Tekjuhæsta YouTube-stjarnan er átta ára og þénaði þrjá milljarða á árinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. desember 2019 20:51 Ryan Kaji sést hér í einu myndbanda sinna. Skjáskot/youtube Átta ára YouTube-stjarna, sem heldur úti gríðarvinsælli leikfangarás á miðlinum, er sá hæst launaði í stéttinni, samkvæmt nýrri úttekt Forbes fyrir árið 2019. Ryan Kaji var fjögurra ára þegar hann hóf, í samráði við foreldra sína, að birta myndbönd á YouTube undir merkjum Ryan‘s Toys Review. Þar tók Kaji leikföng úr pakkningunum, sagði frá þeim og gagnrýndi þau. Rásin, sem nú heitir Ryan‘s World, eða Heimur Ryans, öðlaðist gríðarmiklar vinsældir á skömmum tíma og státar nú af um 23 milljónum áskrifenda. Kaji er talinn hafa þénað um 26 milljónir Bandaríkjadala á árinu, eða um 3,2 milljarða íslenskra króna. Það er fjórum milljónum Bandaríkjadala meira en tekjur hans árið áður. Aðrir sem komust á lista Forbes yfir þær YouTube-stjörnur sem þénuðu mest árið 2019 voru m.a. Dude Perfect, vinahópur sem framkvæmir lygileg, og oft íþróttatengd, áhættuatriði, með 20 milljónir Bandaríkjadala og hinn sænski Felix Kjellberg, eða PewDiePie, með þrettán milljónir.Hér að neðan má sjá myndband úr smiðju Ryan's World. Samfélagsmiðlar Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Átta ára YouTube-stjarna, sem heldur úti gríðarvinsælli leikfangarás á miðlinum, er sá hæst launaði í stéttinni, samkvæmt nýrri úttekt Forbes fyrir árið 2019. Ryan Kaji var fjögurra ára þegar hann hóf, í samráði við foreldra sína, að birta myndbönd á YouTube undir merkjum Ryan‘s Toys Review. Þar tók Kaji leikföng úr pakkningunum, sagði frá þeim og gagnrýndi þau. Rásin, sem nú heitir Ryan‘s World, eða Heimur Ryans, öðlaðist gríðarmiklar vinsældir á skömmum tíma og státar nú af um 23 milljónum áskrifenda. Kaji er talinn hafa þénað um 26 milljónir Bandaríkjadala á árinu, eða um 3,2 milljarða íslenskra króna. Það er fjórum milljónum Bandaríkjadala meira en tekjur hans árið áður. Aðrir sem komust á lista Forbes yfir þær YouTube-stjörnur sem þénuðu mest árið 2019 voru m.a. Dude Perfect, vinahópur sem framkvæmir lygileg, og oft íþróttatengd, áhættuatriði, með 20 milljónir Bandaríkjadala og hinn sænski Felix Kjellberg, eða PewDiePie, með þrettán milljónir.Hér að neðan má sjá myndband úr smiðju Ryan's World.
Samfélagsmiðlar Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira