Fyrsti sigurinn á PGA á ferlinum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 21. apríl 2019 22:04 C.T. Pan var bestur á lokasprettinum vísir/getty Pan Chent-tsung, eða C.T. Pan eins og hann er betur þekktur, vann sitt fyrsta mót á PGA mótaröðinni í kvöld þegar hann fagnaði sigri á RBC Heritage mótinu. Pan átti tvo sigra á kanadíska PGA túrnum frá því 2015 en hafði aldrei unnið mót á sterkustu atvinnumótaröð heims áður.A moment to cherish.@CTPanGolf wins the @RBC_Heritage for his first career PGA TOUR victory. #LiveUnderParpic.twitter.com/2bnooBQv5V — PGA TOUR (@PGATOUR) April 21, 2019 Pan var í fimmta sæti fyrir lokahringinn og byrjaði daginn í dag mjög stöðugt. Hann spilaði hringinn á fjórum höggum undir pari og lauk leik á tólf höggum undir pari, höggi á undan Matt Kuchar og Patrick Cantlay. Fyrir mótið var besti árangur Pan, sem kemur frá Taívan, annað sætið frá því í ágúst síðasta sumar.First win feels for @CTPanGolf. #LiveUnderParpic.twitter.com/wxWFSrtovx — PGA TOUR (@PGATOUR) April 21, 2019 Bandaríkjamaðurinn Dustin Johnson var í forystu fyrir lokahringinn en hann átti afleitan dag í dag. Johnson byrjaði ágætlega og fékk fugl á fimmtu holu en fylgdi því eftir með skolla á sjöundu. Seinni holurnar fóru þó hrikalega fyrir Johnson. Á elleftu holu fékk hann skolla og þar á eftir komu tveir skollar í röð. Á fjórtándu og fimmtándu komu svo tveir tvöfaldir skollar. Hann fékk sárabótaskolla á átjándu holu og kláraði því hringinn á sex höggum yfir pari. Það skilaði honum í 28. sæti mótsins. Golf Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Pan Chent-tsung, eða C.T. Pan eins og hann er betur þekktur, vann sitt fyrsta mót á PGA mótaröðinni í kvöld þegar hann fagnaði sigri á RBC Heritage mótinu. Pan átti tvo sigra á kanadíska PGA túrnum frá því 2015 en hafði aldrei unnið mót á sterkustu atvinnumótaröð heims áður.A moment to cherish.@CTPanGolf wins the @RBC_Heritage for his first career PGA TOUR victory. #LiveUnderParpic.twitter.com/2bnooBQv5V — PGA TOUR (@PGATOUR) April 21, 2019 Pan var í fimmta sæti fyrir lokahringinn og byrjaði daginn í dag mjög stöðugt. Hann spilaði hringinn á fjórum höggum undir pari og lauk leik á tólf höggum undir pari, höggi á undan Matt Kuchar og Patrick Cantlay. Fyrir mótið var besti árangur Pan, sem kemur frá Taívan, annað sætið frá því í ágúst síðasta sumar.First win feels for @CTPanGolf. #LiveUnderParpic.twitter.com/wxWFSrtovx — PGA TOUR (@PGATOUR) April 21, 2019 Bandaríkjamaðurinn Dustin Johnson var í forystu fyrir lokahringinn en hann átti afleitan dag í dag. Johnson byrjaði ágætlega og fékk fugl á fimmtu holu en fylgdi því eftir með skolla á sjöundu. Seinni holurnar fóru þó hrikalega fyrir Johnson. Á elleftu holu fékk hann skolla og þar á eftir komu tveir skollar í röð. Á fjórtándu og fimmtándu komu svo tveir tvöfaldir skollar. Hann fékk sárabótaskolla á átjándu holu og kláraði því hringinn á sex höggum yfir pari. Það skilaði honum í 28. sæti mótsins.
Golf Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira