Telja hugleiðingar fjármálaráðherra um einkavæðingu Íslandspósts fráleitar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. júní 2019 15:00 Magnús Már Guðmundsson, framkvæmdastjóri BSRB, reynir að telja fjármálaráðherra hughvarf í opnu bréfi. BSRB, heildarsamtök stéttarfélaga starfsmanna í almannaþjónustu, mótmæla harðlega hugmyndum Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra um einkavæðingu Íslandspósts. Fyrir einkavæðingu séu engin rök enda sé Íslandspóstur órjúfanlegur hluti af almannaþjónustu. Þetta kemur fram í bréfi BSRB til fjármálaráðherra. Í samtali við fréttablaðið í morgun sagði fjármálaráðherra að þegar umbætur á lagaumgjörð og nauðsynlegar breytingar á rekstri Íslandspósts færu að skila árangur væri ekkert því til fyrirstöðu að ríkið selji reksturinn.Sjá nánar: Íslandspóstur verði seldur við fyrsta tækifæri segir ráðherra Í bréfinu segir Magnús Már Guðmundsson, framkvæmdastjóri bandalagsins, ljóst að einkavæðing Íslandspósts hefði í för með sér verri þjónustu, aukinn kostnað fyrir almenning auk þess að hafa slæm áhrif á réttindi starfsmanna. „Póstþjónusta er samfélagsþjónusta rétt eins og heilbrigðisþjónustan, löggæsla, samgöngur og fleira. Þar þarf fyrst og fremst að horfa til þess að almenningi um allt land sé tryggð góð þjónusta. Slíkt er ekki hægt nema almannaþjónustan sé í höndum hins opinbera sem skipuleggi, stýri og fjármagni hana með jafnan rétt almennings að leiðarljósi,“Skortur á stefnumótun sé vandamálið Magnús segir að það sé langur vegur frá að fjárhagsvanda Íslandspósts megi rekja til eignarhalds. Vandamálið sé skortur á stefnumótun. „Nú þegar endurskipulagning fyrirtækisins er framundan er fráleitt að mati bandalagsins að ætla sér að hefja undirbúning að einkavæðingu Íslandspósts. Einkavæðing póstþjónustu í Evrópu hefur ekki skilað þeim árangri sem að var stefnt með bættri þjónustu og minni kostnaði. Hvetur ráðherra til að hætta við áform um einkavæðingu innviða Þvert á móti hefur hún haft í för með sér verri þjónustu, sér í lagi í dreifbýli, hækkandi gjaldskrár og slæm áhrif á vinnuskilyrði og réttindi starfsfólks. Í öðrum heimshlutum hefur verið snúið af braut einkavæðingar, til dæmis í Argentínu þar sem reynslan af einkavæðingu póstþjónustunnar var hörmuleg“ Magnús hvetur fjármálaráðherra til að hætta við öll áform um frekari einkavæðingu innviða samfélagsins. Alþingi Íslandspóstur Kjaramál Tengdar fréttir Heyrði fyrst af söluhugleiðingum fjármálaráðherra í fjölmiðlum Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts, segist ekki hafa miklar skoðanir á hugsanlegri sölu ríkisins á rekstri Íslandspósts. Það mikilvægasta sé að koma rekstrinum í rétt horf. 27. júní 2019 14:38 Íslandspóstur fækkar framkvæmdastjórum og flytur í ódýrara húsnæði Viðamiklar breytingar hafa verið gerðar á rekstri Íslandspósts. Framkvæmdastjórum verður fækkað úr fimm í þrjá, og láta þannig tveir framkvæmdastjórar af störfum. 25. júní 2019 09:21 Íslandspóstur verði seldur við fyrsta tækifæri segir ráðherra Þegar umbætur á lagaumgjörð, sem gerðar hafa verið, og nauðsynlegar breytingar á rekstri Íslandspósts fari að skila árangri er ekkert því til fyrirstöðu að ríkið selji reksturinn, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 27. júní 2019 06:00 Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Sjá meira
BSRB, heildarsamtök stéttarfélaga starfsmanna í almannaþjónustu, mótmæla harðlega hugmyndum Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra um einkavæðingu Íslandspósts. Fyrir einkavæðingu séu engin rök enda sé Íslandspóstur órjúfanlegur hluti af almannaþjónustu. Þetta kemur fram í bréfi BSRB til fjármálaráðherra. Í samtali við fréttablaðið í morgun sagði fjármálaráðherra að þegar umbætur á lagaumgjörð og nauðsynlegar breytingar á rekstri Íslandspósts færu að skila árangur væri ekkert því til fyrirstöðu að ríkið selji reksturinn.Sjá nánar: Íslandspóstur verði seldur við fyrsta tækifæri segir ráðherra Í bréfinu segir Magnús Már Guðmundsson, framkvæmdastjóri bandalagsins, ljóst að einkavæðing Íslandspósts hefði í för með sér verri þjónustu, aukinn kostnað fyrir almenning auk þess að hafa slæm áhrif á réttindi starfsmanna. „Póstþjónusta er samfélagsþjónusta rétt eins og heilbrigðisþjónustan, löggæsla, samgöngur og fleira. Þar þarf fyrst og fremst að horfa til þess að almenningi um allt land sé tryggð góð þjónusta. Slíkt er ekki hægt nema almannaþjónustan sé í höndum hins opinbera sem skipuleggi, stýri og fjármagni hana með jafnan rétt almennings að leiðarljósi,“Skortur á stefnumótun sé vandamálið Magnús segir að það sé langur vegur frá að fjárhagsvanda Íslandspósts megi rekja til eignarhalds. Vandamálið sé skortur á stefnumótun. „Nú þegar endurskipulagning fyrirtækisins er framundan er fráleitt að mati bandalagsins að ætla sér að hefja undirbúning að einkavæðingu Íslandspósts. Einkavæðing póstþjónustu í Evrópu hefur ekki skilað þeim árangri sem að var stefnt með bættri þjónustu og minni kostnaði. Hvetur ráðherra til að hætta við áform um einkavæðingu innviða Þvert á móti hefur hún haft í för með sér verri þjónustu, sér í lagi í dreifbýli, hækkandi gjaldskrár og slæm áhrif á vinnuskilyrði og réttindi starfsfólks. Í öðrum heimshlutum hefur verið snúið af braut einkavæðingar, til dæmis í Argentínu þar sem reynslan af einkavæðingu póstþjónustunnar var hörmuleg“ Magnús hvetur fjármálaráðherra til að hætta við öll áform um frekari einkavæðingu innviða samfélagsins.
Alþingi Íslandspóstur Kjaramál Tengdar fréttir Heyrði fyrst af söluhugleiðingum fjármálaráðherra í fjölmiðlum Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts, segist ekki hafa miklar skoðanir á hugsanlegri sölu ríkisins á rekstri Íslandspósts. Það mikilvægasta sé að koma rekstrinum í rétt horf. 27. júní 2019 14:38 Íslandspóstur fækkar framkvæmdastjórum og flytur í ódýrara húsnæði Viðamiklar breytingar hafa verið gerðar á rekstri Íslandspósts. Framkvæmdastjórum verður fækkað úr fimm í þrjá, og láta þannig tveir framkvæmdastjórar af störfum. 25. júní 2019 09:21 Íslandspóstur verði seldur við fyrsta tækifæri segir ráðherra Þegar umbætur á lagaumgjörð, sem gerðar hafa verið, og nauðsynlegar breytingar á rekstri Íslandspósts fari að skila árangri er ekkert því til fyrirstöðu að ríkið selji reksturinn, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 27. júní 2019 06:00 Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Sjá meira
Heyrði fyrst af söluhugleiðingum fjármálaráðherra í fjölmiðlum Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts, segist ekki hafa miklar skoðanir á hugsanlegri sölu ríkisins á rekstri Íslandspósts. Það mikilvægasta sé að koma rekstrinum í rétt horf. 27. júní 2019 14:38
Íslandspóstur fækkar framkvæmdastjórum og flytur í ódýrara húsnæði Viðamiklar breytingar hafa verið gerðar á rekstri Íslandspósts. Framkvæmdastjórum verður fækkað úr fimm í þrjá, og láta þannig tveir framkvæmdastjórar af störfum. 25. júní 2019 09:21
Íslandspóstur verði seldur við fyrsta tækifæri segir ráðherra Þegar umbætur á lagaumgjörð, sem gerðar hafa verið, og nauðsynlegar breytingar á rekstri Íslandspósts fari að skila árangri er ekkert því til fyrirstöðu að ríkið selji reksturinn, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 27. júní 2019 06:00
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent