í Helsinki Samkvæmt niðurstöðum nýrrar verðkönnunar Verðlagseftirlits ASÍ á matvöru á Norðurlöndunum er vörukarfa í Reykjavík mun dýrari í Reykjavík en í höfuðborgum hinna Norðurlandanna. 6. febrúar 2019 14:07 Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
ASÍ birti í gær niðurstöður könnunar á matvöruverði í höfuðborgum Norðurlandanna þar sem farið var í nokkrar verslanir og verð skrásett. Samkvæmt könnuninni var matvöruverð í Reykjavík það hæsta meðal höfuðborga Norðulandanna og 67% hærra en í Helsinki. Niðurstöður könnunarinnar eru mjög á skjön við opinberar hagtölur eða staðlaðar verðlagsmælingar Hagstofu Evrópu (Eurostat) eins og þær birtast í samræmdri vísitölu neysluverðs. Það bendir sterklega til þess að könnun ASÍ gefi upp skakka og villandi mynd af samanburði matvöruverðs milli landa. Eurostat tekur saman gögn um hlutfallslegt verðlag milli landa og ná þau til ársins 2017. Með samræmdri vísitölu neysluverðs, sem hlutfallslega verðlagið byggir á, og breytingar á gengi gjaldmiðla er þó lítill vandi að áætla hvert verðlagið var í desember síðastliðnum. Slíkur samanburður leiðir í ljós að matarkarfan og neyslukarfan almennt er ekki dýrust hér á landi af Norðurlöndunum. Til að mynda er matarkarfan hér 11% ódýrari en í Noregi en aðeins 17% dýrari en í Finnlandi. Þó að kannanir á einstökum vörutegundum einstakra aðila geti verið gagnlegar þá koma þær aldrei í staðinn fyrir tölfræði sem safnað er á skipulagðan hátt með fræðilegum aðferðum. Með útgáfu á við þá sem ASÍ birtir er ryki slegið í augu almennings. Að horfa einvörðungu á verðlagið segir einungis hálfa söguna. Það sem skiptir máli þegar upp er staðið er kaupmáttur, hversu mikið af vörum og þjónustu fólk getur keypt fyrir tekjurnar. Í því samhengi má minna á að kaupmáttur launa á Íslandi árið 2017 var sá hæsti meðal Norðurlandanna samkvæmt OECD. Lægsta matvöruverð í Evrópu finnst í Rúmeníu og Makedóníu en efast má um að ASÍ eða aðrir vilji skipta á kaupmætti við þau lönd. Burtséð frá ýktum og villandi tölum ASÍ er það mat Viðskiptaráðs að auka má samkeppni á matvörumarkaði t.d. með afnámi tollaverndar og breytingum á stuðningskerfi landbúnaðar. Þannig má ná fram lægra matvöruverði – stefnum þangað.Mynd/Viðskiptaráð Íslands
Vörukarfan 67 prósent dýrari í Reykjavík en í Helsinki Samkvæmt niðurstöðum nýrrar verðkönnunar Verðlagseftirlits ASÍ á matvöru á Norðurlöndunum er vörukarfa í Reykjavík mun dýrari í Reykjavík en í höfuðborgum hinna Norðurlandanna. 6. febrúar 2019 14:07
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar