Handbolti

Katar tók þrettánda sætið

Dagur Lárusson skrifar
Úr leik hjá Katar.
Úr leik hjá Katar. vísir/getty

Katar var rétt í þessu að tryggja sér þrettánda sætið á HM í handbolta eftir sigur á Rússlandi 34-28.
 
Bæði lið unnu sína leiki í gær og spiluðu því upp á þrettánda sætið í dag. Rússar rétt mörðu Makedóníu á meðan Katar vann Síle.
 
Í leiknum í dag voru liðsmenn Katar með yfirhöndina nánast allan leikinn þó svo að Rússarnir hafi aldrei verið langt undan. Staðan í hálfleik var 12-11 fyrir Katar.
 
Í seinni hálfleiknum jókst forysta Katar smátt og smátt og vann Katar að lokum sigur 34-28. Markahæstur í liði Katar var Carol Marzo með sjö mörk á meðan Kovalev var markahæstur hjá Rússum, einnig með sjö mörk.
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.