Körfubolti

Haukur Helgi hetja Nanterre

Anton Ingi Leifsson skrifar
Haukur í leik með Nanterre fyrr í vetur.
Haukur í leik með Nanterre fyrr í vetur. vísir/getty
Haukur Helgi Pálsson átti góðan leik er Nanterre vann dramatískan sigur, 79-78, gegn Lyon-Villeurbanne í frönsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.

Nanterra var 49-36 undir í hálfleik en komu sterkir inn í síðari hálfleik og náðu hægt og rólega að minnka mun gestanna frá Lyon.

Haukar og félagar voru fimm stigum undir er um þrjár mínútur voru eftir og einu stigi undir, 78-77, er brotið var á Hauki Helga í þann mund sem tíminn rann út.

Haukur fór á vítalínuna og setti niður tvö víti og tryggði þar af leiðandi Nanterre ævintýralegan sigur. Mögnuð endurkoma en Nanterre er í þriðja sæti deildarinnar.

Tryggvi Snær Hlinason spilaði í rúmar sex mínútru en komst ekki á blað er Obradoiro tapaði gegn Fuenlabrada með minnsta mun, 84-83. Tryggvi tók tvö fráköst en Obradoiro er




Fleiri fréttir

Sjá meira


×