Golf

Tiger byrjaði árið ágætlega

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tiger gefur bolnum áritanir í gær.
Tiger gefur bolnum áritanir í gær. vísir/getty

Tiger Woods spilaði fyrsta hringinn á Bændatryggingamótinu á Torrey Pines ágætlega en það var Spánverjinn Jon Rahm sem stal senunni.

Tiger fékk skolla á fyrstu holunni en vann sig svo fljótt inn í mótið. Hann endaði á því að koma í hús á 70 höggum eða tveimur höggum undir pari.

Tiger elskar þennan golfvöll enda unnið 10 prósent af PGA-mótunum sínum á þessum velli. Vandamálið hans í gær er að fleiri elska líka þennan völl.

Jon Rahm hefur oft spilað vel þarna og hann var stórkostlegur í gær. Kom í hús á 62 höggum eða tíu höggum undir pari. Geggjaður hringur. Efsti maður heimslistans, Justin Rose, var einnig í stuði og er einu höggi á eftir Rahm. Stefnir í mjög skemmtilegt mót.

Útsending frá öðrum degi hefst á Golfstöðinni klukkan 20.00 í kvöld.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.