Bestu strákarnir stökkva strax í NBA en besta stelpan vill klára skólann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. apríl 2019 15:30 Sabrina Ionescu fagnar með liðsfélögum sínum eftir einn sigur liðsins í úrslitakeppni bandaríska háskólakörfuboltans í ár. Getty/ Jordan Murph Á meðan bestu strákarnir stökkva við fyrsta tækifæri þegar NBA-deildin kallar þá er þetta öðruvísi farið með bestu körfuboltastelpurnar og WNBA. Hún hefði væntanlega verið valin fyrst í nýliðavali WNBA-deildarinnar í körfubolta eftir frábært tímabil í bandaríska háskólaboltanum en Sabrina Ionescu ætlar ekki að stökkva í atvinnumennskuna strax heldur klára lokaárið sitt í skólanum.Breaking: Sabrina Ionescu, a potential top prospect for the WNBA draft, has announced she will be returning for her senior season in an article for The Players' Tribune. pic.twitter.com/QzQ3iYb4l5 — espnW (@espnW) April 7, 2019Sabrina Ionescu tilkynnti um helgina að hún ætli að spila áfram með Oregon í bandaríska háskólaboltanum en liðið fór alla leið í undanúrslitin í ár. Oregon lítur því vel út fyrir næsta vetur því liðið heldur fjórum af fimm byrjunarliðsleikmönnum sínum. Liðið hefur farið lengra og lengra á hverju ári með Sabrinu Ionescu og nú er stefnan sett á það að vinna titilin á næsta ári..@sabrina_i20 has unfinished business with @OregonWBB pic.twitter.com/GwprojlVI1 — ESPN (@espn) April 7, 2019Sabrina Ionescu hefur átt frábært tímabil og engin hefur náð fleiri þrennum á háskólaferlinum en einmitt hún. Í vetur var Sabrina Ionescu með 19,9 stig, 8,2 stoðsendingar og 7,4 fráköst að meðaltali í leik auk þess að hitti úr yfir 42 prósent þriggja stiga skotanna og úr yfir 88 prósent vítanna. Körfuboltaspekingar spáði því að hún yrði valinn númer eitt í nýliðavali WNBA-deildarinnar. 24 klukkutímum eftir að Sabrina Ionescu datt út með Oregon liðinu þá tilkynnti hún það að hún ætlaði að klára fjórða og síðasta árið sitt í skólanum. „Við hjá Oregon eigum eftir að klára eitt saman. Þetta kemur beint frá mínu hjarta. Við ætlum að byggja eitthvað saman og eitthvað sem fólk mun muna eftir löngu eftir að við erum útskrifaðar,“ sagði Sabrina Ionescu í tilkynningu. Auðvitað hafa peningarnir hér mikið að segja því á meðan það bíða bestu strákanna ofurlaun þá er ekki hægt að segja það sama um stelpurnar í WNNBA-deildinni. Það er því ekkert skrýtið að þær passi upp á það að útskrifast og að hafa eitthvað upp á að hlaupa ef körfuboltaferillinn gengur ekki alveg upp. NBA Tengdar fréttir „Curry hvað,“ segir þessi öfluga körfuboltakona Bandaríska körfuboltakonan Sabrina Ionescu er fyrir löngu búinn að skapa sér nafn í bandaríska háskólaboltanum með frábærri frammistöðu sinni með Oregon. 28. mars 2019 22:30 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Keflavík | Alvöru grannaslagur í Grindavík Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Sjá meira
Á meðan bestu strákarnir stökkva við fyrsta tækifæri þegar NBA-deildin kallar þá er þetta öðruvísi farið með bestu körfuboltastelpurnar og WNBA. Hún hefði væntanlega verið valin fyrst í nýliðavali WNBA-deildarinnar í körfubolta eftir frábært tímabil í bandaríska háskólaboltanum en Sabrina Ionescu ætlar ekki að stökkva í atvinnumennskuna strax heldur klára lokaárið sitt í skólanum.Breaking: Sabrina Ionescu, a potential top prospect for the WNBA draft, has announced she will be returning for her senior season in an article for The Players' Tribune. pic.twitter.com/QzQ3iYb4l5 — espnW (@espnW) April 7, 2019Sabrina Ionescu tilkynnti um helgina að hún ætli að spila áfram með Oregon í bandaríska háskólaboltanum en liðið fór alla leið í undanúrslitin í ár. Oregon lítur því vel út fyrir næsta vetur því liðið heldur fjórum af fimm byrjunarliðsleikmönnum sínum. Liðið hefur farið lengra og lengra á hverju ári með Sabrinu Ionescu og nú er stefnan sett á það að vinna titilin á næsta ári..@sabrina_i20 has unfinished business with @OregonWBB pic.twitter.com/GwprojlVI1 — ESPN (@espn) April 7, 2019Sabrina Ionescu hefur átt frábært tímabil og engin hefur náð fleiri þrennum á háskólaferlinum en einmitt hún. Í vetur var Sabrina Ionescu með 19,9 stig, 8,2 stoðsendingar og 7,4 fráköst að meðaltali í leik auk þess að hitti úr yfir 42 prósent þriggja stiga skotanna og úr yfir 88 prósent vítanna. Körfuboltaspekingar spáði því að hún yrði valinn númer eitt í nýliðavali WNBA-deildarinnar. 24 klukkutímum eftir að Sabrina Ionescu datt út með Oregon liðinu þá tilkynnti hún það að hún ætlaði að klára fjórða og síðasta árið sitt í skólanum. „Við hjá Oregon eigum eftir að klára eitt saman. Þetta kemur beint frá mínu hjarta. Við ætlum að byggja eitthvað saman og eitthvað sem fólk mun muna eftir löngu eftir að við erum útskrifaðar,“ sagði Sabrina Ionescu í tilkynningu. Auðvitað hafa peningarnir hér mikið að segja því á meðan það bíða bestu strákanna ofurlaun þá er ekki hægt að segja það sama um stelpurnar í WNNBA-deildinni. Það er því ekkert skrýtið að þær passi upp á það að útskrifast og að hafa eitthvað upp á að hlaupa ef körfuboltaferillinn gengur ekki alveg upp.
NBA Tengdar fréttir „Curry hvað,“ segir þessi öfluga körfuboltakona Bandaríska körfuboltakonan Sabrina Ionescu er fyrir löngu búinn að skapa sér nafn í bandaríska háskólaboltanum með frábærri frammistöðu sinni með Oregon. 28. mars 2019 22:30 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Keflavík | Alvöru grannaslagur í Grindavík Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Sjá meira
„Curry hvað,“ segir þessi öfluga körfuboltakona Bandaríska körfuboltakonan Sabrina Ionescu er fyrir löngu búinn að skapa sér nafn í bandaríska háskólaboltanum með frábærri frammistöðu sinni með Oregon. 28. mars 2019 22:30