Skuldabréfaeigendur WOW féllust á skilmálabreytingar Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. janúar 2019 11:58 Skúli Mogensen, stofnandi WOW Air. Vísir Skuldabréfaeigendur WOW Air féllust á breytingar á skilmálum bréfa sinna. Atkvæðagreiðslu um breytingarnar lauk í gær. Eins og greint hefur verið frá, nú síðast í bréfi Skúla Mogensen til skuldabréfaeigandanna, voru umræddar breytingar forsendan fyrir því að fjárfesting Indigo Partners í félaginu myndi ganga eftir. Bandaríski fjárfestingasjóðurinn mun eignast hið minnsta 49 prósent hlut í flugfélaginu og gæti fjárfestingin numið rúmlega 9 milljörðum króna. Ef af fjárfestingunni ætti að verða þyrftu skuldabréfaeigendur að samþykkja skilmálabreytingar á þeim bréfum sem þeir hafa keypt, auk þess sem þeir yrðu að falla frá gjaldfellingarákvæðum. Breytingarnar fela meðal annars í sér að lengt verður úr skuldabréfunum úr þremur árum í fimm. WOW air hafi heimild til að lengja í þeim um ár til viðbótar, gegn gjaldi.Sjá einnig: Indigo eignast hið minnsta 49 prósent í WOW Þá þurftu skuldabréfaeigendur einnig að gefa eftir tryggingar í formi hlutabréfa í WOW Air, sem og kröfu þess efnis að skuldabréfin verði skráð í kauphöllina í Stokkhólmi. Fyrri skilmálar heimiluðu þar að auki ekki svokallaðar stjórnendagreiðslur til Indigo Partners, sem gæti numið um 1,5 milljónum bandaríkjadala á ári. WOW Air fór einnig fram á að birta uppgjör sín á hálfs árs fresti, í stað ársfjórðungslega. Fram kemur á tilkynningasíðu WOW Air að í atkvæðagreiðslunni, sem lauk í gær, hafi borist nógu mörg atkvæði og að meirihluti skuldabréfaeigendanna hafi fallist á breytingarnar. Ekki er þó gefið upp um hlutfall þeirra. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Indigo kemur með allt að 9,3 milljarða inn í WOW Air Indigo Partners LLC og WOW Air hafa komist að samkomulagi um það að fyrrnefnda félagið muni fjárfesta í flugfélaginu. 14. desember 2018 14:43 Indigo eignast hið minnsta 49 prósent í WOW Gangi kaup Indigo Partners í WOW Air eftir mun bandaríska fjárfestingafélagið eignast 49 prósent hlut í flugfélaginu. 9. janúar 2019 15:43 Mest lesið Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Fleiri fréttir Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Sjá meira
Skuldabréfaeigendur WOW Air féllust á breytingar á skilmálum bréfa sinna. Atkvæðagreiðslu um breytingarnar lauk í gær. Eins og greint hefur verið frá, nú síðast í bréfi Skúla Mogensen til skuldabréfaeigandanna, voru umræddar breytingar forsendan fyrir því að fjárfesting Indigo Partners í félaginu myndi ganga eftir. Bandaríski fjárfestingasjóðurinn mun eignast hið minnsta 49 prósent hlut í flugfélaginu og gæti fjárfestingin numið rúmlega 9 milljörðum króna. Ef af fjárfestingunni ætti að verða þyrftu skuldabréfaeigendur að samþykkja skilmálabreytingar á þeim bréfum sem þeir hafa keypt, auk þess sem þeir yrðu að falla frá gjaldfellingarákvæðum. Breytingarnar fela meðal annars í sér að lengt verður úr skuldabréfunum úr þremur árum í fimm. WOW air hafi heimild til að lengja í þeim um ár til viðbótar, gegn gjaldi.Sjá einnig: Indigo eignast hið minnsta 49 prósent í WOW Þá þurftu skuldabréfaeigendur einnig að gefa eftir tryggingar í formi hlutabréfa í WOW Air, sem og kröfu þess efnis að skuldabréfin verði skráð í kauphöllina í Stokkhólmi. Fyrri skilmálar heimiluðu þar að auki ekki svokallaðar stjórnendagreiðslur til Indigo Partners, sem gæti numið um 1,5 milljónum bandaríkjadala á ári. WOW Air fór einnig fram á að birta uppgjör sín á hálfs árs fresti, í stað ársfjórðungslega. Fram kemur á tilkynningasíðu WOW Air að í atkvæðagreiðslunni, sem lauk í gær, hafi borist nógu mörg atkvæði og að meirihluti skuldabréfaeigendanna hafi fallist á breytingarnar. Ekki er þó gefið upp um hlutfall þeirra.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Indigo kemur með allt að 9,3 milljarða inn í WOW Air Indigo Partners LLC og WOW Air hafa komist að samkomulagi um það að fyrrnefnda félagið muni fjárfesta í flugfélaginu. 14. desember 2018 14:43 Indigo eignast hið minnsta 49 prósent í WOW Gangi kaup Indigo Partners í WOW Air eftir mun bandaríska fjárfestingafélagið eignast 49 prósent hlut í flugfélaginu. 9. janúar 2019 15:43 Mest lesið Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Fleiri fréttir Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Sjá meira
Indigo kemur með allt að 9,3 milljarða inn í WOW Air Indigo Partners LLC og WOW Air hafa komist að samkomulagi um það að fyrrnefnda félagið muni fjárfesta í flugfélaginu. 14. desember 2018 14:43
Indigo eignast hið minnsta 49 prósent í WOW Gangi kaup Indigo Partners í WOW Air eftir mun bandaríska fjárfestingafélagið eignast 49 prósent hlut í flugfélaginu. 9. janúar 2019 15:43