Tiger Woods á undan áætlun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2019 13:30 Það er létt yfir Tiger Woods þessa dagana. Getty/Richard Heathcote Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods er ánægður með hvernig endurhæfingin hans gengur eftir skurðaðgerðina sem hann gekkst undir í ágúst. Tiger Woods segist vera á undan áætlun en hann fór í aðgerð á hné. Tiger er í tíunda sæti á heimslistanum en með sigri sínum á Mastersmótinu í apríl síðastliðnum þá endaði hann ellefu ára bið eftir risatitli. Tiger Woods er nú staddur í Japan þar sem hann mun spila á ZOZO meistaramótinu um næstu helgi.Tiger Woods said his return to full fitness is ahead of schedule as he recovers from a knee operation. More here https://t.co/aWCXvLXzU2pic.twitter.com/IG1Y5y8yaW — BBC Sport (@BBCSport) October 21, 2019 „Ég er líklega viku á undan áætlun. Það er gott að geta aftur beygt mig niður til að lesa púttin,“ sagði Tiger. „Tímabilið mitt endaði aðeins fyrr en áætlað var. Ég fór snemma í aðgerðina og komst með því fyrr af stað á ný,“ sagði Tiger. Tiger Woods ætlar líka að keppa á Hero World Challenge mótinu í desember og svo verður hann fyrirliði bandaríska landsliðsins í Forsetabikarnum sem fer fram um miðjan jólamánuðinn. „Ég er orðinn vongóður um að spila þetta mót, spila á Hero á mótinu og spila á Forsetabikarnum í Ástralíu. Það leit ekki út fyrir það um mitt árið,“ sagði Tiger. Forsetabikarinn fer fram í Ástralíu og hefst í Melbourne 13. desember. Þar mætir bandaríska landsliðið Alþjóðaliðinu sem er undir stjórn Ernie Els. Golf Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods er ánægður með hvernig endurhæfingin hans gengur eftir skurðaðgerðina sem hann gekkst undir í ágúst. Tiger Woods segist vera á undan áætlun en hann fór í aðgerð á hné. Tiger er í tíunda sæti á heimslistanum en með sigri sínum á Mastersmótinu í apríl síðastliðnum þá endaði hann ellefu ára bið eftir risatitli. Tiger Woods er nú staddur í Japan þar sem hann mun spila á ZOZO meistaramótinu um næstu helgi.Tiger Woods said his return to full fitness is ahead of schedule as he recovers from a knee operation. More here https://t.co/aWCXvLXzU2pic.twitter.com/IG1Y5y8yaW — BBC Sport (@BBCSport) October 21, 2019 „Ég er líklega viku á undan áætlun. Það er gott að geta aftur beygt mig niður til að lesa púttin,“ sagði Tiger. „Tímabilið mitt endaði aðeins fyrr en áætlað var. Ég fór snemma í aðgerðina og komst með því fyrr af stað á ný,“ sagði Tiger. Tiger Woods ætlar líka að keppa á Hero World Challenge mótinu í desember og svo verður hann fyrirliði bandaríska landsliðsins í Forsetabikarnum sem fer fram um miðjan jólamánuðinn. „Ég er orðinn vongóður um að spila þetta mót, spila á Hero á mótinu og spila á Forsetabikarnum í Ástralíu. Það leit ekki út fyrir það um mitt árið,“ sagði Tiger. Forsetabikarinn fer fram í Ástralíu og hefst í Melbourne 13. desember. Þar mætir bandaríska landsliðið Alþjóðaliðinu sem er undir stjórn Ernie Els.
Golf Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira