Fjölskylduvænni námsaðstoð Lilja Alfreðsdóttir skrifar 12. júlí 2019 06:45 Frumvarpsdrög um Stuðningssjóð íslenskra námsmanna, nýjan námsstyrkja- og lánasjóð, voru kynnt í samráðsgátt stjórnvalda í vikunni. Frumvarpið er afurð heildarendurskoðunar á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Markmið þess er að tryggja þeim sem falla undir lögin tækifæri til náms án tillits til efnahags og stöðu að öðru leyti, með því að veita námsmönnum fjárhagslega aðstoð í formi námslána og styrkja. Með samþykkt frumvarpsins verða gerðar róttækar breytingar á námslánakerfinu og verður stuðningur við barnafólk aukinn sérstaklega. Í núverandi námslánakerfi er lánað fyrir framfærslu barna en með nýju fyrirkomulagi geta lánþegar fengið styrk vegna slíkrar framfærslu. Ákvæði þetta er nýmæli en markmiðið með styrknum er að jafna aðstöðu lánþega sem eiga börn og annarra lánþega, og koma í veg fyrir hærri skuldsetningu þeirra að námi loknu. Gert er ráð fyrir að styrkur til framfærslu hvers barns sé í samræmi við námstíma námsmanns að hámarki 96 mánuðir. Fæðingartíðni á Íslandi er í sögulegu lágmarki og námsmenn á Íslandi eru líklegri til að hafa fjölskyldu á framfæri en námsmenn í öðrum Evrópuríkjum. Ríkisstjórnin leggur ríka áherslu á að styðja enn betur við barnafólk en í ársbyrjun voru til að mynda óskertar hámarksgreiðslur úr fæðingarorlofssjóði hækkaðar um rúm 15% og er lenging samanlagðs réttar foreldra til fæðingarorlofs úr 9 mánuðum í 12 í farvatninu. Með Stuðningssjóði íslenskra námsmanna munum við styðja betur við barnafólk sem þiggur lán hjá sjóðnum á meðan á námi stendur. Frumvarp um Stuðningssjóð íslenskra námsmanna er mikilvægt og tímabært skref í þá átt að bæta kjör og aðstæður námsmanna líkt og fjallað er um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Ég þakka námsmannahreyfingunni og þeim fjölmörgu sem komið hafa að undirbúningi þessa tímamótafrumvarps og hvet áhugasama til þess að kynna sér frumvarpsdrögin sem nú eru aðgengileg í samráðsgátt stjórnvalda.Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lilja Alfreðsdóttir Námslán Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Frumvarpsdrög um Stuðningssjóð íslenskra námsmanna, nýjan námsstyrkja- og lánasjóð, voru kynnt í samráðsgátt stjórnvalda í vikunni. Frumvarpið er afurð heildarendurskoðunar á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Markmið þess er að tryggja þeim sem falla undir lögin tækifæri til náms án tillits til efnahags og stöðu að öðru leyti, með því að veita námsmönnum fjárhagslega aðstoð í formi námslána og styrkja. Með samþykkt frumvarpsins verða gerðar róttækar breytingar á námslánakerfinu og verður stuðningur við barnafólk aukinn sérstaklega. Í núverandi námslánakerfi er lánað fyrir framfærslu barna en með nýju fyrirkomulagi geta lánþegar fengið styrk vegna slíkrar framfærslu. Ákvæði þetta er nýmæli en markmiðið með styrknum er að jafna aðstöðu lánþega sem eiga börn og annarra lánþega, og koma í veg fyrir hærri skuldsetningu þeirra að námi loknu. Gert er ráð fyrir að styrkur til framfærslu hvers barns sé í samræmi við námstíma námsmanns að hámarki 96 mánuðir. Fæðingartíðni á Íslandi er í sögulegu lágmarki og námsmenn á Íslandi eru líklegri til að hafa fjölskyldu á framfæri en námsmenn í öðrum Evrópuríkjum. Ríkisstjórnin leggur ríka áherslu á að styðja enn betur við barnafólk en í ársbyrjun voru til að mynda óskertar hámarksgreiðslur úr fæðingarorlofssjóði hækkaðar um rúm 15% og er lenging samanlagðs réttar foreldra til fæðingarorlofs úr 9 mánuðum í 12 í farvatninu. Með Stuðningssjóði íslenskra námsmanna munum við styðja betur við barnafólk sem þiggur lán hjá sjóðnum á meðan á námi stendur. Frumvarp um Stuðningssjóð íslenskra námsmanna er mikilvægt og tímabært skref í þá átt að bæta kjör og aðstæður námsmanna líkt og fjallað er um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Ég þakka námsmannahreyfingunni og þeim fjölmörgu sem komið hafa að undirbúningi þessa tímamótafrumvarps og hvet áhugasama til þess að kynna sér frumvarpsdrögin sem nú eru aðgengileg í samráðsgátt stjórnvalda.Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar