Að byrja á byrjuninni Ólöf Skaftadóttir skrifar 23. janúar 2019 07:30 Húsnæðismálin eru ein stærsta áskorunin sem ráða þarf fram úr í viðkvæmum kjaraviðræðum og mikið ríður á að leysist farsællega úr. Tillögur sem lagðar voru fram af stýrihópi um málið í gær fela í sér að sveitarfélög verði skylduð til að taka þátt í uppbyggingu almennra leiguíbúða og að stuðningur við óhagnaðardrifin leigufélög verði aukinn. Tillögur hópsins, sem eru í 40 liðum, miða einkum að því að byggðar verði fleiri íbúðir á viðráðanlegu verði. Það er ekkert nýmæli, heldur nokkuð sem fjölmargir hafa bent á undanfarin ár. Forkólfar verkalýðsfélaganna hafa sagt að launahækkanir undanfarinna ára hafi brunnið upp á húsnæðismarkaði. Sumir hafa gengið svo langt að lýsa yfir neyðarástandi í þeim efnum, þá sérstaklega í Reykjavík, stærsta sveitarfélagi landsins. Það er mikið til í þeim fullyrðingum. Fáum dylst ástandið á húsnæðismarkaði þar sem verðið hefur hækkað vel umfram launaþróun síðustu ár. Erfitt er að eignast fyrstu íbúð. Leiguverð hefur hækkað. Íbúðalánasjóður metur sem svo að þúsundir íbúða vanti inn á markaðinn, til viðbótar við það sem þegar er byggt. Þá er nefnt í tillögunum að einfalda þurfi regluverk og rafvæða þurfi stjórnsýsluna til þess að greiða götuna fyrir uppbyggingu. Þar þurfa sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu að standa sig betur. Flókið regluverkafargan er stór hluti vandans. Með því að ráðast í að einfalda það er hægt að byggja hagkvæmari íbúðir á skemmri tíma. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins hefur bent á að farganið geri ráð fyrir sömu kröfum við byggingarframkvæmdir hvort sem á að byggja einbýlishús eða hátæknisjúkrahús. Það er einfaldlega galið fyrirkomulag – sem skilar litlu öðru en tímaeyðslu embættismanna, leggur stein í götu verktaka og eykur kostnað almennings. Sveitarfélögin bera mikla ábyrgð. Þau fara með skipulagsvald. Víða hefur ekki verið staðið nægilega vel að uppbyggingu húsnæðis, til að mynda í borginni, þar sem stórar íbúðir eru iðulega byggðar á ódýrum svæðum og litlar íbúðir á dýrum svæðum. Stefna borgaryfirvalda á stóran þátt í því neyðarástandi sem ríkir. Ljóst er að núverandi fyrirkomulag gerir lítið fyrir tekjulitla og eignalága og þá sem eru að festa kaup á sinni fyrstu eign. Vissulega sníða byggingarreglugerðir uppbyggingu þröngan stakk, en það er sveitarfélaga að þrýsta á um sveigjanlegra regluverk. Það er sveitarfélaga að úthluta lóðum á hagstæðum svæðum, undir hagkvæmt húsnæði. Það er sveitarfélaga að stilla gjaldtöku í hóf og það er sveitarfélaga að tryggja skilvirkni í leyfisveitingum. Núverandi stefnu þarf að breyta. Ærið verkefni er fram undan til þess að laga stöðuna á húsnæðismarkaði. Einhvers staðar þarf að byrja. Til dæmis með því að einfalda frumskógarregluverkið sem gerir alla uppbyggingu mun erfiðari. Byrja á byrjuninni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Húsnæðismálin eru ein stærsta áskorunin sem ráða þarf fram úr í viðkvæmum kjaraviðræðum og mikið ríður á að leysist farsællega úr. Tillögur sem lagðar voru fram af stýrihópi um málið í gær fela í sér að sveitarfélög verði skylduð til að taka þátt í uppbyggingu almennra leiguíbúða og að stuðningur við óhagnaðardrifin leigufélög verði aukinn. Tillögur hópsins, sem eru í 40 liðum, miða einkum að því að byggðar verði fleiri íbúðir á viðráðanlegu verði. Það er ekkert nýmæli, heldur nokkuð sem fjölmargir hafa bent á undanfarin ár. Forkólfar verkalýðsfélaganna hafa sagt að launahækkanir undanfarinna ára hafi brunnið upp á húsnæðismarkaði. Sumir hafa gengið svo langt að lýsa yfir neyðarástandi í þeim efnum, þá sérstaklega í Reykjavík, stærsta sveitarfélagi landsins. Það er mikið til í þeim fullyrðingum. Fáum dylst ástandið á húsnæðismarkaði þar sem verðið hefur hækkað vel umfram launaþróun síðustu ár. Erfitt er að eignast fyrstu íbúð. Leiguverð hefur hækkað. Íbúðalánasjóður metur sem svo að þúsundir íbúða vanti inn á markaðinn, til viðbótar við það sem þegar er byggt. Þá er nefnt í tillögunum að einfalda þurfi regluverk og rafvæða þurfi stjórnsýsluna til þess að greiða götuna fyrir uppbyggingu. Þar þurfa sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu að standa sig betur. Flókið regluverkafargan er stór hluti vandans. Með því að ráðast í að einfalda það er hægt að byggja hagkvæmari íbúðir á skemmri tíma. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins hefur bent á að farganið geri ráð fyrir sömu kröfum við byggingarframkvæmdir hvort sem á að byggja einbýlishús eða hátæknisjúkrahús. Það er einfaldlega galið fyrirkomulag – sem skilar litlu öðru en tímaeyðslu embættismanna, leggur stein í götu verktaka og eykur kostnað almennings. Sveitarfélögin bera mikla ábyrgð. Þau fara með skipulagsvald. Víða hefur ekki verið staðið nægilega vel að uppbyggingu húsnæðis, til að mynda í borginni, þar sem stórar íbúðir eru iðulega byggðar á ódýrum svæðum og litlar íbúðir á dýrum svæðum. Stefna borgaryfirvalda á stóran þátt í því neyðarástandi sem ríkir. Ljóst er að núverandi fyrirkomulag gerir lítið fyrir tekjulitla og eignalága og þá sem eru að festa kaup á sinni fyrstu eign. Vissulega sníða byggingarreglugerðir uppbyggingu þröngan stakk, en það er sveitarfélaga að þrýsta á um sveigjanlegra regluverk. Það er sveitarfélaga að úthluta lóðum á hagstæðum svæðum, undir hagkvæmt húsnæði. Það er sveitarfélaga að stilla gjaldtöku í hóf og það er sveitarfélaga að tryggja skilvirkni í leyfisveitingum. Núverandi stefnu þarf að breyta. Ærið verkefni er fram undan til þess að laga stöðuna á húsnæðismarkaði. Einhvers staðar þarf að byrja. Til dæmis með því að einfalda frumskógarregluverkið sem gerir alla uppbyggingu mun erfiðari. Byrja á byrjuninni.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar