Körfubolti

Martin í úrslitaleik bikarsins

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Martin í leik með Alba Berlín.
Martin í leik með Alba Berlín. vísir/getty

Martin Hermannsson mun spila til úrslita í þýsku bikarkeppninni í körfubolta eftir öruggan sigur á Frankfurt í undanúrslitaleiknum í dag.

Lið Alba Berlín byrjaði leikinn mjög vel og átti frábæran fyrri hálfleik sem lagði grunninn að sigrinum. Munurinn á liðunum var 28 stig í hálfleik og þegar upp var staðið fór Berlín með 35 stiga sigur 105-70.

Martin var í byrjunarliðinu hjá Berlín í dag og spilaði um tuttugu mínútur, hann hafði þó frekar hægt um sig miðað við oft áður með 7 stig og þrjár stoðsendingar.

Í úrslitaleiknum mætir Berlín annað hvort Bamberg eða Bonn, úrslitin fara fram um miðjan febrúar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.