Umfjöllun um sögulegt tap: Bensínlausir gegn Brasilíu Tómas Þór Þórðarson í Köln skrifar 23. janúar 2019 17:00 Strákarnir okkar kvöddu Köln með tapi. vísir/getty Strákarnir okkar kvöddu HM 2019 í handbolta og Þýskaland á versta máta með því að tapa fyrir Brasilíu, 32-29, í versta leik íslenska liðsins á mótinu. Tapið er sögulegt því aldrei áður hefur Ísland tapað fyrir Suður-Ameríkuþjóð á heimsmeistaramóti. Vissulega óþarfi að byrja núna. Fyrstu sjö mínútur leiksins voru eins og déja vu frá sunnudeginum því líkt og á móti Frakklandi voru strákarnir okkar vankaðir í byrjun leiks og lentu 5-0 undir. Ísland skoraði fyrsta markið úr hraðaupphlaupi eftir átta mínútur og liðið fékk ekki varið skot fyrr en eftir tæpt korter. Eftir að rétta ærlega úr kútnum og fara með jafna stöðu inn í hálfleikinn var sama slenið yfir liðinu í seinni hálfeik þar sem vörnin var oft sundurtætt, markvarslan engin og barnalegir tæknifeilar urðu til þess að Brassarnir skoruðu auðveld mörk. Það var vissulega miklu meira undir hjá Brasilíu því ef Frakkland vinnur Króatíu í kvöld spila Brassarnir um sjöunda sæti sem gefur þátttökurétt í Ólympíuumspilinu. En, okkar strákar geta betur og þeir vita það. Þeir voru bara algjörlega bensínlausir þegar á hólminn var komið og töpuðu gegn betra liði.Íslenska vörnin gat illa stöðvað brasilísku sóknina.vísir/gettyBrassarnir betri Guðmundi Guðmundssyni, landsliðsþjálfara, var lítið skemmt þegar að blaðamaður spurði hann hvort landinn mætti ekki vera svekktur með tap gegn Brasilíu á heimsmeistaramóti í handbolta. Hann sagðist ekki taka þátt í að stilla hlutunum svoleiðis upp. Brasilía er einfaldlega með gott lið að hans mati, lið sem er betra en það íslenska enda vann það líka Króatíu á HM, stóð í Frakklandi og lagði Þýskaland á síðustu Ólympíuleikum. Brasilía betra en Ísland í handbolta. Þetta eru orð sem fæstir hefðu trúað að einhver myndi láta út úr sér en líklega er þetta bara staðan. Allavega var sú raunin í dag og sérstaklega þegar að Ísland er að spila án Arons Pálmarssonar og Arnórs Þór Gunnarssonar. Þetta er ákveðið áfall og áminning um hvert Ísland, þessi merka handboltaþjóð, hefur hrunið niður tröppurnar á síðustu árum. Verkefni Guðmundar að koma þessu liði í fremstu röð verður jafnvel enn erfiðara en búist var við þó auðvitað hafi sést margir ansi flottir kaflar á þessu móti.Elvar Örn Jónsson spilaði frábærlega á mótinu.vísir/gettyNútíð - framtíð Ef við lifum í núinu er auðvelt að vera svekktur. Svekktur yfir þessari frammistöðu. Svekktur yfir andleysinu í byrjun leiks og holunni sem liðið gróf sér. Svekktur yfir varnarleiknum sem er annars búinn að vera góður. Bara svekktur. Punktur. Og þessir strákar mega alveg heyra það og vita. Hvernig þeir komu inn í síðustu tvo leiki er með öllu óboðlegt á heimsmeistaramóti og í raun á hvaða móti sem er frá sjötta flokki til meistaraflokks. Ungu leikmennirnir hafa fengið mikið lof og framtíðin er björt. Það er gaman að horfa til framtíðar með þetta lið en leikurinn í dag tapaðist. Leikur sem hefði getað skilað liðinu í topp tíu á mótinu og sett fínt kirsuber ofan á fínustu stórmótsköku sem þetta mót var. Ungir leikmenn eru reynslulausir en þeir eiga ekki að vera andlausir, ekkert frekar en reyndari menn. Þú kennir ekkert að vera gíraður í leiki. Þú átt bara að vera gíraður í leiki þegar að þú spilar fyrir landið þitt. Núið er erfitt en framtíðin er björt.Ólafur Guðmundsson skorar hér úr hraðaupphlaupi.vísir/gettyHvað lærðum við? Eftir svartnætti síðustu janúarmánaða sjáum við ljós við enda ganganna eftir þetta mót. Þetta íslenska lið er klárlega á réttri leið þrátt fyrir tapið í dag og í raun er varnarleikurinn til dæmis kominn lengra en maður hefði þorað að vona. Við lærðum að ungu strákarnir áttu það skilið að ýta sér eldri mönnum út en við lærðum líka að þeir eiga ýmislegt eftir ólært sem er eðlilegt. Frammistaða Elvars Arnar á mótinu með 3,3 mörk að meðatali í leik, tæpar tvær stoðsendingar og 5,3 löglegar stöðvanir en mögnuð frumraun. Gleymum því ekki að helmingur leikjanna var á móti fjórum af bestu liðum heims. Gísli Þorgeir spilaði án þess að geta skotið almennilega en var þeim mun áræðnari og sótti vítaköst í bunkum, Arnar Freyr á bara eftir að verða betri á línunni og hann er kominn langt í vörninni. Það er svo mikið af jákvæðum hlutum í gangi hjá þessu liði að það er erfitt að vera ekki spenntur fyrir næstu verkefnum. Aron Pálmarsson tók sitt hlutverk sem leiðtogi í liðinu af mikilli festu og var besta útgáfan af Aroni Pálmarssyni sem sést hefur í mörg ár. Hann er sjálfur spenntur fyrir því að gera leikmennina í kringum sig betri og hífa Ísland aftur upp metorðastiga handboltans. Það kemur dagur eftir þennan dag og mót eftir þetta mót. Þar verður Ísland nær örugglega og vonandi geta menn þá aðeins farið að taka út úr reynslubankanum en ekki bara leggja inn á hann. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Sérfræðingurinn: Til að byrja með fær þessi ofboðslega framliggjandi vörn falleinkunn Sebastian Alexandersson var ekki hrifinn af framliggjandi vörn íslenska liðsins á mótinu en segir að liðið gæti orðið frábært eftir þrjú til fimm ár sleppi þeir við meiðsli. 23. janúar 2019 16:30 Elvar Örn: Veit ekki hvað gerðist er leikurinn hófst Selfyssingurinn Elvar Örn Jónsson var besti maður íslenska liðsins gegn Brasilíu í dag og hefur slegið í gegn á sínu fyrsta stórmóti. Það gladdi hann þó ekkert eftir tapið gegn Brössum. 23. janúar 2019 16:29 Topparnir í tölfræðinni á móti Brasilíu: Í mínus þrettán í mörkum úr uppsettum sóknum Íslenska liðið gerði vel í hröðum upphlaupum og seinni bylgju á móti Brasilíu en fær falleinkunn fyrir uppsettan sóknarleik. 23. janúar 2019 16:24 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Fótbolti Fleiri fréttir „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Sjá meira
Strákarnir okkar kvöddu HM 2019 í handbolta og Þýskaland á versta máta með því að tapa fyrir Brasilíu, 32-29, í versta leik íslenska liðsins á mótinu. Tapið er sögulegt því aldrei áður hefur Ísland tapað fyrir Suður-Ameríkuþjóð á heimsmeistaramóti. Vissulega óþarfi að byrja núna. Fyrstu sjö mínútur leiksins voru eins og déja vu frá sunnudeginum því líkt og á móti Frakklandi voru strákarnir okkar vankaðir í byrjun leiks og lentu 5-0 undir. Ísland skoraði fyrsta markið úr hraðaupphlaupi eftir átta mínútur og liðið fékk ekki varið skot fyrr en eftir tæpt korter. Eftir að rétta ærlega úr kútnum og fara með jafna stöðu inn í hálfleikinn var sama slenið yfir liðinu í seinni hálfeik þar sem vörnin var oft sundurtætt, markvarslan engin og barnalegir tæknifeilar urðu til þess að Brassarnir skoruðu auðveld mörk. Það var vissulega miklu meira undir hjá Brasilíu því ef Frakkland vinnur Króatíu í kvöld spila Brassarnir um sjöunda sæti sem gefur þátttökurétt í Ólympíuumspilinu. En, okkar strákar geta betur og þeir vita það. Þeir voru bara algjörlega bensínlausir þegar á hólminn var komið og töpuðu gegn betra liði.Íslenska vörnin gat illa stöðvað brasilísku sóknina.vísir/gettyBrassarnir betri Guðmundi Guðmundssyni, landsliðsþjálfara, var lítið skemmt þegar að blaðamaður spurði hann hvort landinn mætti ekki vera svekktur með tap gegn Brasilíu á heimsmeistaramóti í handbolta. Hann sagðist ekki taka þátt í að stilla hlutunum svoleiðis upp. Brasilía er einfaldlega með gott lið að hans mati, lið sem er betra en það íslenska enda vann það líka Króatíu á HM, stóð í Frakklandi og lagði Þýskaland á síðustu Ólympíuleikum. Brasilía betra en Ísland í handbolta. Þetta eru orð sem fæstir hefðu trúað að einhver myndi láta út úr sér en líklega er þetta bara staðan. Allavega var sú raunin í dag og sérstaklega þegar að Ísland er að spila án Arons Pálmarssonar og Arnórs Þór Gunnarssonar. Þetta er ákveðið áfall og áminning um hvert Ísland, þessi merka handboltaþjóð, hefur hrunið niður tröppurnar á síðustu árum. Verkefni Guðmundar að koma þessu liði í fremstu röð verður jafnvel enn erfiðara en búist var við þó auðvitað hafi sést margir ansi flottir kaflar á þessu móti.Elvar Örn Jónsson spilaði frábærlega á mótinu.vísir/gettyNútíð - framtíð Ef við lifum í núinu er auðvelt að vera svekktur. Svekktur yfir þessari frammistöðu. Svekktur yfir andleysinu í byrjun leiks og holunni sem liðið gróf sér. Svekktur yfir varnarleiknum sem er annars búinn að vera góður. Bara svekktur. Punktur. Og þessir strákar mega alveg heyra það og vita. Hvernig þeir komu inn í síðustu tvo leiki er með öllu óboðlegt á heimsmeistaramóti og í raun á hvaða móti sem er frá sjötta flokki til meistaraflokks. Ungu leikmennirnir hafa fengið mikið lof og framtíðin er björt. Það er gaman að horfa til framtíðar með þetta lið en leikurinn í dag tapaðist. Leikur sem hefði getað skilað liðinu í topp tíu á mótinu og sett fínt kirsuber ofan á fínustu stórmótsköku sem þetta mót var. Ungir leikmenn eru reynslulausir en þeir eiga ekki að vera andlausir, ekkert frekar en reyndari menn. Þú kennir ekkert að vera gíraður í leiki. Þú átt bara að vera gíraður í leiki þegar að þú spilar fyrir landið þitt. Núið er erfitt en framtíðin er björt.Ólafur Guðmundsson skorar hér úr hraðaupphlaupi.vísir/gettyHvað lærðum við? Eftir svartnætti síðustu janúarmánaða sjáum við ljós við enda ganganna eftir þetta mót. Þetta íslenska lið er klárlega á réttri leið þrátt fyrir tapið í dag og í raun er varnarleikurinn til dæmis kominn lengra en maður hefði þorað að vona. Við lærðum að ungu strákarnir áttu það skilið að ýta sér eldri mönnum út en við lærðum líka að þeir eiga ýmislegt eftir ólært sem er eðlilegt. Frammistaða Elvars Arnar á mótinu með 3,3 mörk að meðatali í leik, tæpar tvær stoðsendingar og 5,3 löglegar stöðvanir en mögnuð frumraun. Gleymum því ekki að helmingur leikjanna var á móti fjórum af bestu liðum heims. Gísli Þorgeir spilaði án þess að geta skotið almennilega en var þeim mun áræðnari og sótti vítaköst í bunkum, Arnar Freyr á bara eftir að verða betri á línunni og hann er kominn langt í vörninni. Það er svo mikið af jákvæðum hlutum í gangi hjá þessu liði að það er erfitt að vera ekki spenntur fyrir næstu verkefnum. Aron Pálmarsson tók sitt hlutverk sem leiðtogi í liðinu af mikilli festu og var besta útgáfan af Aroni Pálmarssyni sem sést hefur í mörg ár. Hann er sjálfur spenntur fyrir því að gera leikmennina í kringum sig betri og hífa Ísland aftur upp metorðastiga handboltans. Það kemur dagur eftir þennan dag og mót eftir þetta mót. Þar verður Ísland nær örugglega og vonandi geta menn þá aðeins farið að taka út úr reynslubankanum en ekki bara leggja inn á hann.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Sérfræðingurinn: Til að byrja með fær þessi ofboðslega framliggjandi vörn falleinkunn Sebastian Alexandersson var ekki hrifinn af framliggjandi vörn íslenska liðsins á mótinu en segir að liðið gæti orðið frábært eftir þrjú til fimm ár sleppi þeir við meiðsli. 23. janúar 2019 16:30 Elvar Örn: Veit ekki hvað gerðist er leikurinn hófst Selfyssingurinn Elvar Örn Jónsson var besti maður íslenska liðsins gegn Brasilíu í dag og hefur slegið í gegn á sínu fyrsta stórmóti. Það gladdi hann þó ekkert eftir tapið gegn Brössum. 23. janúar 2019 16:29 Topparnir í tölfræðinni á móti Brasilíu: Í mínus þrettán í mörkum úr uppsettum sóknum Íslenska liðið gerði vel í hröðum upphlaupum og seinni bylgju á móti Brasilíu en fær falleinkunn fyrir uppsettan sóknarleik. 23. janúar 2019 16:24 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Fótbolti Fleiri fréttir „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Sjá meira
Sérfræðingurinn: Til að byrja með fær þessi ofboðslega framliggjandi vörn falleinkunn Sebastian Alexandersson var ekki hrifinn af framliggjandi vörn íslenska liðsins á mótinu en segir að liðið gæti orðið frábært eftir þrjú til fimm ár sleppi þeir við meiðsli. 23. janúar 2019 16:30
Elvar Örn: Veit ekki hvað gerðist er leikurinn hófst Selfyssingurinn Elvar Örn Jónsson var besti maður íslenska liðsins gegn Brasilíu í dag og hefur slegið í gegn á sínu fyrsta stórmóti. Það gladdi hann þó ekkert eftir tapið gegn Brössum. 23. janúar 2019 16:29
Topparnir í tölfræðinni á móti Brasilíu: Í mínus þrettán í mörkum úr uppsettum sóknum Íslenska liðið gerði vel í hröðum upphlaupum og seinni bylgju á móti Brasilíu en fær falleinkunn fyrir uppsettan sóknarleik. 23. janúar 2019 16:24