Betra LÍN strax - stúdentar þurfa líka að lifa af Elsa María Guðlaugs Drífudóttir skrifar 30. janúar 2019 11:19 LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta hafa uppá síðkastið gengið fram í herferð um eitt helsta sameiginlega baráttumál stúdenta: LÍN - Lánasjóð íslenskra námsmanna. Kröfur stúdenta eru skýrar og ganga út á aukna framfærslu og hækkað frítekjumark. Þessar kröfur byggja á því að sjóðurinn þjóni sínu upprunalega hlutverki sem félagslegur jöfnunarsjóður sem tryggir jafnt aðgengi að námi óháð efnahag. LÍN þjónar því miður ekki lengur þessu hlutverki og stúdentar hafa fyrir vikið þurft að grípa til annarra ráða við að framfleyta sér. Stúdentar fá lánað frá LÍN fyrir 96% af reiknaðri framfærsluþörf sinni. Þetta þýðir að stúdent í leigu- eða eigin húsnæði fær um 184 þúsund krónur á mánuði. Framfærsla stúdenta er tæplega 100 þúsund krónum lægri en grunnatvinnuleysisbætur og um 120 þúsund krónum lægri en lágmarkslaun. Þar sem einungis er lánað fyrir níu mánuðum á ári og ekki fullri framfærslu er gert ráð fyrir því að stúdentar vinni sér til tekna til að brúa bilið og framfleyta sér yfir sumarmánuðina. Þar kemur frítekjumarkið til sögunnar, stúdentar geta þénað 930 þúsund krónur á ári, fyrir skatt, án þess að framfærslulán þeirra skerðist. Fari innkoman hins vegar yfir þá upphæð þá skerðist hver króna sem LÍN lánar um 45% fyrir hverja krónu sem stúdentinn vinnur sér inn umfram frítekjumarkið. Þetta eru réttmætar kröfur og það er ánægjulegt að heyra að bæði mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir sem og stjórnarformaður LÍN, Eygló Harðardóttir vilji koma til móts við stúdenta. Það sem vonbrigðum veldur er tregi til tryggingar um þessar breytingar. Það er auðvelt að halda aftur af breytingum á þeim grundvelli að ekki sé svigrúm til hækkana, en það er augljóst á þeim afgangi sem Lánasjóðurinn skilar á ársgrundvelli, sem hleypur á milljörðum að svigrúmið er til staðar og þess vegna er óumflýjanlegt að velta því fyrir sér hvers vegna hinn svokallaði rammi til breytinga þarf að vera jafn þröngur og sagt er. Það er líka augljóst á mikilli hlutfallslegri fækkun lánþega, sem er um þriðjungur á meðan að háskólanemum fækkar um minna en 5%, að stúdentar gera sér grein fyrir því að sjóðurinn starfar ekki lengur í þeirra þágu. Slík tölfræði ætti að valda þeim sem hafa ákvörðunarvaldið og ábyrgðina áhyggjum. Það er nauðsynlegt að sjá þessar breytingar ganga fram í dag og stúdentar eru ekki tilbúnir til þess að bíða eftir því að nýtt lánasjóðskerfi líti dagsins ljós. Reynslan hefur ekki verið gjöful hvað breytingar á lögum LÍN varðar og þess vegna er mikilvægt að grípa tækifærið sem nú gefst með nýjum úthlutunarreglum. Það er pólitísk ákvörðun að rétta kjör stúdenta í samræmi við aðra samfélagshópa, eða láta þá áfram sitja eftir með óásættanleg kjör. LÍS krefjast þess að betra LÍN líti dagsins ljós strax. Stúdentar eiga að mega þrífast en ekki neyðast til þess að þrauka í gegnum námsárin. Þeir eiga að geta bæði lært og lifað á meðan námi stendur. Þegar persónulegur vöxtur, tækifæri til þess að efla kunnáttu, visku og framlag til sívaxandi og fjölbreytilegs samfélags eiga að vera í forgrunni, ekki baráttan við að lifa af.Þessi grein er hluti af greinaröð herferðar Landssamtaka íslenskra stúdenta um bættan Lánasjóð íslenskra námsmanna. Berjumst saman fyrir #betraLÍN Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir LÍN - Besta lánasjóðskerfið á Norðurlöndunum Íslenskir stúdentar eru nokkuð sérstakur hópur. Ástæða þess er sú að samsetning okkar er nokkuð frábrugðin því sem gengur og gerist. 28. janúar 2019 11:45 Raunhæfar kröfur í vonlausu kerfi Enginn sagði að námsárin ættu að vera auðveld. Þau geta verið erfið, krefjandi og tímafrek en þau eiga líka að vera skemmtileg. 25. janúar 2019 08:59 Námsmenn erlendis í útrýmingarhættu? Samband íslenskra námsmanna erlendis, SÍNE, var stofnað þann 13. ágúst 1961 og hefur æ síðan starfað að víðtækri hagsmunagæslu fyrir íslenska námsmenn á erlendri grundu. 23. janúar 2019 08:46 Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta hafa uppá síðkastið gengið fram í herferð um eitt helsta sameiginlega baráttumál stúdenta: LÍN - Lánasjóð íslenskra námsmanna. Kröfur stúdenta eru skýrar og ganga út á aukna framfærslu og hækkað frítekjumark. Þessar kröfur byggja á því að sjóðurinn þjóni sínu upprunalega hlutverki sem félagslegur jöfnunarsjóður sem tryggir jafnt aðgengi að námi óháð efnahag. LÍN þjónar því miður ekki lengur þessu hlutverki og stúdentar hafa fyrir vikið þurft að grípa til annarra ráða við að framfleyta sér. Stúdentar fá lánað frá LÍN fyrir 96% af reiknaðri framfærsluþörf sinni. Þetta þýðir að stúdent í leigu- eða eigin húsnæði fær um 184 þúsund krónur á mánuði. Framfærsla stúdenta er tæplega 100 þúsund krónum lægri en grunnatvinnuleysisbætur og um 120 þúsund krónum lægri en lágmarkslaun. Þar sem einungis er lánað fyrir níu mánuðum á ári og ekki fullri framfærslu er gert ráð fyrir því að stúdentar vinni sér til tekna til að brúa bilið og framfleyta sér yfir sumarmánuðina. Þar kemur frítekjumarkið til sögunnar, stúdentar geta þénað 930 þúsund krónur á ári, fyrir skatt, án þess að framfærslulán þeirra skerðist. Fari innkoman hins vegar yfir þá upphæð þá skerðist hver króna sem LÍN lánar um 45% fyrir hverja krónu sem stúdentinn vinnur sér inn umfram frítekjumarkið. Þetta eru réttmætar kröfur og það er ánægjulegt að heyra að bæði mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir sem og stjórnarformaður LÍN, Eygló Harðardóttir vilji koma til móts við stúdenta. Það sem vonbrigðum veldur er tregi til tryggingar um þessar breytingar. Það er auðvelt að halda aftur af breytingum á þeim grundvelli að ekki sé svigrúm til hækkana, en það er augljóst á þeim afgangi sem Lánasjóðurinn skilar á ársgrundvelli, sem hleypur á milljörðum að svigrúmið er til staðar og þess vegna er óumflýjanlegt að velta því fyrir sér hvers vegna hinn svokallaði rammi til breytinga þarf að vera jafn þröngur og sagt er. Það er líka augljóst á mikilli hlutfallslegri fækkun lánþega, sem er um þriðjungur á meðan að háskólanemum fækkar um minna en 5%, að stúdentar gera sér grein fyrir því að sjóðurinn starfar ekki lengur í þeirra þágu. Slík tölfræði ætti að valda þeim sem hafa ákvörðunarvaldið og ábyrgðina áhyggjum. Það er nauðsynlegt að sjá þessar breytingar ganga fram í dag og stúdentar eru ekki tilbúnir til þess að bíða eftir því að nýtt lánasjóðskerfi líti dagsins ljós. Reynslan hefur ekki verið gjöful hvað breytingar á lögum LÍN varðar og þess vegna er mikilvægt að grípa tækifærið sem nú gefst með nýjum úthlutunarreglum. Það er pólitísk ákvörðun að rétta kjör stúdenta í samræmi við aðra samfélagshópa, eða láta þá áfram sitja eftir með óásættanleg kjör. LÍS krefjast þess að betra LÍN líti dagsins ljós strax. Stúdentar eiga að mega þrífast en ekki neyðast til þess að þrauka í gegnum námsárin. Þeir eiga að geta bæði lært og lifað á meðan námi stendur. Þegar persónulegur vöxtur, tækifæri til þess að efla kunnáttu, visku og framlag til sívaxandi og fjölbreytilegs samfélags eiga að vera í forgrunni, ekki baráttan við að lifa af.Þessi grein er hluti af greinaröð herferðar Landssamtaka íslenskra stúdenta um bættan Lánasjóð íslenskra námsmanna. Berjumst saman fyrir #betraLÍN
LÍN - Besta lánasjóðskerfið á Norðurlöndunum Íslenskir stúdentar eru nokkuð sérstakur hópur. Ástæða þess er sú að samsetning okkar er nokkuð frábrugðin því sem gengur og gerist. 28. janúar 2019 11:45
Raunhæfar kröfur í vonlausu kerfi Enginn sagði að námsárin ættu að vera auðveld. Þau geta verið erfið, krefjandi og tímafrek en þau eiga líka að vera skemmtileg. 25. janúar 2019 08:59
Námsmenn erlendis í útrýmingarhættu? Samband íslenskra námsmanna erlendis, SÍNE, var stofnað þann 13. ágúst 1961 og hefur æ síðan starfað að víðtækri hagsmunagæslu fyrir íslenska námsmenn á erlendri grundu. 23. janúar 2019 08:46
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun