Viðskipti erlent

Bitcoin notuð í Hvíta-Rússlandi

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Bitcoin er reyndar ekki til í þessari mynd.
Bitcoin er reyndar ekki til í þessari mynd. Nordicphotos/AFP

Viðskiptafólk og spákaupmenn í Hvíta-Rússlandi geta nú keypt hlutabréf, gull og erlendar myntir með bitcoin og öðrum stórum rafmyntum. Fjárfestingarfyrirtækin VP Capital og Larnabel Ventures tilkynntu þetta í gær.

„Þetta er fyrsti vettvangurinn fyrir rafmyntareigendur til að fjölþætta eignasafn sitt,“ sagði Víktor Prokop­eníja, eigandi VP Capital, við Reuters.

Samkvæmt Prokopeníja bárust 2.000 beiðnir um skráningu á fyrstu tveimur klukkustundunum. Gengið er úr skugga um að umsækjendur stundi ekki peningaþvætti.

Virði bitcoin stóð í 3.637 bandaríkjadölum í gær eða 438.986 krónum. Rafmyntin er þekkt fyrir sitt afar óstöðuga gengi og geta sveiflurnar verið miklar. Bitcoin var verðmætust í desember 2017. Var þá virði um tveggja milljóna króna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
2,55
15
114.080
REGINN
1,72
20
295.203
SKEL
1,04
4
69.880
ICESEA
0,99
14
367.628
SJOVA
0,85
8
137.986

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
LEQ
-1,69
1
17.400
ICEAIR
-0,91
10
41.324
ORIGO
-0,8
5
16.128
VIS
-0,69
3
23.720
EIK
-0,69
11
341.177
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.