Körfubolti

Martin stigahæstur á vellinum í Belgrad

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Martin í leik með Alba.
Martin í leik með Alba. vísir/getty

Martin Hermannsson var stigahæstur á vellinum þrátt fyrir að vera í tapliði þegar Alba Berlin sótti Partizan Belgrade heim í EuroCup í kvöld.

Martin hefur farið fyrir liði Berlínarmanna þegar hann er heill og þar var enginn munur á í kvöld. Íslenski landsliðsmaðurinn skoraði 16 stig í 78-66 tapi Berlínar.

Stigahæsti maður heimamanna var Vanja Marinkovic með 14 stig.

Heimamenn voru með forystuna allan leikinn, þeir leiddu 37-28 í hálfleik og náðu að sigla sigrinum heim.

Leikurinn var annar leikur Alba Berlín í 16 liða úrslitunum, en í EuroCup eru þau spiluð sem riðlakeppni, fjórir fjögurra liða riðlar. Berlín vann fyrsta leikinn í riðlinum gegn Mónakó. Mónakó vann Rytas Vilnius í kvöld svo nú eru öll lið riðilsins með einn sigur og eitt tap.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.