Brasilíumenn á leið í milliriðla eftir sigur á Rússlandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. janúar 2019 16:12 Brasilíumenn fagna sigrinum í dag. Getty/Martin Rose Brasilía stendur vel að vígi í baráttunni um sæti í milliriðli eftir sigur á Rússlandi í A-riðli á HM í handbolta í dag, 25-23. Eftir sigurinn eru Brasilía og Rússland nú jöfn að stigum í 3.-4. sæti en efstu þrjú liðin komast áfram í milliriðla. Sem stendur eru Frakkland og Þýskaland í efstu tveimur sætum riðilsins en þessi lið mætast í kvöld. Úrslit dagsins þýða að ef Brasilíu tekst að leggja Suður-Kóreu að velli á morgun mun liðið fara áfram í milliriðla. Þess má geta að liðin úr A- og B-riðli sameinast í milliriðli í Köln en Ísland leikur í B-riðli. Brasilíumenn töpuðu með aðeins tveggja marka mun fyrir Frakklandi í fyrsta leik sínum á mótinu en steinlágu svo fyrir Þýskalandi, 34-21, í næsta leik. En þeir voru fljótir að jafna sig á því og lögðu Serba að velli í gær, 24-22. Brasilía er því komið með fjögur stig eftir sigurinn á Rússlandi í dag. Rússar eru einnig með fjögur stig í riðlinum en eiga erfiðan leik gegn Frökkum í lokaumferð riðlakeppninnar á morgun. Verði Brasilía og Rússland jöfn að stigum eftir riðlakeppnina verður Brasilía ofar í stigatöflunni með betri árangur í innbyrðisviðureign liðanna. Brasilíumenn leiddu allan leikinn og voru með fimm marka forystu í hálfleik, 15-10. Rússar gerðu sig líklega til að jafna metin undir lok leiksins en Brasilía stóð af sér áhlaupið og fagnaði sigrinum vel og innilega í leikslok. Haniel Langaro skoraði sex mörk fyrir Brasilíu og var markahæstur. Hjá Rússum voru Timur Dibirov og Dmitri Zhitnikov markahæstir með sex mörk hvor. Dibirov fékk rautt spjald undir lok leiks fyrir að hrinda Cesar Almeida, markverði Brasilíu. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Fleiri fréttir Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Sjá meira
Brasilía stendur vel að vígi í baráttunni um sæti í milliriðli eftir sigur á Rússlandi í A-riðli á HM í handbolta í dag, 25-23. Eftir sigurinn eru Brasilía og Rússland nú jöfn að stigum í 3.-4. sæti en efstu þrjú liðin komast áfram í milliriðla. Sem stendur eru Frakkland og Þýskaland í efstu tveimur sætum riðilsins en þessi lið mætast í kvöld. Úrslit dagsins þýða að ef Brasilíu tekst að leggja Suður-Kóreu að velli á morgun mun liðið fara áfram í milliriðla. Þess má geta að liðin úr A- og B-riðli sameinast í milliriðli í Köln en Ísland leikur í B-riðli. Brasilíumenn töpuðu með aðeins tveggja marka mun fyrir Frakklandi í fyrsta leik sínum á mótinu en steinlágu svo fyrir Þýskalandi, 34-21, í næsta leik. En þeir voru fljótir að jafna sig á því og lögðu Serba að velli í gær, 24-22. Brasilía er því komið með fjögur stig eftir sigurinn á Rússlandi í dag. Rússar eru einnig með fjögur stig í riðlinum en eiga erfiðan leik gegn Frökkum í lokaumferð riðlakeppninnar á morgun. Verði Brasilía og Rússland jöfn að stigum eftir riðlakeppnina verður Brasilía ofar í stigatöflunni með betri árangur í innbyrðisviðureign liðanna. Brasilíumenn leiddu allan leikinn og voru með fimm marka forystu í hálfleik, 15-10. Rússar gerðu sig líklega til að jafna metin undir lok leiksins en Brasilía stóð af sér áhlaupið og fagnaði sigrinum vel og innilega í leikslok. Haniel Langaro skoraði sex mörk fyrir Brasilíu og var markahæstur. Hjá Rússum voru Timur Dibirov og Dmitri Zhitnikov markahæstir með sex mörk hvor. Dibirov fékk rautt spjald undir lok leiks fyrir að hrinda Cesar Almeida, markverði Brasilíu.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Fleiri fréttir Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni