Handbolti

Fyrsti sigur Rússa kom gegn Kóreu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Shishkarev sækir að marki Kóreu
Shishkarev sækir að marki Kóreu vísir/getty

Rússar unnu sinn fyrsta sigur á HM í handbolta í dag þegar liðið lagði sameinað lið Kóreu að velli 34-27 í Berlín.

Rússar byrjuðu mótið á jafntefli við Serba en þeir voru ekki í miklum vandræðum með lið Kóreu í dag.

Kóreumenn áttu fyrsta markið en síðan var ekki mikið að frétta frá þeim. Rússar komust í 5-2 og svo 9-4 og má í raun segja að Kóreumenn hafi aldrei séð til sólar.

Þegar flautað var til hálfleiks var munurinn orðinn sjö mörk, 20-13.

Í seinni hálfleik komust Rússar mest í tíu stiga mun í stöðunni 30-20. Kóreumenn náðu aðeins að laga stöðuna sér í hag en voru aldrei líklegir til þess að stela stigum af Rússum.

Daniil Shishkarev var atkvæðamestur Rússa með sjö mörk og Alexander Shkurinskiy gerði sex.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.