LÍN - Besta lánasjóðskerfið á Norðurlöndunum Sólveig María Árnadóttir skrifar 28. janúar 2019 11:45 Íslenskir stúdentar eru nokkuð sérstakur hópur. Ástæða þess er sú að samsetning okkar er nokkuð frábrugðin því sem gengur og gerist. Eurostudent könnunin frá árinu 2018 hefur að geyma mikilvæg gögn sem varpa ljósi á það sem gerir íslenska stúdenta nokkuð frábrugðna öðrum. Það eru þó nokkur atriði sem ég hef sérstakar áhyggjur af, en ég trúi því að bætt lánasjóðskerfi myndi taka á þeim. Það er áhyggjuefni hve margir stúdentar raunverulega vinna samhliða námi sínu, fullt háskólanám er full vinna. Um 71% svarenda íslenskra stúdenta í könnuninni segjast vinna til þess eins að hafa efni á háskólanámi sínu. Þá treysta íslenskir stúdentar lítið á tekjur frá námslánum eða styrkjum miðað við stúdenta á Norðurlöndunum. Kennarar í háskólum gagnrýna það gjarnan, eðlilega, að stúdentar vinni mikið samhliða námi. Það virðist þó ekki bitna á þeim tíma sem stúdentar verja í nám sitt. Í Eurostudent könnuninni kemur fram að íslenskir stúdentar verja meiri tíma í nám utan kennslu og við launuð störf en nemendur annarra þjóða, þrátt fyrir að svipaður tími fari í skipulagðar kennslustundir. Þetta er athyglisvert, og má velta því fyrir sér hvort að íslenskir stúdentar hafi almennt fleiri tíma í sólarhringnum en aðrir stúdentar? Hvernig gengur þetta upp? Er virkilega gerlegt að vera í fullu háskólanámi og vinnu samhliða því? Er þess ekki krafist að stúdentar mæti í kennslustundir? Fjarnám sem háskólar bjóða upp á gerir þetta púsluspil gerlegt. Háskólinn á Akureyri býður upp á sveigjanlegt nám og hefur námsfyrirkomulagið notið mikilla vinsælda síðustu ár. Lykiltölur HA frá árinu 2018 sýna að af 2.389 stúdentum sem stunda nám við háskólann, eru 1.342 stúdentar skráðir í fjarnám. Reynslan sýnir að margir skrá sig í fjarnám til þess að geta púslað öllu saman, vinnu, fjölskyldulífi og námi. Þá er allt nám við háskólann orðið sveigjanlegt og því má gera ráð fyrir því að hluti þeirra stúdenta sem skráðir eru í staðarnám mæti þó ekki í kennslustundir innan veggja háskólans á hverjum degi og séu að sinna öðrum störfum. Þrátt fyrir að sveigjanlega námið geri það að verkum að púsluspilið gangi upp þýðir það þó ekki að leikurinn gangi áfallalaust fyrir sig. Kröfurnar eru nefnilega ekkert minni þegar kemur að sveigjanlegu námi. Ef eitthvað er, eru kröfurnar meiri þar sem að námsfyrirkomulagið krefst agaðra vinnubragða, sjálfstæðis og skipulags. Þetta púsluspil, fullt háskólanám, vinna, félagslíf, félagsstörf og allt annað sem þarf að púsla saman, hefur áhrif. Púsluspilið getur haft áhrif á námsárangur stúdenta og getur orðið til þess að stúdentar ljúki námi sínu á lengri tíma en ætlað er. Þá hefur vinna samhliða fullu háskólanámi áhrif á álag og andlega heilsu stúdenta, sem er áhyggjuefni. Það er sláandi að 15% íslenskra svarenda í Eurostudent könnuninni glími við andleg veikindi, en meðaltalið er 4% í öðrum Eurostudent löndum. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra sagði á Alþingi 24. janúar síðastliðinn að hækka eigi bæði framfærslu LÍN og frítekjumarkið en það er akkúrat það sem stúdentahreyfingarnar hafa endalaust verið að berjast fyrir. Þá sagði Lilja jafnframt ,,ég get lofað Alþingi því að við munum fá eitt besta lánasjóðskerfi á Norðurlöndunum“. Það eru afar ánægjuleg tíðindi og verði það raunin, geta íslenskir stúdentar vonandi loks farið að treysta á LÍN. Besta lánasjóðskerfi á Norðurlöndunum myndi gera það að verkum að stúdentar þyrftu ekki að vinna samhliða námi til þess að fjármagna nám sitt, í eins ríkum mæli og raunin er í dag. Þá mun besta lánasjóðskerfi á Norðurlöndunum væntanlega hafa þær afleiðingar að stúdentar klári nám sitt frekar á settum tíma. Og mikilvægast af öllu, það mun hafa jákvæðar afleiðingar á andlega heilsu stúdenta sem munu geta treyst á LÍN í stað þess að þurfa að púsla fullu háskólanámi og vinnu saman, með álaginu sem því fylgir. Sólveig María Árnadóttir Formaður Stúdentafélags Háskólans á AkureyriÞessi grein er hluti af greinaröð herferðar Landssamtaka íslenskra stúdenta um bættan Lánasjóð íslenskra námsmanna. Berjumst saman fyrir #betraLÍN Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Íslenskir stúdentar eru nokkuð sérstakur hópur. Ástæða þess er sú að samsetning okkar er nokkuð frábrugðin því sem gengur og gerist. Eurostudent könnunin frá árinu 2018 hefur að geyma mikilvæg gögn sem varpa ljósi á það sem gerir íslenska stúdenta nokkuð frábrugðna öðrum. Það eru þó nokkur atriði sem ég hef sérstakar áhyggjur af, en ég trúi því að bætt lánasjóðskerfi myndi taka á þeim. Það er áhyggjuefni hve margir stúdentar raunverulega vinna samhliða námi sínu, fullt háskólanám er full vinna. Um 71% svarenda íslenskra stúdenta í könnuninni segjast vinna til þess eins að hafa efni á háskólanámi sínu. Þá treysta íslenskir stúdentar lítið á tekjur frá námslánum eða styrkjum miðað við stúdenta á Norðurlöndunum. Kennarar í háskólum gagnrýna það gjarnan, eðlilega, að stúdentar vinni mikið samhliða námi. Það virðist þó ekki bitna á þeim tíma sem stúdentar verja í nám sitt. Í Eurostudent könnuninni kemur fram að íslenskir stúdentar verja meiri tíma í nám utan kennslu og við launuð störf en nemendur annarra þjóða, þrátt fyrir að svipaður tími fari í skipulagðar kennslustundir. Þetta er athyglisvert, og má velta því fyrir sér hvort að íslenskir stúdentar hafi almennt fleiri tíma í sólarhringnum en aðrir stúdentar? Hvernig gengur þetta upp? Er virkilega gerlegt að vera í fullu háskólanámi og vinnu samhliða því? Er þess ekki krafist að stúdentar mæti í kennslustundir? Fjarnám sem háskólar bjóða upp á gerir þetta púsluspil gerlegt. Háskólinn á Akureyri býður upp á sveigjanlegt nám og hefur námsfyrirkomulagið notið mikilla vinsælda síðustu ár. Lykiltölur HA frá árinu 2018 sýna að af 2.389 stúdentum sem stunda nám við háskólann, eru 1.342 stúdentar skráðir í fjarnám. Reynslan sýnir að margir skrá sig í fjarnám til þess að geta púslað öllu saman, vinnu, fjölskyldulífi og námi. Þá er allt nám við háskólann orðið sveigjanlegt og því má gera ráð fyrir því að hluti þeirra stúdenta sem skráðir eru í staðarnám mæti þó ekki í kennslustundir innan veggja háskólans á hverjum degi og séu að sinna öðrum störfum. Þrátt fyrir að sveigjanlega námið geri það að verkum að púsluspilið gangi upp þýðir það þó ekki að leikurinn gangi áfallalaust fyrir sig. Kröfurnar eru nefnilega ekkert minni þegar kemur að sveigjanlegu námi. Ef eitthvað er, eru kröfurnar meiri þar sem að námsfyrirkomulagið krefst agaðra vinnubragða, sjálfstæðis og skipulags. Þetta púsluspil, fullt háskólanám, vinna, félagslíf, félagsstörf og allt annað sem þarf að púsla saman, hefur áhrif. Púsluspilið getur haft áhrif á námsárangur stúdenta og getur orðið til þess að stúdentar ljúki námi sínu á lengri tíma en ætlað er. Þá hefur vinna samhliða fullu háskólanámi áhrif á álag og andlega heilsu stúdenta, sem er áhyggjuefni. Það er sláandi að 15% íslenskra svarenda í Eurostudent könnuninni glími við andleg veikindi, en meðaltalið er 4% í öðrum Eurostudent löndum. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra sagði á Alþingi 24. janúar síðastliðinn að hækka eigi bæði framfærslu LÍN og frítekjumarkið en það er akkúrat það sem stúdentahreyfingarnar hafa endalaust verið að berjast fyrir. Þá sagði Lilja jafnframt ,,ég get lofað Alþingi því að við munum fá eitt besta lánasjóðskerfi á Norðurlöndunum“. Það eru afar ánægjuleg tíðindi og verði það raunin, geta íslenskir stúdentar vonandi loks farið að treysta á LÍN. Besta lánasjóðskerfi á Norðurlöndunum myndi gera það að verkum að stúdentar þyrftu ekki að vinna samhliða námi til þess að fjármagna nám sitt, í eins ríkum mæli og raunin er í dag. Þá mun besta lánasjóðskerfi á Norðurlöndunum væntanlega hafa þær afleiðingar að stúdentar klári nám sitt frekar á settum tíma. Og mikilvægast af öllu, það mun hafa jákvæðar afleiðingar á andlega heilsu stúdenta sem munu geta treyst á LÍN í stað þess að þurfa að púsla fullu háskólanámi og vinnu saman, með álaginu sem því fylgir. Sólveig María Árnadóttir Formaður Stúdentafélags Háskólans á AkureyriÞessi grein er hluti af greinaröð herferðar Landssamtaka íslenskra stúdenta um bættan Lánasjóð íslenskra námsmanna. Berjumst saman fyrir #betraLÍN
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun