Viðskipti erlent

LG slær í gegn með „náttúrubylgju“ úr sjónvörpum

Samúel Karl Ólason skrifar
Sýningin er sett saman úr 260 OLED sjónvörpum sem eru sveigð á mismunandi hátt.
Sýningin er sett saman úr 260 OLED sjónvörpum sem eru sveigð á mismunandi hátt. GETTY/DAVID BECKER
Sjónvarpsframleiðandinn LG sló í gegn á CES tæknisýningunni í Las Vegas (Consumer Electronics Show) í gær með einstakri sjónvarpssýningu. Sýningin kallast „Massive Curve of Nature“ og hefur notið gífurlegra vinsælda meðal gesta CES og blaðamanna.

Sýningin er sett saman úr 260 OLED sjónvörpum sem eru sveigð á mismunandi hátt. Sjónvörpin sýna svo náttúrumyndir og þar á meðal myndir af fossi sem virðist vera Faxi. Það er annað myndbandið sem sést hér að neðan.

Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem LG heldur sýningu sem þessa. Í fyrra sköpuðu starfsmenn fyrirtækisins gjá úr sjónvörpum og árið þar áður gerðu þeir göng.



„Náttúrubylgjan“ hefur vakið mikla lukku.AP/ John Locher





Fleiri fréttir

Sjá meira


×