Hefur breytt landslaginu í deildinni Hjörvar Ólafsson skrifar 25. janúar 2019 17:15 Helena Sverrissdóttir í leiknum á móti Haukum. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Þegar Helena Sverrisdóttir, landsliðskona í körfubolta, gekk í raðir Vals var liðið í 5. sæti Domino’s-deildar kvenna í körfubolta með sex stig eftir að hafa leikið átta leiki í deildinni. Liðið sem hafði farið í úrslitaeinvígið gegn liðsfélögum Helenu hjá Haukum síðasta vor var í ákveðnum vandræðum og útlit fyrir að baráttan um að komast í úrslitakeppni deildarinnnar gæti orðið strembin og tvísýn. Þá kom á Hlíðarenda himnasendingin Helena, sem var ekki sátt við stöðu mála hjá ungverska liðinu Ceglédi og hugurinn leitaði heim. Öll liðin í deildinni höfðu áhuga á kröftum Helenu, en Valur náði að landa samningi við hana og eftir það hefur staða liðsins gjörbreyst og er það ekki síst fyrir hennar tilstuðlan að bjartari tímar með blóm í haga eru fram undan hjá Hlíðarendaliðinu. Eftir að hún byrjaði að spila með Val hefur liðið leikið níu deildarleiki og einn leik í bikar. Níu af þessum tíu leikjum hafa endað með sigri Valsliðsins, en einungis KR hefur tekist að hafa betur gegn Val með Helenu innanborðs. Helena er orðin efst í Valsliðinu í þeim tölfræðiþáttum sem mestu máli þykja skipta í körfubolta, það er stigum skoruðum, fráköstum og stoðsendingum. Í níu deildarleikjum með Val hefur Helena skorað 20,7 stig, tekið 8,8 fráköst og gefið 6,1 stoðsendingu að meðaltali. Skotnýtingin er einnig frábær; 64% inni í teig, 47% fyrir utan þriggja stiga línuna og 83% á vítalínunni. Valsliðið skipti á svipuðum tímapunkti og Helena kom í herbúðir liðsins um bandarískan leikmann í sínum röðum. Brooke Johnson var látin víkja fyrir Heather Butler sem hefur staðið sig vel í Valsbúningnum. Töluverð breidd er í leikmannahópi Vals og gæti það skipt sköpum þegar stutt verður á milli leikja í úrslitakeppninni. Bekkurinn er dýpri en hjá keppinautunum sem gæti gert gæfumuninn. Fimm lið eru að berjast hatrammlega um sætin fjögur í úrslitakeppninni og ljóst að eitt lið sem lætur sig dreyma um Íslandsmeistaratitilinn mun ekki fá tækifæri til þess þegar á hólminn verður komið. Valur er núna í 3.-4. sæti deildarinnar með 22 stig, en efstu fjögur liðin fara í úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitilinn í vor. Keflavík er á toppnum með 26 stig. Enn eru ellefu umferðir eftir af deildakeppninni og í næstu fjórum leikjum Vals mætir liðið Breiðabliki, sem vermir botnsætið, og svo Keflavík, Stjörnunni og Snæfelli. Eftir það hefst síðasta umferð deildakeppninnar af fjórum. Þá er Valur kominn í undanúrslit Geysisbikarsins þar sem liðið mætir Snæfelli um miðjan febrúar. Í hinni undanúrslitaviðureigninni mætast Stjarnan og Breiðablik. Með Helenu er Valur ansi líklegur kandídat í að verða tvöfaldur meistari þegar upp verður staðið. Félagið hefur aldrei unnið stóran titil í kvennaflokki í körfubolta. Birtist í Fréttablaðinu Dominos-deild kvenna Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira
Þegar Helena Sverrisdóttir, landsliðskona í körfubolta, gekk í raðir Vals var liðið í 5. sæti Domino’s-deildar kvenna í körfubolta með sex stig eftir að hafa leikið átta leiki í deildinni. Liðið sem hafði farið í úrslitaeinvígið gegn liðsfélögum Helenu hjá Haukum síðasta vor var í ákveðnum vandræðum og útlit fyrir að baráttan um að komast í úrslitakeppni deildarinnnar gæti orðið strembin og tvísýn. Þá kom á Hlíðarenda himnasendingin Helena, sem var ekki sátt við stöðu mála hjá ungverska liðinu Ceglédi og hugurinn leitaði heim. Öll liðin í deildinni höfðu áhuga á kröftum Helenu, en Valur náði að landa samningi við hana og eftir það hefur staða liðsins gjörbreyst og er það ekki síst fyrir hennar tilstuðlan að bjartari tímar með blóm í haga eru fram undan hjá Hlíðarendaliðinu. Eftir að hún byrjaði að spila með Val hefur liðið leikið níu deildarleiki og einn leik í bikar. Níu af þessum tíu leikjum hafa endað með sigri Valsliðsins, en einungis KR hefur tekist að hafa betur gegn Val með Helenu innanborðs. Helena er orðin efst í Valsliðinu í þeim tölfræðiþáttum sem mestu máli þykja skipta í körfubolta, það er stigum skoruðum, fráköstum og stoðsendingum. Í níu deildarleikjum með Val hefur Helena skorað 20,7 stig, tekið 8,8 fráköst og gefið 6,1 stoðsendingu að meðaltali. Skotnýtingin er einnig frábær; 64% inni í teig, 47% fyrir utan þriggja stiga línuna og 83% á vítalínunni. Valsliðið skipti á svipuðum tímapunkti og Helena kom í herbúðir liðsins um bandarískan leikmann í sínum röðum. Brooke Johnson var látin víkja fyrir Heather Butler sem hefur staðið sig vel í Valsbúningnum. Töluverð breidd er í leikmannahópi Vals og gæti það skipt sköpum þegar stutt verður á milli leikja í úrslitakeppninni. Bekkurinn er dýpri en hjá keppinautunum sem gæti gert gæfumuninn. Fimm lið eru að berjast hatrammlega um sætin fjögur í úrslitakeppninni og ljóst að eitt lið sem lætur sig dreyma um Íslandsmeistaratitilinn mun ekki fá tækifæri til þess þegar á hólminn verður komið. Valur er núna í 3.-4. sæti deildarinnar með 22 stig, en efstu fjögur liðin fara í úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitilinn í vor. Keflavík er á toppnum með 26 stig. Enn eru ellefu umferðir eftir af deildakeppninni og í næstu fjórum leikjum Vals mætir liðið Breiðabliki, sem vermir botnsætið, og svo Keflavík, Stjörnunni og Snæfelli. Eftir það hefst síðasta umferð deildakeppninnar af fjórum. Þá er Valur kominn í undanúrslit Geysisbikarsins þar sem liðið mætir Snæfelli um miðjan febrúar. Í hinni undanúrslitaviðureigninni mætast Stjarnan og Breiðablik. Með Helenu er Valur ansi líklegur kandídat í að verða tvöfaldur meistari þegar upp verður staðið. Félagið hefur aldrei unnið stóran titil í kvennaflokki í körfubolta.
Birtist í Fréttablaðinu Dominos-deild kvenna Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira